Viðskipti erlent

Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér

Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina.

Viðskipti erlent

Gjaldmiðlaórói veldur uppsveiflu á gullverði

Mikil uppsveifla hefur verið á gullverðinu undanfarnar vikur og í gærkvöldi fór það upp í tæpa 1.430 dollara fyrir únsuna. Í morgun hafði það aðeins gefið eftir og stóð í 1.423 dollurum á únsuna. Órói á gjaldmiðlamörkuðum veldur þessari uppsveiflu en fjárfestar eru í auknum mæli að missa trúnna á pappírspeninga hvort sem það eru dollarar eða evrur.

Viðskipti erlent

Google opnar nýja bókaverslun

Google opnaði í dag nýja bókaverslun á netinu í samkeppni við Amazon og fleiri aðila á markaðnum. Nýja vefverslunin heitir Google Editions og eru um þrjár milljónir rafrænna bóka í boði í versluninni. Verslunin er jafnstór Amazon og iBookstore sem Apple fyrirtækið heldur úti. Sífellt fleiri lesa bækur á netinu með hjálp tölva, síma og margvíslegs annars refeindabúnaðar. Talið er að vinsældir slíks lesturs muni aukast enn frekar.

Viðskipti erlent

Wall Street íhugar að sniðganga skattahækkanir

Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin.

Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum.

Viðskipti erlent

Yfir 1.100 gjaldþrot í Bretlandi á hverjum degi

Yfir 1.100 fyrirtæki urðu gjaldþrota á hverjum virkum degi ársins í Bretlandi í fyrra. Samtals urðu 279.000 fyrirtæki gjaldþrota á árinu og er þetta mesti fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum síðan breska hagstofan fór að taka saman tölur um gjaldþrot fyrir áratug síðan.

Viðskipti erlent

Sala Hyundai jókst um 45 prósent

Allir helstu bílaframleiðendur, að Toyota undanskildum, hafa greint frá mikilli söluaukningu nýrra bíla í nýliðnum mánuði. Þróunin er sögð til marks um hægan bata bílaiðnaðarins vestra.

Viðskipti erlent

Spænsk stjórnvöld ætla að selja hlut í El Gordo

Spænskum stjórnvöldum er umhugað um að sanna fyrir fjármálamörkuðum að landið sé ekki í sömu stöðu og Írland. Meðal annars eru þau tilbúin til að selja allt að 30% af eignarhlutum sínum í ríkisreknum lottóum, þar á meðal El Gordo, eða Sá Feiti, sem er stærsta lottó í heimi.

Viðskipti erlent

Hunter skoðar tilboð

Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda.

Viðskipti erlent

Kevin Stanford þarf að greiða 450 milljónir vegna Ghost

Tískukóngurinn Kevin Stanford neyðist til að nota 2,5 milljónir punda, eða um 450 milljónir kr., af persónulegum auðæfum sínum til að borga fyrir helming af láni frá VBS. Lánið var notað til að koma á fót tískuverslununum Ghost á laggirnir fyrir nokkrum árum en Ghost varð síðar gjaldþrota.

Viðskipti erlent

Bretar, Svíar og Danir lána Írum beint

Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Viðskipti erlent

ESB segir að ekki standi til að lána Portúgal

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur blásið á sögur þess efnis að Portúgalar séu næsti í röðinni til þess að þyggja fjárhagsaðstoð frá sambandinu. Ríkisstjórn Portúgals hefur tekið í svipaðan streng og sagt sögurnar uppspuna. Portúgalir samþykktu fjárlög sín fyrir árið 2011 þar sem tekið verður á skuldavandanum. Írar hafa farið fram á aðstoð frá ESB vegna skuldavanda og telja margir að Portúgalir séu síst betur staddir.

Viðskipti erlent