Viðskipti erlent Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk. Viðskipti erlent 11.12.2009 15:24 BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:47 EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:23 Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview. Viðskipti erlent 11.12.2009 12:49 Stoðir og Straumur halda hlut sínum í Royal Unibrew Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, hafa lokið velheppnaðri hlutabréfaaukningu sinni en alls komu tæplega 400 milljónir danskra kr., eða tæplega 10 milljarðar kr, inn í nýju hlutafé. Þessi aukningu á að nota til að greiða niður skuldir Royal Unibrew. Viðskipti erlent 11.12.2009 10:03 Ekkert lát á hækkunum álverðs, tonnið í 2.200 dollara Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Fór það í 2.200 dollara fyrir tonnið á markaðinum í London í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á miðju sumri á síðasta ári. Viðskipti erlent 11.12.2009 08:16 Vilja draga úr methalla vestanhafs Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Viðskipti erlent 11.12.2009 05:30 Sjóðir hætta við tilboð í Ratiopharm, Actavis enn með Fjárfestingarsjóðir hafa hætt við að senda inn tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Það er því allt útlit er fyrir að Ratiopharm verði selt öðru lyfjafyrirtæki. Þar er Actacvis enn með í hópnum að því er best er vitað. Viðskipti erlent 10.12.2009 10:45 Vilja snúa kreppudraug niður Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Viðskipti erlent 10.12.2009 05:15 Rembrandt málverk slegið fyrir 4 milljarða í London Rúmlega 4 milljarðar kr. var verðið sem óþekktur kaupandi greiddi fyrir málverk eftir Rembrandt á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Þetta er hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir Rembrandt verk í sögunni. Viðskipti erlent 9.12.2009 13:46 Verstu jólagjafir opinberra stofnanna í Svíþjóð Sænska vefsíðan chef.se hefur birt lista yfir verstu jólagafir opinberra stofnanna og fyrirtækja í Svíþjóð til starfsmanna sinna. Meðal þess sem þar er að finna er jólagjöf sænska tollsins til starfsmanna sinna í fyrra. Það var Ipod tæki en svo óheppilega vildi til að um ólöglegar smyglaðar eftirlíkingar var að ræða. Tollyfirvöld afsökuðu sig með að önnur stofnun hefði séð um kaupin fyrir þá. Viðskipti erlent 9.12.2009 11:05 FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen FIH bankinn er nú orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen sem er stærsta fasteignafélag Danmerkur. Eftir nýafstaðna hlutafjáraukningu hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. Viðskipti erlent 9.12.2009 10:40 Kaupþing ekki á bakvið sölu í Blacks Lesure Töluvert stór hlutur í útiveruverslunarkeðjunni Blacks Lesure, eða 9,3%, var settur í sölu á markaðinum í London í gær. Kaupþing er stærsti eigandi keðjunnar með 29% hlut en var ekki að selja af honum þar sem dómsmál er í gangi um þennan eignarhlut milli Kaupþings og íþróttakeðjunnar Sports Direct. Viðskipti erlent 9.12.2009 08:45 Sullivan og Gold leggja fram tilboði í West Ham fyrir helgi Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold munu að öllum líkindum leggja fram tilboð í enska úrvalsdeildarliðið West Ham fyrir helgina. Þetta kemur fram í blaðinu Telegraph í morgun. Viðskipti erlent 9.12.2009 08:26 Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum þar í landi en það sem af er ári hefur fjármálaglæpadeild skattsins sent 102 mál til rannsóknar hjá lögreglunni. Lögreglan hefur hinsvegar ekki náð að afgreiða nema 28 þeirra. Viðskipti erlent 8.12.2009 10:53 Grikkland í hættu á að lánshæfismatið lækki Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands á neikvæðar horfur en einkunnin stendur í A-. Þar með bætist enn við mikla fjárhagserfiðleika grískra stjórnvalda. Viðskipti erlent 8.12.2009 10:02 Dæmigerður Breti eyðir 13 milljónum og einu ári á kránni Dæmigerður Breti eyðir sem svarar til 13 milljóna kr. og rúmlega einu ári af æfi sinni á kránni eða pöbbnum sínum. Viðskipti erlent 8.12.2009 09:31 Enron hneykslið verður söngleikur á Broadway Næsta vor munu bandarískir leikhúsgestir geta endurupplifað Enron hneykslið, að þessu sinni með söng og dans. Ætlunin er að sýna söngleikinn Enron á Broadway í New York. Viðskipti erlent 7.12.2009 13:46 Actavis enn með í kaupum á Ratiopharm, verðið hækkar Actavis er enn með í hópi áhugasamra kaupenda að þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm en um 12 lyfjafyrirtæki og fjárfestingarsjóðir lögðu fram óformleg tilboð í Ratiopharm fyrir helgina að því er segir í frétt á Reuters. Þar kemur einnig fram að verðið fyrir Ratiopharm hafi hækkað í þessum tilboðum. Viðskipti erlent 7.12.2009 10:45 Loftið farið að leka úr gullverðsbólunni Heimsmarkaðsverð á gulli er í niðursveiflu í dag eftir samfelldar hækkanir undanfarnar vikur. Stendur verðið í 1.157 dollara á únsuna í morgun en það fór hæst í rúmlega 1.200 dollara í síðustu viku. Viðskipti erlent 7.12.2009 10:26 Yfir 1.200 limmósínur pantaðar í Kaupmannahöfn Búið er að panta yfir 1.200 limmósínur vegna loftsslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og hafa bílaleigur þar í borg ekki undan að anna eftirspurninni. Þá er von á 140 einkaþotum til borgarinnar vegna ráðstefnunnar. Mengunin af þessum farartækjum verður á við það sem meðalstór bresk borg lætur frá sér með á ráðstefnunni stendur. Viðskipti erlent 7.12.2009 09:34 Hlutabréfavísitölur rétta úr kútnum Heldur hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum verið að hækka undanfarið, ef frá er talinn hikstinn sem varð í kjölfar fregna frá Dúbaí í lok síðustu viku. Íslenska aðalvísitalan lækkaði eins og kunnugt er um ríflega 95% frá sínu hæsta gildi niður í sitt lægsta, en frá því að hún náði botni í vor hefur hún hækkað um ríflega fjórðung. Viðskipti erlent 7.12.2009 08:09 Lykiltölur: Atvinnuleysið minnkar í Bandaríkjunum Einhverjar helstu lykiltölur í efnahagsmálum Bandaríkjanna voru birtar í hádeginu en þær sýna að atvinnuleysið minnkar þar í landi úr 10,2% og niður í 10%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að atvinnuleysið myndi halda áfram að aukast. Viðskipti erlent 4.12.2009 14:19 Fimm tonn af fiski til ESB gætu þurft 1875 vottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi. Viðskipti erlent 4.12.2009 13:50 L´Oréal erfingi gaf ljósmyndara 183 milljarða Margmilljarðamærin og erfingi L´Oréal veldisins, hin 87 ára gamla Liliane Bettencourt, hefur gefið uppáhalds ljósmyndara sínum einn milljarða evra eða rúmlega 183 milljarða kr. Þetta hefur leitt til mikils fjölskyldudrama í Frakklandi því dóttir Liliane telur hana ekki lengur með fullum sönsum og vill að móðir sín komist undir eftirlit dómstóla. Viðskipti erlent 4.12.2009 11:29 Álverðið á markaðinum í London hækkar áfram Álverðið á markaðinum í London heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.144 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið stóð í 2.130 dollurum í gær og hafði þá ekki verið hærra á þessu ári. Viðskipti erlent 4.12.2009 10:14 Debenhams opnar verslun í Víetnam Breska verslunarkeðjan Debenhams mun opna verslun í Víetnam eftir tvær vikur, nánar tiltekið í Ho-Chi Minh höfuðborg landsins. Opnunin er liður í frekari alþjóðavæðingu Debenhams. Viðskipti erlent 4.12.2009 09:47 ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum. Viðskipti erlent 4.12.2009 09:23 Sex aðilar eiga 92 prósent breskra fjármálafyrirtækja Níu af hverjum tíu bönkum og fjármálafyrirtækjum í Bretlandi eru í eigu sömu sex aðilanna. Viðskipti erlent 4.12.2009 08:08 ECB uppfærir tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) með Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra í broddi fylkinga hefur uppfært tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu. Nú býst ECB við því að hagvöxturinn muni nema 0,1-1,5% á næsta ári en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir að hagvöxturinn yrði neikvæður um 0,5-0,9%. Viðskipti erlent 3.12.2009 14:53 « ‹ 279 280 281 282 283 284 285 286 287 … 334 ›
Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk. Viðskipti erlent 11.12.2009 15:24
BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:47
EQT vill bjóða í Ratiopharm í samvinnu við Actavis Sænska fjármálafyrirtækið EQT er nú á höttunum eftir því að fyrirtækið bjóði í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm í samvinnu við Actavis. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 11.12.2009 13:23
Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview. Viðskipti erlent 11.12.2009 12:49
Stoðir og Straumur halda hlut sínum í Royal Unibrew Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, hafa lokið velheppnaðri hlutabréfaaukningu sinni en alls komu tæplega 400 milljónir danskra kr., eða tæplega 10 milljarðar kr, inn í nýju hlutafé. Þessi aukningu á að nota til að greiða niður skuldir Royal Unibrew. Viðskipti erlent 11.12.2009 10:03
Ekkert lát á hækkunum álverðs, tonnið í 2.200 dollara Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Fór það í 2.200 dollara fyrir tonnið á markaðinum í London í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á miðju sumri á síðasta ári. Viðskipti erlent 11.12.2009 08:16
Vilja draga úr methalla vestanhafs Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Viðskipti erlent 11.12.2009 05:30
Sjóðir hætta við tilboð í Ratiopharm, Actavis enn með Fjárfestingarsjóðir hafa hætt við að senda inn tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Það er því allt útlit er fyrir að Ratiopharm verði selt öðru lyfjafyrirtæki. Þar er Actacvis enn með í hópnum að því er best er vitað. Viðskipti erlent 10.12.2009 10:45
Vilja snúa kreppudraug niður Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Viðskipti erlent 10.12.2009 05:15
Rembrandt málverk slegið fyrir 4 milljarða í London Rúmlega 4 milljarðar kr. var verðið sem óþekktur kaupandi greiddi fyrir málverk eftir Rembrandt á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Þetta er hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir Rembrandt verk í sögunni. Viðskipti erlent 9.12.2009 13:46
Verstu jólagjafir opinberra stofnanna í Svíþjóð Sænska vefsíðan chef.se hefur birt lista yfir verstu jólagafir opinberra stofnanna og fyrirtækja í Svíþjóð til starfsmanna sinna. Meðal þess sem þar er að finna er jólagjöf sænska tollsins til starfsmanna sinna í fyrra. Það var Ipod tæki en svo óheppilega vildi til að um ólöglegar smyglaðar eftirlíkingar var að ræða. Tollyfirvöld afsökuðu sig með að önnur stofnun hefði séð um kaupin fyrir þá. Viðskipti erlent 9.12.2009 11:05
FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen FIH bankinn er nú orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen sem er stærsta fasteignafélag Danmerkur. Eftir nýafstaðna hlutafjáraukningu hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. Viðskipti erlent 9.12.2009 10:40
Kaupþing ekki á bakvið sölu í Blacks Lesure Töluvert stór hlutur í útiveruverslunarkeðjunni Blacks Lesure, eða 9,3%, var settur í sölu á markaðinum í London í gær. Kaupþing er stærsti eigandi keðjunnar með 29% hlut en var ekki að selja af honum þar sem dómsmál er í gangi um þennan eignarhlut milli Kaupþings og íþróttakeðjunnar Sports Direct. Viðskipti erlent 9.12.2009 08:45
Sullivan og Gold leggja fram tilboði í West Ham fyrir helgi Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold munu að öllum líkindum leggja fram tilboð í enska úrvalsdeildarliðið West Ham fyrir helgina. Þetta kemur fram í blaðinu Telegraph í morgun. Viðskipti erlent 9.12.2009 08:26
Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum Danska lögreglan ræður ekki við málafjöldan frá skattinum þar í landi en það sem af er ári hefur fjármálaglæpadeild skattsins sent 102 mál til rannsóknar hjá lögreglunni. Lögreglan hefur hinsvegar ekki náð að afgreiða nema 28 þeirra. Viðskipti erlent 8.12.2009 10:53
Grikkland í hættu á að lánshæfismatið lækki Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands á neikvæðar horfur en einkunnin stendur í A-. Þar með bætist enn við mikla fjárhagserfiðleika grískra stjórnvalda. Viðskipti erlent 8.12.2009 10:02
Dæmigerður Breti eyðir 13 milljónum og einu ári á kránni Dæmigerður Breti eyðir sem svarar til 13 milljóna kr. og rúmlega einu ári af æfi sinni á kránni eða pöbbnum sínum. Viðskipti erlent 8.12.2009 09:31
Enron hneykslið verður söngleikur á Broadway Næsta vor munu bandarískir leikhúsgestir geta endurupplifað Enron hneykslið, að þessu sinni með söng og dans. Ætlunin er að sýna söngleikinn Enron á Broadway í New York. Viðskipti erlent 7.12.2009 13:46
Actavis enn með í kaupum á Ratiopharm, verðið hækkar Actavis er enn með í hópi áhugasamra kaupenda að þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm en um 12 lyfjafyrirtæki og fjárfestingarsjóðir lögðu fram óformleg tilboð í Ratiopharm fyrir helgina að því er segir í frétt á Reuters. Þar kemur einnig fram að verðið fyrir Ratiopharm hafi hækkað í þessum tilboðum. Viðskipti erlent 7.12.2009 10:45
Loftið farið að leka úr gullverðsbólunni Heimsmarkaðsverð á gulli er í niðursveiflu í dag eftir samfelldar hækkanir undanfarnar vikur. Stendur verðið í 1.157 dollara á únsuna í morgun en það fór hæst í rúmlega 1.200 dollara í síðustu viku. Viðskipti erlent 7.12.2009 10:26
Yfir 1.200 limmósínur pantaðar í Kaupmannahöfn Búið er að panta yfir 1.200 limmósínur vegna loftsslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og hafa bílaleigur þar í borg ekki undan að anna eftirspurninni. Þá er von á 140 einkaþotum til borgarinnar vegna ráðstefnunnar. Mengunin af þessum farartækjum verður á við það sem meðalstór bresk borg lætur frá sér með á ráðstefnunni stendur. Viðskipti erlent 7.12.2009 09:34
Hlutabréfavísitölur rétta úr kútnum Heldur hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum verið að hækka undanfarið, ef frá er talinn hikstinn sem varð í kjölfar fregna frá Dúbaí í lok síðustu viku. Íslenska aðalvísitalan lækkaði eins og kunnugt er um ríflega 95% frá sínu hæsta gildi niður í sitt lægsta, en frá því að hún náði botni í vor hefur hún hækkað um ríflega fjórðung. Viðskipti erlent 7.12.2009 08:09
Lykiltölur: Atvinnuleysið minnkar í Bandaríkjunum Einhverjar helstu lykiltölur í efnahagsmálum Bandaríkjanna voru birtar í hádeginu en þær sýna að atvinnuleysið minnkar þar í landi úr 10,2% og niður í 10%. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að atvinnuleysið myndi halda áfram að aukast. Viðskipti erlent 4.12.2009 14:19
Fimm tonn af fiski til ESB gætu þurft 1875 vottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi. Viðskipti erlent 4.12.2009 13:50
L´Oréal erfingi gaf ljósmyndara 183 milljarða Margmilljarðamærin og erfingi L´Oréal veldisins, hin 87 ára gamla Liliane Bettencourt, hefur gefið uppáhalds ljósmyndara sínum einn milljarða evra eða rúmlega 183 milljarða kr. Þetta hefur leitt til mikils fjölskyldudrama í Frakklandi því dóttir Liliane telur hana ekki lengur með fullum sönsum og vill að móðir sín komist undir eftirlit dómstóla. Viðskipti erlent 4.12.2009 11:29
Álverðið á markaðinum í London hækkar áfram Álverðið á markaðinum í London heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.144 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið stóð í 2.130 dollurum í gær og hafði þá ekki verið hærra á þessu ári. Viðskipti erlent 4.12.2009 10:14
Debenhams opnar verslun í Víetnam Breska verslunarkeðjan Debenhams mun opna verslun í Víetnam eftir tvær vikur, nánar tiltekið í Ho-Chi Minh höfuðborg landsins. Opnunin er liður í frekari alþjóðavæðingu Debenhams. Viðskipti erlent 4.12.2009 09:47
ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum. Viðskipti erlent 4.12.2009 09:23
Sex aðilar eiga 92 prósent breskra fjármálafyrirtækja Níu af hverjum tíu bönkum og fjármálafyrirtækjum í Bretlandi eru í eigu sömu sex aðilanna. Viðskipti erlent 4.12.2009 08:08
ECB uppfærir tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) með Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra í broddi fylkinga hefur uppfært tölur sínar um hagvöxt á evrusvæðinu. Nú býst ECB við því að hagvöxturinn muni nema 0,1-1,5% á næsta ári en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir að hagvöxturinn yrði neikvæður um 0,5-0,9%. Viðskipti erlent 3.12.2009 14:53