Viðskipti erlent Boeing 787 Dreamliner tilbúin Japanska flugfélagið ANA fær afhent fyrsta eintakið af Boeing 787 Dreamliner þann 25. September næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þrjú ár eru síðan flugfélagið pantaði vélina auk 54 annarra eintaka af sömu gerð. Viðskipti erlent 27.8.2011 06:00 Ungur hakkari fær starf hjá Apple Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple. Viðskipti erlent 26.8.2011 23:41 Lítið um bombur hjá Bernanke Þeir sem búist höfðu við því að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi tilkynna um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum í ræðu sinni í dag urðu fyrir vonbrigðum. Í ræðunni sagði hann að seðlabankinn myndi beita sínum tækjum á viðeigandi máta eins og hann orðaði það til þess að örva hagkerfið. Hann fór hinsvegar ekkert út í smáatriði hvað það varðar en margir höfðu búist við því að tilkynnt yrði um stórfelld kaup á skuldabréfum eða þessháttar aðgerðir. Viðskipti erlent 26.8.2011 14:38 Les um klámstjörnu og bíður þess að Bernanke ljúki sér af Það þorir enginn að hreyfa sig á mörkuðum fyrr en Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur lokið við ávarp sitt sem áformað er að hann muni flytja í dag. Þetta á ekki aðeins við um markaði í Bandaríkjunum heldur í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndunum er töluverður slaki. Viðskipti erlent 26.8.2011 11:46 Sendu 300 verkamenn heim vegna veikinda Fataverksmiðja H&M í Kambódíu varð að senda um 300 verkamenn heim tvisvar sinnum í vikunni vegna veikinda. Á þriðjudaginn voru 86 verkamenn sendir heim og í gær voru svo 198 sendir heim. Viðskipti erlent 26.8.2011 11:11 Co-operative Group hefur áhuga á Iceland Breska kaupfélagið Co-operative Group íhugar að kaupa hlut í Iceland verslunarkeðjunni. Co-operative Group er risastórt félag á Bretlandi. Það starfar meðal annars á matvælamarkaði, í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu. Viðskipti erlent 26.8.2011 10:05 Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. Viðskipti erlent 26.8.2011 10:00 JP Morgan braut viðskiptabann Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir. Viðskipti erlent 26.8.2011 09:46 Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins. Viðskipti erlent 26.8.2011 08:30 Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn. Viðskipti erlent 25.8.2011 13:53 Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. Viðskipti erlent 25.8.2011 12:10 Glencore hagnast um 280 milljarða Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:53 Google sektað um 57 milljarða í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google leitarvélina um 500 milljónir dollara eða um 57 milljarða kr. fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:20 Ævintýralegur ferill Steve Jobs Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Viðskipti erlent 25.8.2011 07:37 Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:56 Krafa Finna setur neyðaraðstoð til Grikkja í uppnám Krafa Finna um að fá veð frá Grikkjum fyrir sínum hluta af nýjustu neyðaraðstoð Evrópusambandsins til Grikklands hefur sett málið í uppnám. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:47 Steve Jobs lætur af störfum sem forstjóri Apple Forstjóti Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í hans stað kemur Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple. Viðskipti erlent 24.8.2011 23:17 Gullbólan að springa, verðið hrapar Heimsmarkaðsverð á gulli er í frjálsu falli þessa stundina. Verðið er komið niður fyrir 1.770 dollara fyrir únsuna og hefur því lækkað um tæpa 100 dollara eða nær 5% frá í gærdag. Viðskipti erlent 24.8.2011 14:59 Fundu risavaxna gullæð í Þýskalandi Fundist hefur risavaxin gullæð í héraðinu Lausitz sem áður tilheyrði Austur-Þýskalandi. Talið er að verðmæti gullsins sé um 9 milljarðar punda eða tæplega 1.700 milljarðar kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:53 Verð á gulli lækkar talsvert Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:23 Hættulegt efni í mörgum þekktum fatamerkjum Hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:37 Eigendur danskra banka tapa 3.000 milljörðum Gengistap hluthafa í fimm stærstu bönkum Danmerkur frá áramótum nemur um 140 milljörðum danskra kr. eða ríflega 3.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:08 Moody´s lækkar lánshæfismat Japans Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Japans um eitt stig eða úr Aa2 og niður í Aa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Samhliða þessu lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan. Viðskipti erlent 24.8.2011 08:12 Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Viðskipti erlent 23.8.2011 12:16 Olíuverð hækkar að nýju Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz. Viðskipti erlent 23.8.2011 11:08 Hagvöxtur eykst í Noregi Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:06 Svindlað á Dönum í gullkaupum Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:02 Nýr iPad á markað næsta sumar Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:28 Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:24 Uppsveiflan á mörkuðum heldur áfram Uppsveiflan heldur áfram á mörkuðum í dag og eru flestar tölur grænar í kauphöllum Evrópu. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:02 « ‹ 213 214 215 216 217 218 219 220 221 … 334 ›
Boeing 787 Dreamliner tilbúin Japanska flugfélagið ANA fær afhent fyrsta eintakið af Boeing 787 Dreamliner þann 25. September næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þrjú ár eru síðan flugfélagið pantaði vélina auk 54 annarra eintaka af sömu gerð. Viðskipti erlent 27.8.2011 06:00
Ungur hakkari fær starf hjá Apple Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple. Viðskipti erlent 26.8.2011 23:41
Lítið um bombur hjá Bernanke Þeir sem búist höfðu við því að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi tilkynna um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum í ræðu sinni í dag urðu fyrir vonbrigðum. Í ræðunni sagði hann að seðlabankinn myndi beita sínum tækjum á viðeigandi máta eins og hann orðaði það til þess að örva hagkerfið. Hann fór hinsvegar ekkert út í smáatriði hvað það varðar en margir höfðu búist við því að tilkynnt yrði um stórfelld kaup á skuldabréfum eða þessháttar aðgerðir. Viðskipti erlent 26.8.2011 14:38
Les um klámstjörnu og bíður þess að Bernanke ljúki sér af Það þorir enginn að hreyfa sig á mörkuðum fyrr en Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur lokið við ávarp sitt sem áformað er að hann muni flytja í dag. Þetta á ekki aðeins við um markaði í Bandaríkjunum heldur í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndunum er töluverður slaki. Viðskipti erlent 26.8.2011 11:46
Sendu 300 verkamenn heim vegna veikinda Fataverksmiðja H&M í Kambódíu varð að senda um 300 verkamenn heim tvisvar sinnum í vikunni vegna veikinda. Á þriðjudaginn voru 86 verkamenn sendir heim og í gær voru svo 198 sendir heim. Viðskipti erlent 26.8.2011 11:11
Co-operative Group hefur áhuga á Iceland Breska kaupfélagið Co-operative Group íhugar að kaupa hlut í Iceland verslunarkeðjunni. Co-operative Group er risastórt félag á Bretlandi. Það starfar meðal annars á matvælamarkaði, í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu. Viðskipti erlent 26.8.2011 10:05
Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. Viðskipti erlent 26.8.2011 10:00
JP Morgan braut viðskiptabann Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir. Viðskipti erlent 26.8.2011 09:46
Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins. Viðskipti erlent 26.8.2011 08:30
Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn. Viðskipti erlent 25.8.2011 13:53
Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. Viðskipti erlent 25.8.2011 12:10
Glencore hagnast um 280 milljarða Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:53
Google sektað um 57 milljarða í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google leitarvélina um 500 milljónir dollara eða um 57 milljarða kr. fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:20
Ævintýralegur ferill Steve Jobs Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Viðskipti erlent 25.8.2011 07:37
Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:56
Krafa Finna setur neyðaraðstoð til Grikkja í uppnám Krafa Finna um að fá veð frá Grikkjum fyrir sínum hluta af nýjustu neyðaraðstoð Evrópusambandsins til Grikklands hefur sett málið í uppnám. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:47
Steve Jobs lætur af störfum sem forstjóri Apple Forstjóti Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í hans stað kemur Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple. Viðskipti erlent 24.8.2011 23:17
Gullbólan að springa, verðið hrapar Heimsmarkaðsverð á gulli er í frjálsu falli þessa stundina. Verðið er komið niður fyrir 1.770 dollara fyrir únsuna og hefur því lækkað um tæpa 100 dollara eða nær 5% frá í gærdag. Viðskipti erlent 24.8.2011 14:59
Fundu risavaxna gullæð í Þýskalandi Fundist hefur risavaxin gullæð í héraðinu Lausitz sem áður tilheyrði Austur-Þýskalandi. Talið er að verðmæti gullsins sé um 9 milljarðar punda eða tæplega 1.700 milljarðar kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:53
Verð á gulli lækkar talsvert Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:23
Hættulegt efni í mörgum þekktum fatamerkjum Hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:37
Eigendur danskra banka tapa 3.000 milljörðum Gengistap hluthafa í fimm stærstu bönkum Danmerkur frá áramótum nemur um 140 milljörðum danskra kr. eða ríflega 3.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:08
Moody´s lækkar lánshæfismat Japans Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Japans um eitt stig eða úr Aa2 og niður í Aa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Samhliða þessu lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan. Viðskipti erlent 24.8.2011 08:12
Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Viðskipti erlent 23.8.2011 12:16
Olíuverð hækkar að nýju Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz. Viðskipti erlent 23.8.2011 11:08
Hagvöxtur eykst í Noregi Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:06
Svindlað á Dönum í gullkaupum Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:02
Nýr iPad á markað næsta sumar Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:28
Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:24
Uppsveiflan á mörkuðum heldur áfram Uppsveiflan heldur áfram á mörkuðum í dag og eru flestar tölur grænar í kauphöllum Evrópu. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:02