Viðskipti erlent

Airbus fær risasamning

Airbus flugvélaverksmiðjurnar hafa fengið risavaxna pöntun frá International Lease Finance sem er stærsta kaupleigufyrirtæki heimsins í flugvélageiranum.

Viðskipti erlent

Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz

Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið.

Viðskipti erlent

Íslendingar fá hálfan milljarð í arð frá Unibrew

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, ætla að greiða hluthöfum sínum 250 milljónir danskra kr., eða rúmlega 5 milljarða kr., í arð eftir árið í fyrra. Þetta þýðir að þeir íslensku aðilar sem enn eiga hluti í Royal Unibrew munu fá rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut.

Viðskipti erlent

Subway hafa tekið fram úr Mc'Donalds

Subway veitingahúsakeðjan er orðin sú stærsta í heiminum og tekur því fram úr McDonald's sem hefur verið sú stærsta undanfarin ár. Subway rekur nú yfir þúsund fleiri staði en McDonald's um allan heim.

Viðskipti erlent

Skortstöður gegn dollaranum slá met

Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara.

Viðskipti erlent

Magma Energy sameinast Plutonic Power

Magma Energy, sem m.a. á HS Orku, hefur sameinast orkufyrirtækinu Plutonic Power Corp. Hið nýja félag mun heita Alterra Power Corp. og mun hlutafé hins nýja félags nema um 575 milljónum dollara eða um 66 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Taprekstur West Ham eykst milli ára

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði 20,6 milljónum punda, eða 3,8 milljörðum kr. á síðasta reikningsári sínu sem lauk 31. maí s.l. Brottrekstur Gianfranco Zola og ráðning Avram Grant í stöðu knattspyrnustjóra West Ham bætti 3,4 miljónum punda við tapið á árinu.

Viðskipti erlent

Charlie Sheen selur kókómjólk á Twitter

Charlie Sheen hefur sett leikferil sinn á hilluna í bili og einbeitir sér að viðskiptum í augnablikinu. Sheen hefur tekið að sér að selja Broquiere kókómjólk á Twitter síðu sinni. Kókómjólkin hefur rokselst eftir að Sheen fór að mæla með henni.

Viðskipti erlent

Olíuverðið á hraðleið í 120 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og stefnir nú hraðbyri í 120 dollara á tunnuna. Verðið fyrir Brent olíuna hækkaði um 1% í morgun og stendur í 117,3 dollurum. Verðið fyrir bandarísku léttolíuna hækkaði um 1,9% og stendur í 106,4 dollurum.

Viðskipti erlent

King harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín

Mervyn King, seðlabankastjóri í Bretlandi, þarf nú að sæta harðri gagnrýni frá virtum hagfræðingum eftir viðvaranir sínar vegna breska bankakerfisins. King sagðist óttast að önnur fjármálakreppa væri framundan ef ekki yrðu gerðar breytingar á bankakerfinu.

Viðskipti erlent

Olíumálaráðherra Noregs skipt út

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Riis-Johansen, lét af embætti í dag. Eftirmaður hans er Ola Borten Moe, 34 ára gamall þingmaður frá Þrándheimi, sem norskir fjölmiðlar kalla krónprins Miðflokksins. Vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum að undanförnu um að olíu- og orkumálaráðherranum kynni að verða skipt út. Það kom því ekki alveg á óvart þegar tilkynnt var um ráðherraskiptin í dag.

Viðskipti erlent

Evran styrkist gagnvart dollaranum

Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði.

Viðskipti erlent

Gullæði ríkir í Danmörku

Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku.

Viðskipti erlent

Exxon Mobil leitar olíu við Færeyjar

Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, hefur ákveðið að hefja olíuleit undan ströndum Færeyja. Bandaríski olíurisinn hefur í því skyni samið við Statoil um að kaupa helmingshlut í þremur leitarleyfum, sem norska olíufélagið hefur fengið úthlutað í færeyska landgrunninu.

Viðskipti erlent

Horfur batna innan Evrópusambandsins

Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra.

Viðskipti erlent

Skuldug félög Sigurðar Bollasonar

Þrjú einkahlutafélög Sigurðar Bollasonar fjárfestis töpuðu 1,4 milljörðum króna árið 2009, samkvæmt nýbirtum ársreikningum. Félögin fengu um tíu milljarða lán hjá viðskiptabönkum í júlí og ágúst 2008 til kaupa á hlutabréfum í Existu, Glitni og Landsbankanum.

Viðskipti erlent

Stýrivextir víða orðnir hærri en á Íslandi

Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi eru til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum.

Viðskipti erlent

Ný iPad-tölva handan við hornið

Bandaríski tæknirisinn Apple sviptir í dag hulunni af næstu kynslóð iPad-spjaldtölvunnar. Fyrsta kynslóð tölvunnar kom á markað í apríl í fyrra. Beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari nýjustu spjaldtölvu og mikið spekúlerað í því hvað hún muni bera og innhalda.

Viðskipti erlent

Gullverðið komið í sögulegt hámark

Heimsmarkaðsverð á gulli í framvirkum samningum fram í apríl fór í rúma 1.431 dollar á únsuna undir lok markaða í gærdag. Hefur verðið aldrei verið hærra í sögunni. Gullið hækkaði um 21,30 dollara yfir daginn í gær.

Viðskipti erlent

ERT er valdamesti viðskiptaklúbbur Evrópu

Valdamesti viðskiptaklúbbur Evrópu ber nafnið European Round Table of Industrialists (ERT). Klúbburinn samanstendur af 45 af háttsettustu forstjórum á sviði iðnaðar og framleiðslu í Vestur Evrópu og þegar hann tjáir sig er hlustað á það með athygli af helstu stjórnendum ESB.

Viðskipti erlent

Kaupþing ætlar að selja Karen Millen

Skilanefnd/slitastjórn Kaupþings ætlar sér að skilja tískuverslanakeðjuna Karen Millen frá Aurora Fashions og selja hana sér. Þetta kemur fram í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Karen Millen er sá hluti Aurora sem skilað hefur hvað mestum hagnaði innan samsteypunnar sem telur einnig Coast, Oasis og Warehouse.

Viðskipti erlent