Viðskipti erlent

Papademos nýr forsætisráðherra Grikklands

Grikkinn Lucas Papademos, fyrrverandi varabankastjóri Seðlabanka Evrópu, var í dag skipaður forsætisráðherra Grikkja, samkvæmt frétt BBC. Mynduð hefur verið ný samsteypustjórn þriggja flokka í Grikklandi til að fást við þá skelfilegu stöðu sem komin er upp í efnahagslífi landsins.

Viðskipti erlent

Tóku skortstöðu gegn viðskiptavinunum

Carl Levin, öldungardeildarþingmaður bandaríkjaþings, spurði Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs spjörunum úr í bandaríska þinginu um afleiður og tryggingar, fyrr á þessu ári. "Þið voruð að taka skortstöðu gegn viðskiptavinum ykkar,“ sagði Levin og gekk á Blankfein. Þessi starfsemi Goldman Sachs er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hvað sagði Jobs við Zuckerberg?

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum.

Viðskipti erlent

Hrun á hlutabréfamörkuðum

Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan um tæplega fjögur prósent og S&P 500 vísitalan um 3,8% prósent. Erlendir fjölmiðlar tala margir hverjir um hrun fremur en lækkun.

Viðskipti erlent

Adobe segir skilið við Flash

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hætta þróun á Flash margmiðlunarhugbúnaðinum fyrir snjallsíma. Flash er þungamiðja fjölmiðlunar í stýrikerfum margra snjallsíma, þar á meðal í Android og BlackBerry.

Viðskipti erlent

Áhyggjur vegna vanda Ítalíu magnast

Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum.

Viðskipti erlent

Lækkanir á mörkuðum

Miklar lækkanir hafa verið í dag á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar vísitölur hafa lækkað um á bilinu 1,5% til 2,5%. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lokar ekki fyrr en í kvöld og því ekki hægt að útiloka að hann rétti úr kútnum.

Viðskipti erlent

Papandreou á fund forseta

Svo virðist sem ný ríkisstjórn verði kynnt í Grikklandi síðar í dag en George Papandreou, forsætisráðherra, mun ganga á fund forseta landsins, Carolos Papoulias, klukkan 15, samkvæmt frásögnum erlendra fjölmiðla. Papandreou mun á fundinum afhenda afsagnarbréf sitt, samkvæmt fréttum erlendra miðla.

Viðskipti erlent

Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar

Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.

Viðskipti erlent

Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum

Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook.

Viðskipti erlent

Markaðir lokuðu grænir

Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum lokuðu með grænum tölum, hækkunum upp á 1 til 1,5 prósent. Hér á Íslandi lækkaði gengi bréfa í Icelandair um 1,09% og stendur gengið nú í 5,42% en bréf í Marel hækkuðu um 0,41% og stendur gengi bréfanna nú í 121,5.

Viðskipti erlent

Credit Suisse undir eftirliti bandarískra yfirvalda

Bandarísk yfirvöld eru enn að berjast gegn því að svissneskir bankar aðstoði ríka Bandaríkjamenn við að skjóta peningum undan skatti. Nú síðast hefur svissneski risabankinn Credit Suisse sent viðskiptavinum sínum bréf og tilkynnt um að bankinn þurfi að gefa yfirvöldum nákvæmar upplýsingar um reikningsupphæðir og fleira.

Viðskipti erlent

Berlusconi berst fyrir pólitísku lífi sínu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en aðgerðir ríkisstjórnar hans í ríkisfjármálum verða bornar undir þingið í landinu seinna í dag. Fulltrúar ríkisstjórnar Berlusconis funduðu með stjórnarandstöðunni í ellefu tíma í gær, með það fyrir augum að afla trausts hennar fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu.

Viðskipti erlent

Grikkir kynna nýjan forsætisráðherra í dag

Tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Grikklands í dag. Samkvæmt grískum fjölmiðlum komust Georg Papandreú, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi vinstri flokksins Pasok, og Antonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, að samkomulagi um forsætisráðherra í samsteypustjórn flokkanna í gærkvöldi.

Viðskipti erlent

Lítilleg hækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum

Helstu vísitölur hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag eftir að hafa sýnt lækkanir fyrri part dags. Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,34% á meðan S&P hækkaði um 0,6%. Markaðir í Evrópu lækkuðu hins vegar flestir, á bilinu 0 til 2%. Óvissa um stöðu efnahagsmála í Evrópu heldur áfram að vera drifkraftur sveiflna á markaði, að því er segir á vef Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Ryanair hagnast á krepputímum

Rekstur Ryanair gengur vel og jókst hagnaður félagsins um 23% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór úr 398 milljónum evra í 463 milljónir evra eftir skatt, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu

Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landið að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga.

Viðskipti erlent

Áhyggjur vegna Ítalíu magnast

Fulltrúar Seðlabanka Evrópu (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa varað stjórnvöld á Ítalíu við því að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum þá gæti landið "endanlega misst trúverðugleika“.

Viðskipti erlent