Viðskipti erlent Hækkanir á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkuðu skarplega í dag, en hækkunin er rakin til þeirrar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu að halda vöxtum í einu prósenti. Þannig hækkaði DAX vísitalan þýska um ríflega tvö prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,4 prósent. Viðskipti erlent 6.6.2012 23:37 Hlutabréf í Evrópu hækka Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað í dag eftir að Seðlabanki Evrópu ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í einu prósenti. Jafnvel þó ákvörðunin hafi ekki komið á óvart þóttu þetta skilaboð um að ekki hefði verið nauðsynlegt að lækka vextina enn frekar til þess að örva hagvöxt. Verðbólga mælist nú 2,4 prósent á evruvæðinu en verðbólgumarkmið seðlabankans er 2 prósent. Viðskipti erlent 6.6.2012 13:05 Ætla að kaupa Víski fyrir 200 milljarða Drykkjarvörurisinn Diageo ætlar sér að fjárfesta í viský framleiðslu fyrir einn milljarða punda, eða sem nemur tæplega 200 milljörðum króna, á næstu fimm árum. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag. Viðskipti erlent 6.6.2012 09:48 Vogunarsjóðir setja met í veðmálum gegn evrunni Vogunarsjóðir taka nú veðmál gegn evrunni sem aldrei fyrr með því að skortselja hana. Viðskipti erlent 6.6.2012 08:38 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn sex þýskra banka Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn sex þýskra banka um eitt stig þar á meðal Commerzbank, sem er næststærsti banki landsins. Lánshæfismat stærsta bankans, Deutsche Bank, er hinsvegar óbreytt áfram. Viðskipti erlent 6.6.2012 07:58 Forstjóri Shell spáir lækkandi olíuverði út þetta ár Peter Voser forstjóri Shell olíufélagsins segir að heimsmarkaðsverð á olíu muni lækka áfram á seinnihluta þessa árs og ekki ná sér á strik að nýju fyrr en á næsta ári. Viðskipti erlent 6.6.2012 07:07 Hlutabréf í Facebook halda áfram að falla í verði Ekkert lát er á hremmingum þeirra sem fjárfestu í hlutbréfum Facebook þegar samskiptavefsíðan var skráð á markað í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 6.6.2012 06:57 ESB: Tap á bönkum lendi ekki á skattborgurum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag kynna nýjar tillögur sem miða að því að koma í veg fyrir að peningar skattborgara séu notaðir til þess að bjarga bönkum sem eru að falli komnir. Viðskipti erlent 6.6.2012 06:54 Kortakerfi í Danmörku liggur niðri um allt landið Greiðslukortakerfi Danmerkur liggur niðri um allt landið í augnablikinu vegna bilunar í kerfinu. Viðskipti erlent 6.6.2012 06:45 Microsoft frumsýnir Xbox SmartGlass Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar. Viðskipti erlent 5.6.2012 11:37 Hlutabréf, olíuverð og evran í uppsveiflu Vísitölur á mörkuðum í Asíu í nótt hækkuðu í fyrsta sinn í fimm daga. Nikkei vísitalan í Tókýó og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkðu báðar um tæplega 0,9%. Viðskipti erlent 5.6.2012 06:45 Facebook gæti lækkað lágmarksaldur Talið er að samskiptamiðillinn Facebook muni brátt lækka lágmarksaldur notenda sinna. Þannig munu börn yngri en 13 ára fá aðgang að síðunni, þó aðeins undir eftirliti forráðamanns. Viðskipti erlent 4.6.2012 22:15 Lægsta atvinnuleysið í Austurríki Atvinnuleysið í Evrópu mælst minnst í Austurríki um þessar mundir, en það mælist nú 3,9 prósent. Það á eftir koma Lúxemborg og Holland en þar mælist atvinnuleysið 5,2 prósent, samkvæmt nýjum opinberum upplýsingum Hagstofu Evrópu, Eurostat. Viðskipti erlent 4.6.2012 14:52 „Þrír mánuðir til að bjarga evrunni.“ Viðskiptajöfurinn og góðgerðamaðurinn George Soros segir þjóðarleiðtoga ESB hafa þrjá mánuði til að bjarga evrunni. Hann telur að efnahagur Þýskalands muni byrja að veikjast í haust. Þar með verði erfiðara fyrir Angelu Merkel að beita sér og styðja aðrar þjóðir. Viðskipti erlent 4.6.2012 13:43 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, Viðskipti erlent 4.6.2012 11:30 Evrópumarkaðir opna með rauðum tölum Markaðir í Evrópu opnuðu í morgun með rauðum tölum og fylgdu þar með í fótspor Asíumarkaða í nótt. Viðskipti erlent 4.6.2012 09:21 Ferrari GTO frá 1962 er dýrasti bíll sögunnar Eplagrænn Ferrari 250 GTO frá árinu 1962 er orðinn dýrasti bíll sögunnar. Hann var seldur á uppboði um helgina fyrir rúmlega 4,5 milljarða króna. Viðskipti erlent 4.6.2012 07:26 Niðursveifla á mörkuðum í Asíu Hlutabréfaeigendur í Asíu hlutu skell á mörkuðum þar í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2% og hefur gildi hennar ekki verið lægra í 28 ár en vísitalan hefur stöðugt lækkað undanfarnar níu vikur. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði einnig um 2%. Viðskipti erlent 4.6.2012 06:58 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin undir 97 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin undir 82 dollara. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan snemma á síðasta ári. Viðskipti erlent 4.6.2012 06:56 Vendipunktur með hagvexti Efnahagslífið í Danmörku er á uppleið á ný eftir samdráttarskeið, en 0,3% hagvöxtur var í landinu á fyrsta fjórðungi, samkvæmt nýjum hagtölum. Vöxturinn er vissulega hóflegur og hefur ekki mikil áhrif á atvinnulífið, en sérfræðingar líta á þetta sem ákveðinn vendipunkt. Danskt efnahagslíf hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri þar sem atvinnuleysi, skuldir heimila og hrun húsnæðismarkaðarins hafa valdið ugg. Viðskipti erlent 2.6.2012 03:30 Írar samþykktu fjármálasáttmála ESB Almenningur á Írlandi hefur samþykkt fjármálasáttmála ESB. Yfir 60% þeirra sem greiddu atkvæði studdu sáttmálann, sem á að að koma á stöðuleika á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 1.6.2012 23:29 Hlutabréfamarkaðir taka dýfu Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa brugðist illa við nýjum atvinnuleysistölum sem birtar voru í dag. Í Evrópu er meðaltalsatvinnuleysi nú um 11 prósent og í Bandaríkjunum mælist það 8,2 prósent, en í apríl mældist það 8,1 prósent. Viðskipti erlent 1.6.2012 16:13 Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Samkvæmt nýjustu tölum atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna mældist atvinnuleysi í landinu 8.2 prósent í síðasta mánuði. Er þetta 0.1 prósentustigi meira en í apríl. Viðskipti erlent 1.6.2012 14:02 Röskun á þjónustu Facebook Röskun varð á þjónustu samskiptamiðilsins Facebook í dag. Fjöldi fólks hafði ekki aðgang að gögnum sínum í allt að tvær klukkustundir. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:54 Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:03 Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu frá því mælingar hófust Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 11% og hefur ekki verið meira síðan að mælingar á því hófust árið 1995. Viðskipti erlent 1.6.2012 10:09 Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli í morgun. Verðið á Brent olíunni er komið rétt undir 100 dollara og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar í fyrra. Viðskipti erlent 1.6.2012 09:34 Ekkert lát er á verðlækkunum á olíu Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Sérfræðingar reikna með að sú þróun haldi áfram fram á sumarið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:22 Töluverð lækkun á álverði síðustu mánuði Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert undanfarna þrjá mánuði og stendur nú í rúmum 2.000 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Í byrjun mars stóð verðið hinsvega í 2.350 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:04 Fjármagnsflóttinn frá Spáni nam 11.000 milljörðum í maí Spánverjar hafa sent tugi milljarða evra úr landi á undanförnum mánuði vegna ótta um að bankakerfi landsins sé að hruni komið. Viðskipti erlent 1.6.2012 06:45 « ‹ 176 177 178 179 180 181 182 183 184 … 334 ›
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkuðu skarplega í dag, en hækkunin er rakin til þeirrar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu að halda vöxtum í einu prósenti. Þannig hækkaði DAX vísitalan þýska um ríflega tvö prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,4 prósent. Viðskipti erlent 6.6.2012 23:37
Hlutabréf í Evrópu hækka Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað í dag eftir að Seðlabanki Evrópu ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í einu prósenti. Jafnvel þó ákvörðunin hafi ekki komið á óvart þóttu þetta skilaboð um að ekki hefði verið nauðsynlegt að lækka vextina enn frekar til þess að örva hagvöxt. Verðbólga mælist nú 2,4 prósent á evruvæðinu en verðbólgumarkmið seðlabankans er 2 prósent. Viðskipti erlent 6.6.2012 13:05
Ætla að kaupa Víski fyrir 200 milljarða Drykkjarvörurisinn Diageo ætlar sér að fjárfesta í viský framleiðslu fyrir einn milljarða punda, eða sem nemur tæplega 200 milljörðum króna, á næstu fimm árum. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag. Viðskipti erlent 6.6.2012 09:48
Vogunarsjóðir setja met í veðmálum gegn evrunni Vogunarsjóðir taka nú veðmál gegn evrunni sem aldrei fyrr með því að skortselja hana. Viðskipti erlent 6.6.2012 08:38
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn sex þýskra banka Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn sex þýskra banka um eitt stig þar á meðal Commerzbank, sem er næststærsti banki landsins. Lánshæfismat stærsta bankans, Deutsche Bank, er hinsvegar óbreytt áfram. Viðskipti erlent 6.6.2012 07:58
Forstjóri Shell spáir lækkandi olíuverði út þetta ár Peter Voser forstjóri Shell olíufélagsins segir að heimsmarkaðsverð á olíu muni lækka áfram á seinnihluta þessa árs og ekki ná sér á strik að nýju fyrr en á næsta ári. Viðskipti erlent 6.6.2012 07:07
Hlutabréf í Facebook halda áfram að falla í verði Ekkert lát er á hremmingum þeirra sem fjárfestu í hlutbréfum Facebook þegar samskiptavefsíðan var skráð á markað í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 6.6.2012 06:57
ESB: Tap á bönkum lendi ekki á skattborgurum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag kynna nýjar tillögur sem miða að því að koma í veg fyrir að peningar skattborgara séu notaðir til þess að bjarga bönkum sem eru að falli komnir. Viðskipti erlent 6.6.2012 06:54
Kortakerfi í Danmörku liggur niðri um allt landið Greiðslukortakerfi Danmerkur liggur niðri um allt landið í augnablikinu vegna bilunar í kerfinu. Viðskipti erlent 6.6.2012 06:45
Microsoft frumsýnir Xbox SmartGlass Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar. Viðskipti erlent 5.6.2012 11:37
Hlutabréf, olíuverð og evran í uppsveiflu Vísitölur á mörkuðum í Asíu í nótt hækkuðu í fyrsta sinn í fimm daga. Nikkei vísitalan í Tókýó og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkðu báðar um tæplega 0,9%. Viðskipti erlent 5.6.2012 06:45
Facebook gæti lækkað lágmarksaldur Talið er að samskiptamiðillinn Facebook muni brátt lækka lágmarksaldur notenda sinna. Þannig munu börn yngri en 13 ára fá aðgang að síðunni, þó aðeins undir eftirliti forráðamanns. Viðskipti erlent 4.6.2012 22:15
Lægsta atvinnuleysið í Austurríki Atvinnuleysið í Evrópu mælst minnst í Austurríki um þessar mundir, en það mælist nú 3,9 prósent. Það á eftir koma Lúxemborg og Holland en þar mælist atvinnuleysið 5,2 prósent, samkvæmt nýjum opinberum upplýsingum Hagstofu Evrópu, Eurostat. Viðskipti erlent 4.6.2012 14:52
„Þrír mánuðir til að bjarga evrunni.“ Viðskiptajöfurinn og góðgerðamaðurinn George Soros segir þjóðarleiðtoga ESB hafa þrjá mánuði til að bjarga evrunni. Hann telur að efnahagur Þýskalands muni byrja að veikjast í haust. Þar með verði erfiðara fyrir Angelu Merkel að beita sér og styðja aðrar þjóðir. Viðskipti erlent 4.6.2012 13:43
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, Viðskipti erlent 4.6.2012 11:30
Evrópumarkaðir opna með rauðum tölum Markaðir í Evrópu opnuðu í morgun með rauðum tölum og fylgdu þar með í fótspor Asíumarkaða í nótt. Viðskipti erlent 4.6.2012 09:21
Ferrari GTO frá 1962 er dýrasti bíll sögunnar Eplagrænn Ferrari 250 GTO frá árinu 1962 er orðinn dýrasti bíll sögunnar. Hann var seldur á uppboði um helgina fyrir rúmlega 4,5 milljarða króna. Viðskipti erlent 4.6.2012 07:26
Niðursveifla á mörkuðum í Asíu Hlutabréfaeigendur í Asíu hlutu skell á mörkuðum þar í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2% og hefur gildi hennar ekki verið lægra í 28 ár en vísitalan hefur stöðugt lækkað undanfarnar níu vikur. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði einnig um 2%. Viðskipti erlent 4.6.2012 06:58
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin undir 97 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin undir 82 dollara. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan snemma á síðasta ári. Viðskipti erlent 4.6.2012 06:56
Vendipunktur með hagvexti Efnahagslífið í Danmörku er á uppleið á ný eftir samdráttarskeið, en 0,3% hagvöxtur var í landinu á fyrsta fjórðungi, samkvæmt nýjum hagtölum. Vöxturinn er vissulega hóflegur og hefur ekki mikil áhrif á atvinnulífið, en sérfræðingar líta á þetta sem ákveðinn vendipunkt. Danskt efnahagslíf hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri þar sem atvinnuleysi, skuldir heimila og hrun húsnæðismarkaðarins hafa valdið ugg. Viðskipti erlent 2.6.2012 03:30
Írar samþykktu fjármálasáttmála ESB Almenningur á Írlandi hefur samþykkt fjármálasáttmála ESB. Yfir 60% þeirra sem greiddu atkvæði studdu sáttmálann, sem á að að koma á stöðuleika á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 1.6.2012 23:29
Hlutabréfamarkaðir taka dýfu Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa brugðist illa við nýjum atvinnuleysistölum sem birtar voru í dag. Í Evrópu er meðaltalsatvinnuleysi nú um 11 prósent og í Bandaríkjunum mælist það 8,2 prósent, en í apríl mældist það 8,1 prósent. Viðskipti erlent 1.6.2012 16:13
Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Samkvæmt nýjustu tölum atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna mældist atvinnuleysi í landinu 8.2 prósent í síðasta mánuði. Er þetta 0.1 prósentustigi meira en í apríl. Viðskipti erlent 1.6.2012 14:02
Röskun á þjónustu Facebook Röskun varð á þjónustu samskiptamiðilsins Facebook í dag. Fjöldi fólks hafði ekki aðgang að gögnum sínum í allt að tvær klukkustundir. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:54
Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:03
Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu frá því mælingar hófust Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 11% og hefur ekki verið meira síðan að mælingar á því hófust árið 1995. Viðskipti erlent 1.6.2012 10:09
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli í morgun. Verðið á Brent olíunni er komið rétt undir 100 dollara og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar í fyrra. Viðskipti erlent 1.6.2012 09:34
Ekkert lát er á verðlækkunum á olíu Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Sérfræðingar reikna með að sú þróun haldi áfram fram á sumarið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:22
Töluverð lækkun á álverði síðustu mánuði Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert undanfarna þrjá mánuði og stendur nú í rúmum 2.000 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Í byrjun mars stóð verðið hinsvega í 2.350 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:04
Fjármagnsflóttinn frá Spáni nam 11.000 milljörðum í maí Spánverjar hafa sent tugi milljarða evra úr landi á undanförnum mánuði vegna ótta um að bankakerfi landsins sé að hruni komið. Viðskipti erlent 1.6.2012 06:45