Viðskipti erlent

Sænsk kirkja tapaði 300 milljónum í kauphöllinni

Bein tengsl við almættið er greinilega engin trygging fyrir árangri í kauphallarviðskiptum. Það mátti söfnuðurinn við Karlstad kirkju í Svíþjóð upplifa eftir að kirkjusjóðurinn var notaður í hlutabréfaviðskiptum. Árangurinn var að sjóðurinn tapaði rúmlega 300 milljónum kr.

Viðskipti erlent

Gold og Sullivan keyptu 50% hlut í West Ham

Það voru viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan sem keyptu 50% hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham af Straumi. Fyrir hlutinn borguðu þeir rúmlega 50 milljónir punda og er liðið þar með verðmetið á 105 milljónir punda eða um 21.5 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Microsoft: Ekki nota Internet Explorer 6

Microsoft hefur gefið út aðvörun til viðskiptavina sinna og almennings um að nota ekki vafrann Internet Explorer 6. Jafnframt er hvatt til þess að allir sem séu með þennan vafra í notun uppfæri strax útgáfur sínar til nýjustu gerðar vafrans, Internet Explorer 8.

Viðskipti erlent

Vanskilaskuldir Dana tvöfaldast milli ára

Vanskilaskuldir Dana tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt vanskilaskrá (RKI) Danmerkur námu þessar skuldir 5,1 milljarði danskra kr. árið 2008 en stóðu í 10,5 milljörðum danskra kr., eða rúmlega 250 milljörðum kr., um síðustu áramót.

Viðskipti erlent

Þýska stjórnvöld vara við Internet Explorer

Þýsk stjórnvöld vara netnotendur við því að nota Internet Explorer til að vafra um á veraldarvefnum og ráðleggja fólki að finna sér annan vafra. Viðvörunin var send út eftir að Microsoft viðurkenndi að forritið væri veiki hlekkurinn í nýlegum árásum á Google leitarsíðuna í Kína.

Viðskipti erlent

Hækkun hugsanleg á árinu

Seðlabanki Evrópu ákvað í vikunni að stýrivöxtum yrði haldið í einu prósentustigi. Stýrivextir voru færðir niður í eitt prósent í maí í fyrra og hafa þeir aldrei verið lægri.

Viðskipti erlent

Undirbúa rannsókn á starfsemi írsku bankanna

Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að láta undan þrýstingi frá stjórnarandstöðunni sem hefur krafist þess að opinber rannsókn fari fram á starfsemi írsku bankanna í aðdraganda fjármálakreppunnar. Undirbúningur er hafin að rannsókninni.

Viðskipti erlent

Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur

Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans.

Viðskipti erlent

Náin kynni við svissneska frankann kosta sitt

Fjölmargir Danir líkt og Íslendingar eru með stóran hluta af erlendum lánum sínum í svissneskum frönkum. Vefsíðan börsen.dk fjallar um málið undir fyrirsögninni að kynni við svissneska frankann kosti nú skildinginn. Gengi frankans hefur styrkst um fleiri prósent gagnvart dönsku krónunni á síðustu dögum.

Viðskipti erlent

Enginn vill fyrirtæki Björgólfs

Enginn áhugi er fyrir því á meðal umsvifamestu farsímafyrirtækja Póllands að kaupa farsímafyrirtækið P4 yrði það boðið falt á árinu. Þetta kom fram í gær í fréttabréfi Wireless Federation, alþjóðlegum samtökum fyrirtækja í þráðlausum samskiptum.

Viðskipti erlent