Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Dóppeningar enn að bjarga bönkum

Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því koma illa fengnu fé í banka.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í BNA ekki minna í þrjú ár

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna síðustu þrjú ár. Þetta segja hagfræðingar sterkustu merki þess að landið sé að komast á réttan kjöl. Atvinnuleysið var 8,5% í lok ársins 2011. Samkvæmt tölum frá atvinnuvegaráðuneyti landsins urðu 200.000 ný störf til síðastliðinn desember. Það var mesta viðbót síðustu mánaða og vel yfir væntingum hagfræðinga. Kunnugir menn segja að ef vöxturinn heldur áfram í janúar séu það örugg merki þess að efnahagur landsins sé á réttri braut.

Viðskipti erlent

Snjallsímar Samsung njóta ótrúlegra vinsælda

Suður-Kóreska fyrirtækið Samsung greindi frá því í dag að hagnaður félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs muni að öllum líkindum slá öll met, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Áætlað er að hagnaðurinn verði 4,5 milljarðar dollara eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Það er 73% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2010.

Viðskipti erlent

Störfum fjölgar í Bandaríkjunum

Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 200 þúsund í desembermánuði sem var að líða, samkvæmt opinberum tölum. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem störfum fjölgar á milli mánaða og varð nokkru meiri fjölgun en búist hafði verið við. Atvinnuleysið í landinu mældist 8,5 prósent í desember sem er nokkru betri árangur en í mánuðinum á undan þegar það var 8,7 prósent. Mest fjölgaði störfum í verslun, framleiðslu og í samgöngum.

Viðskipti erlent

Tölvuormur herjar á Facebook notendur

Öryggisþjónustur á netinu hafa gefið út viðvörun um að tölvuormur hafi náð að stela 45.000 lykilorðum af samskiptavefnum Facebook. Upplýsingunum hefur aðallega verið stolið af Facebook síðum í Bretlandi og Frakklandi.

Viðskipti erlent

Evrópa á barmi hruns?

Í stuttri fréttaskýringarmynd ritstjórnar Wall Street Journal, Europe on the Brink, er dregin upp nöturleg mynd af stöðu mála í Evrópu. Skuldavandinn er djúpstæður og erfiður viðureignar. Myndin var birt á vef Wall Street Journal í gær.

Viðskipti erlent

Sala á Bentley jókst um 37%

Framleiðandi lúxusbílanna Bentley segir að sala á bílunum hafi aukist um 37% á síðasta ári. Eftirspurn sé nú orðin álíka mikil og hún var áður en efnahagssamdrátturinn byrjaði árið 2008. Um 7000 bílar seldust í fyrra. Aðalmarkaðurinn fyrir bílana er í Bandaríkjunum. Þar seldust 2021 bíll og jókst salan um 32%.

Viðskipti erlent

Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum

Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt.

Viðskipti erlent

Þungbúin nýársávörp leiðtoga Evrópu

Leiðtogar Evrópuríkja telja erfitt ár framundan. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í nýársávarpi sínu að Evrópa mætti nú búast við "erfiðustu þolraun síðustu áratuga á árinu, en að ríki Evrópu yrðu smátt og smátt samheldnari í þessum erfiðleikum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að kreppunni væri síður en svo lokið. Forseti Ítalíu kallaði eftir enn frekari fórnum.

Viðskipti erlent

Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins

Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengist þessari "undirliggjandi baráttu“. Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.

Viðskipti erlent