Viðskipti erlent

Hætta á danskri bjórkreppu um helgina

Starfsmenn í stærstu brigðastöð Carlsberg bruggverksmiðjanna í Danmörku er í verkfalli að nýju eftir tvo daga að störfum. Sökum þess er hætta á að bjórþyrstir Danir í hluta af landinu fái ekki uppáhalds sopann sinn um helgina.

Viðskipti erlent

ECB heldur neyðarfund með evrópskum stórbönkum í dag

Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur boðað bankastjóra frá evrópskum stórbönkum til neyðarfundar síðdegis í dag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að stjórn ECB vilji fá mat bankastjórann á þeirri örvæntingu sem virðist hafa gripið um sig á helstu mörkuðum heimsins.

Viðskipti erlent

Takmarkaðir möguleikar á að fullvinna ál á Íslandi

Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn.

Viðskipti erlent

Svissnesk yfirvöld vilja forðast íslensk örlög

Sviss á eitt sameiginlegt með Íslandi fyrir hrun, bankakerfi sem er margföld landsframleiðsla landsins að stærð. Þetta veldur svissneskum yfirvöldum áhyggjum og leita þau nú leið til að brjóta upp stærstu banka landsins til að forðast íslensk örlög í framtíðinni.

Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu vegna stöðu Grikklands

Helstu vísitölur á hlutabréfamörkuðum féllu í gær. Ástæðan er sú að ekki hefur dregið úr áhyggjum manna af skuldastöðu ýmissa ríkja í Evrópu. Eftir lokun markaða í gær hafði evran ekki verið lægri í 13 mánuði gagnvart bandaríkjadal.

Viðskipti erlent

Hyundai ryður sér til rúms með látum

Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar.

Viðskipti erlent

Pláss fyrir fjórða matið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) á að skoða stofnun nýs matsfyrirtækis sem mun meta lánshæfi ríkja og fyrirtækja innan ESB. Þetta segir Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaða sambandsins. Hann fundaði með efnahags- og viðskiptanefnd ESB í gær og sagði Fitch, Moody‘s og Standard & Poor‘s hafa gert Grikkjum erfitt fyrir, að sögn Financial Times.

Viðskipti erlent

Kreppufræði á bók

Brjóta á upp risabanka og auka verulega eftirlit með ýmsum fjármálagjörningum. Þetta er mat bandaríska hagfræðiprófessorsins Nouriel Roubini.

Viðskipti erlent

FIH banka tókst að snúa miklu tapi í hagnað í ár

FIH bankinn danski skilaði uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung í dag. Samkvæmt því hefur hann snúið miklu tapi á sama ársfjórðung í fyrra í hagnað upp á 200 milljónir danskra kr. eða hátt í fimm miljarða kr. Tapið á sama tímabili í fyrra nam tæpum hálfum milljarði danskra kr.

Viðskipti erlent

Engar öskubætur til evrópskra flugfélaga

Samgöngumálaráðherrar ESB urðu sammála um það í dag að löndin innan sambandsins ættu ekki að reiða fram skaðabætur vegna öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli. Sem kunnugt er stöðvaði askan allt flug um norðanverða Evrópu dagana 15. til 21. apríl s.l.

Viðskipti erlent