Viðskipti erlent Olíuverð snarhækkar í Asíu Átökin í Líbíu hafa leitt til þess að olíuverð fer snarhækkandi í Asíu. Þannig kostar tunnan af olíu núna 100 dollara í Asíu. Viðskipti erlent 28.2.2011 08:50 Skilanefndir gætu fengið 9 milljarða frá All Saints Breska tískuverslunarkeðjan All Saints er til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 140 milljónir punda. Skilanefndir Kaupþing og Glitnis gætu fengið um 9 milljarða kr. út úr sölunni á All Saints. Viðskipti erlent 28.2.2011 08:48 Warren Buffett klæjar í gikkfingurinn Ofurfjárfestirinn Warren Buffet segir í bréfi til hluthafa Berkshire Hatahaway að til staðar séu 38 milljarðar dollara eða um 4.400 milljarða kr. í lausu fé í félaginu. Því sé hann að íhuga eignakaup og fjárfestingar í stórum stíl. „Við erum búnir að endurhlaða fílabyssuna og mig klæjar í gikkfingurinn,“ segir Buffet í bréfinu. Viðskipti erlent 28.2.2011 08:25 Iceland Foods í útrás til Austur Evrópu Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í samningaviðræðum við samstarfsaðila í Austur Evrópu. Walker hyggst koma á fót Iceland verslunum í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi. Viðskipti erlent 25.2.2011 11:15 FT: Hagnaður Iceland Foods 35 milljarðar í fyrra Samkvæmt frétt á vefsíðu Financial Times er reiknað með að verslunarkeðjan Iceland Foods hafi hagnast um 190 milljónir punda eða rúmlega 35 milljarða kr. í fyrra. Sem kunnugt er af fréttum heldur skilanefnd Landsbankans á 66% hlut í Iceland og Glitnir á 10%. Viðskipti erlent 25.2.2011 08:21 Vilja koma á fót risavaxinni járnnámu á Grænlandi Breska námufélagið London Mining vill koma á fót risastórri járnnámu á Grænlandi um 150 kílómetra norðaustur af höfuðstaðnum Nuuk. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:44 Frétt í Financial Times róaði olíumarkaðinn Heimsmarkaðsverð á olíu náði upp undir 120 dollara á tunnuna um tíma í gærdag. Þá birti Financial Times frétt á vef sínum um að Saudi Arabar væru nú í viðræðum við olíukaupendur í Evrópu um að auka framleiðslu sína þannig að framboðið yrði eins og það var áður en mótmælin hófust í Túnis og Líbýu. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:37 Danir minnka öldrykkju sína um þriðjung Danir hafa dregið verulega úr öldrykkju sinni á síðustu tíu árum. Öldrykkjan hefur minnkað um þriðjung á þessu tímabili. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:12 Líbýa gæti aukið olíuhagnað Norðmanna um 2.000 milljarða Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs gerir það að verkum að Norðmenn sjá fram á um 2.000 milljarða króna hagnað af olíusölu sinni í ár umfram fyrirliggjandi áætlanir. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:04 Toyota innkallar rúmar 2 milljónir bíla Toyotaverksmiðjurnar tilkynntu í dag að þeir myndu innkalla 2,1 milljón bifreiða af Toyota og Lexusgerð vegna vandræða sem tengjast bensíninngjöfum. Verksmiðjurnar innkölluðu hundruðþúsunda bifreiða í fyrra af söum ástæu. Fram kemur á vef USA Today að svo virðist vera sem bensíninngjöf á bifreiðunum geti festst í gólfmottum bifreiðanna. Viðskipti erlent 24.2.2011 15:24 Lögreglan rannsakar gullmiðlun í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur hafið rannsókn á alþjóðlegu gullmiðluninni Postal Gold. Viðskipti erlent 24.2.2011 07:56 Ekkert lát á olíuverðshækkunum Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Verðið á Brent olíunni er komið yfir 110 dollara á tunnuna. Nú er talið að um helmingur af olíuframleiðslu Líbýu liggi niðri. Viðskipti erlent 24.2.2011 07:46 Olíuverð í krónum talið ekki hærra í tvo áratugi Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Viðskipti erlent 23.2.2011 12:21 Danir eiga 16.500 milljarða á bankareikningum Danskur almenningur á nú innistæður upp á 773 milljarða danskra kr. eða rúmlega 16.500 milljarða kr. inni á bankareikningum í bönkum landsins. Viðskipti erlent 23.2.2011 11:11 Sex forstjórar Mærsk með yfir 2 milljarða í laun og bónusa Sex æðstu forstjórar danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk fengu samtals 100 milljónir danskra kr. eða vel yfir 2 milljarða króna í laun og bónusa á síðasta ári. Viðskipti erlent 23.2.2011 10:21 Miklar verðhækkanir á kaffi framundan Miklar verðhækkanir á kaffi eru framundan þrátt fyrir að verð á kaffi sé nú það hæsta undanfarin 30 ár. Viðskipti erlent 23.2.2011 10:01 Mærsk hagnaðist um rúma 600 milljarða í fyrra Hagnaður danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk í fyrra sló öll met. Hagnaðurinn eftir skatta nam 28,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 600 milljörðum kr. Fyrra hagnaðarmet hjá Mærsk var sett árið 2004 þegar hagnaðurinn nam 24,4 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 23.2.2011 08:32 Stofnandi IKEA reið ekki feitum hesti frá Kaupþingsviðskiptum Ingvar Kamprad stofnandi IKEA og auðugasti íbúi Sviss reið ekki feitum hesti frá kaupum Álandsbankans á starfsemi Kaupþings í Svíþjóð. Viðskipti erlent 23.2.2011 07:03 Olíuverðið ekki hærra í þrjátíu mánuði Hlutabréf féllu í verði um allan heim í dag og óöldin í Líbíu varð til þess að hækka verð á hráolíu í hæstu hæðir. Það hefur ekki veið hærra í 30 mánuði. Fjárfestar óttast nú að óróinn í miðausturlöndum breiðist til annara olíuframleiðsluríkja og að hann geti haft áhrif á hagvöxt um heim allan. Viðskipti erlent 22.2.2011 17:20 FT: 2000 milljarða dollara stormur skellur á jörðina Financial Times kallar fyrirbærið 2000 milljarða dollara storminn. Þessi stormur skellur að öllum líkindum á jörðinna árið 2013 og gæti truflað fjarskipti og raftæki svo mánuðum skiptir. Viðskipti erlent 22.2.2011 07:48 Ekkert lát á verðhækkunum á olíu Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 107 dollara en hún fór yfir 108 dollara um tíma í gærdag. Hefur heimsmarkaðsverð á olíu nú ekki verið hærra undanfarin tvö og hálft ár. Viðskipti erlent 22.2.2011 07:32 Vancouver heldur stöðu sinni sem lífvænlegast borg heimsins Kanadíska borgin Vancouver heldur stöðu sinni sem lífvænlegasta borg heimsins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt hjá rannsóknardeild breska tímaritsins The Economist. Viðskipti erlent 22.2.2011 07:22 Heimsmarkaðsverð á olíu komið yfir 104 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 2 dollara á tunnuna í morgun vegna ástandsins í Líbýu. Verðið er komið í rúma 104 dollara á tunnuna fyrir Brent olíuna. Viðskipti erlent 21.2.2011 10:14 Daewo staðfestir að Mærsk hafi pantað 10 risaflutningaskip Skipasmíðastöðin Daewo í Suður Kóreu hefur nú staðfest að danska skipafélagið Mærsk Line hefur pantað 10 risavaxin flutningaskip hjá stöðinni. Viðskipti erlent 21.2.2011 09:26 Danskir bankastjórar í raun ósnertanlegir Rannsókn sem Jyllands Posten hefur gert á dönsku bönkunum leiðir í ljós að bankastjórar þeirra eru í raun ósnertanlegir. Viðskipti erlent 21.2.2011 07:31 Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 19.2.2011 09:11 Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Viðskipti erlent 18.2.2011 14:52 Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB. Viðskipti erlent 18.2.2011 10:11 Álverðið yfir 2.500 dollurum frá mánaðarmótum Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist yfir 2.500 dollurum á tonnið frá síðustu mánaðarmótum. Raunar fór það hæst í tæpa 2.560 dollara í síðustu viku. Í dag stendur verðið í 2.505 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 18.2.2011 09:10 Frakkar leggja hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi. Viðskipti erlent 18.2.2011 08:44 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 334 ›
Olíuverð snarhækkar í Asíu Átökin í Líbíu hafa leitt til þess að olíuverð fer snarhækkandi í Asíu. Þannig kostar tunnan af olíu núna 100 dollara í Asíu. Viðskipti erlent 28.2.2011 08:50
Skilanefndir gætu fengið 9 milljarða frá All Saints Breska tískuverslunarkeðjan All Saints er til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 140 milljónir punda. Skilanefndir Kaupþing og Glitnis gætu fengið um 9 milljarða kr. út úr sölunni á All Saints. Viðskipti erlent 28.2.2011 08:48
Warren Buffett klæjar í gikkfingurinn Ofurfjárfestirinn Warren Buffet segir í bréfi til hluthafa Berkshire Hatahaway að til staðar séu 38 milljarðar dollara eða um 4.400 milljarða kr. í lausu fé í félaginu. Því sé hann að íhuga eignakaup og fjárfestingar í stórum stíl. „Við erum búnir að endurhlaða fílabyssuna og mig klæjar í gikkfingurinn,“ segir Buffet í bréfinu. Viðskipti erlent 28.2.2011 08:25
Iceland Foods í útrás til Austur Evrópu Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í samningaviðræðum við samstarfsaðila í Austur Evrópu. Walker hyggst koma á fót Iceland verslunum í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi. Viðskipti erlent 25.2.2011 11:15
FT: Hagnaður Iceland Foods 35 milljarðar í fyrra Samkvæmt frétt á vefsíðu Financial Times er reiknað með að verslunarkeðjan Iceland Foods hafi hagnast um 190 milljónir punda eða rúmlega 35 milljarða kr. í fyrra. Sem kunnugt er af fréttum heldur skilanefnd Landsbankans á 66% hlut í Iceland og Glitnir á 10%. Viðskipti erlent 25.2.2011 08:21
Vilja koma á fót risavaxinni járnnámu á Grænlandi Breska námufélagið London Mining vill koma á fót risastórri járnnámu á Grænlandi um 150 kílómetra norðaustur af höfuðstaðnum Nuuk. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:44
Frétt í Financial Times róaði olíumarkaðinn Heimsmarkaðsverð á olíu náði upp undir 120 dollara á tunnuna um tíma í gærdag. Þá birti Financial Times frétt á vef sínum um að Saudi Arabar væru nú í viðræðum við olíukaupendur í Evrópu um að auka framleiðslu sína þannig að framboðið yrði eins og það var áður en mótmælin hófust í Túnis og Líbýu. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:37
Danir minnka öldrykkju sína um þriðjung Danir hafa dregið verulega úr öldrykkju sinni á síðustu tíu árum. Öldrykkjan hefur minnkað um þriðjung á þessu tímabili. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:12
Líbýa gæti aukið olíuhagnað Norðmanna um 2.000 milljarða Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs gerir það að verkum að Norðmenn sjá fram á um 2.000 milljarða króna hagnað af olíusölu sinni í ár umfram fyrirliggjandi áætlanir. Viðskipti erlent 25.2.2011 07:04
Toyota innkallar rúmar 2 milljónir bíla Toyotaverksmiðjurnar tilkynntu í dag að þeir myndu innkalla 2,1 milljón bifreiða af Toyota og Lexusgerð vegna vandræða sem tengjast bensíninngjöfum. Verksmiðjurnar innkölluðu hundruðþúsunda bifreiða í fyrra af söum ástæu. Fram kemur á vef USA Today að svo virðist vera sem bensíninngjöf á bifreiðunum geti festst í gólfmottum bifreiðanna. Viðskipti erlent 24.2.2011 15:24
Lögreglan rannsakar gullmiðlun í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur hafið rannsókn á alþjóðlegu gullmiðluninni Postal Gold. Viðskipti erlent 24.2.2011 07:56
Ekkert lát á olíuverðshækkunum Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Verðið á Brent olíunni er komið yfir 110 dollara á tunnuna. Nú er talið að um helmingur af olíuframleiðslu Líbýu liggi niðri. Viðskipti erlent 24.2.2011 07:46
Olíuverð í krónum talið ekki hærra í tvo áratugi Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Viðskipti erlent 23.2.2011 12:21
Danir eiga 16.500 milljarða á bankareikningum Danskur almenningur á nú innistæður upp á 773 milljarða danskra kr. eða rúmlega 16.500 milljarða kr. inni á bankareikningum í bönkum landsins. Viðskipti erlent 23.2.2011 11:11
Sex forstjórar Mærsk með yfir 2 milljarða í laun og bónusa Sex æðstu forstjórar danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk fengu samtals 100 milljónir danskra kr. eða vel yfir 2 milljarða króna í laun og bónusa á síðasta ári. Viðskipti erlent 23.2.2011 10:21
Miklar verðhækkanir á kaffi framundan Miklar verðhækkanir á kaffi eru framundan þrátt fyrir að verð á kaffi sé nú það hæsta undanfarin 30 ár. Viðskipti erlent 23.2.2011 10:01
Mærsk hagnaðist um rúma 600 milljarða í fyrra Hagnaður danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk í fyrra sló öll met. Hagnaðurinn eftir skatta nam 28,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 600 milljörðum kr. Fyrra hagnaðarmet hjá Mærsk var sett árið 2004 þegar hagnaðurinn nam 24,4 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 23.2.2011 08:32
Stofnandi IKEA reið ekki feitum hesti frá Kaupþingsviðskiptum Ingvar Kamprad stofnandi IKEA og auðugasti íbúi Sviss reið ekki feitum hesti frá kaupum Álandsbankans á starfsemi Kaupþings í Svíþjóð. Viðskipti erlent 23.2.2011 07:03
Olíuverðið ekki hærra í þrjátíu mánuði Hlutabréf féllu í verði um allan heim í dag og óöldin í Líbíu varð til þess að hækka verð á hráolíu í hæstu hæðir. Það hefur ekki veið hærra í 30 mánuði. Fjárfestar óttast nú að óróinn í miðausturlöndum breiðist til annara olíuframleiðsluríkja og að hann geti haft áhrif á hagvöxt um heim allan. Viðskipti erlent 22.2.2011 17:20
FT: 2000 milljarða dollara stormur skellur á jörðina Financial Times kallar fyrirbærið 2000 milljarða dollara storminn. Þessi stormur skellur að öllum líkindum á jörðinna árið 2013 og gæti truflað fjarskipti og raftæki svo mánuðum skiptir. Viðskipti erlent 22.2.2011 07:48
Ekkert lát á verðhækkunum á olíu Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 107 dollara en hún fór yfir 108 dollara um tíma í gærdag. Hefur heimsmarkaðsverð á olíu nú ekki verið hærra undanfarin tvö og hálft ár. Viðskipti erlent 22.2.2011 07:32
Vancouver heldur stöðu sinni sem lífvænlegast borg heimsins Kanadíska borgin Vancouver heldur stöðu sinni sem lífvænlegasta borg heimsins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt hjá rannsóknardeild breska tímaritsins The Economist. Viðskipti erlent 22.2.2011 07:22
Heimsmarkaðsverð á olíu komið yfir 104 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 2 dollara á tunnuna í morgun vegna ástandsins í Líbýu. Verðið er komið í rúma 104 dollara á tunnuna fyrir Brent olíuna. Viðskipti erlent 21.2.2011 10:14
Daewo staðfestir að Mærsk hafi pantað 10 risaflutningaskip Skipasmíðastöðin Daewo í Suður Kóreu hefur nú staðfest að danska skipafélagið Mærsk Line hefur pantað 10 risavaxin flutningaskip hjá stöðinni. Viðskipti erlent 21.2.2011 09:26
Danskir bankastjórar í raun ósnertanlegir Rannsókn sem Jyllands Posten hefur gert á dönsku bönkunum leiðir í ljós að bankastjórar þeirra eru í raun ósnertanlegir. Viðskipti erlent 21.2.2011 07:31
Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 19.2.2011 09:11
Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Viðskipti erlent 18.2.2011 14:52
Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB. Viðskipti erlent 18.2.2011 10:11
Álverðið yfir 2.500 dollurum frá mánaðarmótum Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist yfir 2.500 dollurum á tonnið frá síðustu mánaðarmótum. Raunar fór það hæst í tæpa 2.560 dollara í síðustu viku. Í dag stendur verðið í 2.505 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 18.2.2011 09:10
Frakkar leggja hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi. Viðskipti erlent 18.2.2011 08:44