Viðskipti erlent SAS fækkar starfsmönnum um 40% Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Viðskipti erlent 13.11.2012 09:00 Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin. Viðskipti erlent 13.11.2012 06:22 Lítt menntað fólk tekur fleiri veikindadaga en hámenntaðir Ný úttekt í Danmörku sýnir að fólk með litla menntun tekur mun fleiri veikindadaga frá vinnu sinni en þeir hámenntuðu. Viðskipti erlent 13.11.2012 06:14 Grikkir þurfa lengri tíma og meira fé Í minnisblaði sem sett var saman fyrir fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu, sem nú funda í Brussell, kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi að fá 32 milljarða evra, jafnvirði um 5.200 milljarða króna, til viðbótar við lán sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar veitt til landsins vegna efnahagsvanda. Viðskipti erlent 12.11.2012 19:42 SAS rekur 800 manns og lækkar laun um 15% SAS flugfélagið hefur ákveðið að reka 800 starfsmenn til að byrja með og lækka laun almennt um 15%. Til lengri tíma á að fækka starfsmönnum SAS úr 15.000 og niður í 9.000. Viðskipti erlent 12.11.2012 08:26 Starfsmönnum SAS settir úrslitakostir, launalækkun eða atvinnumissir Öllum starfsmönnum SAS flugfélagsins hafa verið settir þeir úrslitakostir að annaðhvort taki þeir á sig umfangsmiklar launalækkanir og aukin vinnutíma eða missi vinnu sína. Viðskipti erlent 12.11.2012 06:29 Verð á gulli hækkar Verð á gulli hefur farið hækkandi undanfarin misseri á mörkuðum í Bandaríkjunum. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að veðja á að verðbólga muni aukast í Bandaríkjunum og verð á gulli hækka, að því er segir á vef Wall Street Journal (WSJ). Viðskipti erlent 11.11.2012 23:09 SAS næstum gjaldþrota í gær - þúsundir gætu orðið strandaglópar Orðrómur er um að Scandinavian Airlines (SAS) hafi verið nálægt því að hafa orðið gjaldþrota í gærkvöldi samkvæmt sænska fréttamiðlinum Expressen.se og flug.is greinir frá á vefsíðu sinni. Viðskipti erlent 11.11.2012 15:42 Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:19 Salan dregst saman hjá McDonalds í fyrsta sinn síðan 2003 Salan hjá hamborgarakeðjunni McDonalds dróst saman um 1,8% í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 að salan hjá McDonalds minnkar milli mánaða. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:06 Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:04 Burger King breiðist út um Norðurlöndin Skyndibitakeðjan Burger King mun fjölga sölustöðum í Danmörku og Svíþjóð verulega á næstunni. Ástæðan er sú að norska skyndibitakeðjan Umoe Restaurant Group hefur gert samkomulag um að veitingastaðir sínir verði reknir undir merkjum Burger King. Umoe verður jafnframt aðalþjónustuaðili þeirra Burger King staða sem þegar voru settir upp. ´ Viðskipti erlent 8.11.2012 13:43 Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni. Viðskipti erlent 8.11.2012 06:54 Carlsberg þénar milljarða Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam um 3 milljörðum danskra króna, eða um 60 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þótt niðurstaðan hljóti að vera vel ásættanleg er hún samt örlítið lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn næstum áttatíu milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi núna námu rétt tæpum 19 milljörðum danskra króna eða um 380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.11.2012 08:34 Instagram kynnir notendasíður Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Viðskipti erlent 7.11.2012 07:00 iPad mini umfjöllun: Fjölmargir kostir í lítilli skel Litli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel. Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur. Viðskipti erlent 7.11.2012 06:00 Lánshæfismatsfyrirtæki dæmt fyrir að gefa villandi upplýsingar Dómstóll í Ástralíu dæmdi í dag lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's til sektargreiðslu fyrir að hafa gefið flóknum og áhættusömum skuldabréfum ABN Amro bankans of háa matseinkunn. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að lánshæfismatsfyrirtækið og bankinn eiga að greiða fjárfestum bætur. Standard & Poor's mun áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði gefið rangar og villandi upplýsingar um tvennskonar fjármálagerninga. Viðskipti erlent 6.11.2012 14:05 Hagnaður Marks & Spencer dregst saman Hagnaður Marks & Spencer, stærstu fataverslanakeðju Bretlands, dróst saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá mars til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 290 milljónum punda, eða sem nemur 57,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 6.11.2012 09:13 Máli Motorola og Apple vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli Motorola gegn Apple. Bæði fyrirtækin framleiða vinsæla snjallsíma en Apple notar nokkrar lausnir frá Motorola í símana sína. Motorola fær 2,25% af söluvirði Apple símanna í staðinn, en þetta telja forsvarsmenn Apple að sé of hátt. Forsvarsmenn Motorola leituðu því til dómstóla til að fá þá til að kveða úr um hvað væri sanngjarnt verð, en dómstóllinn neitar að taka málið fyrir. Viðskipti erlent 6.11.2012 08:33 Suzuki af markaði í Bandaríkjunum Suzuki bílar verða ekki seldir í Bandaríkjunum á næstunni. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bílarnir hafi verið seldir þar í þrjá áratugi virðast Bandaríkjamenn ekki vera spenntir fyrir þeim. Salan gengur illa og tekjurnar eru ekki nægjanlega miklar. Bifhjól og bátamótorar verða aftur á móti seldir áfram í Bandaríkjunum enda gengur sala þeirra mun betur. Viðskipti erlent 6.11.2012 08:03 Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Viðskipti erlent 6.11.2012 00:01 Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum. Viðskipti erlent 5.11.2012 20:44 Georg Jensen var eigendum til vandræða Georg Jensen skartgripaverslanakeðjan hefur aldrei skilað eigendum sínum þeim hagnaði sem vænst var. Georg Jensen var í eigu fjárfestingasjóðsins Axcel í ellefu ár. Eins og greint var frá í morgun hefur keðjan síðan verið seld auðjöfrum frá Bahrain, en fyrirtækið sem heldur utan um eignarhlutann núna heitir Investcorp. Viðskipti erlent 5.11.2012 17:26 Danir selja Georg Jensen Danska hönnunar- og skatgripafyrirtækið Georg Jensen hefur verið selt auðjöfrum frá Bahrain fyrir um sextán milljarða íslenskra króna. Það er fjárfestafyrirtækið Investcorp sem kaupir Georg Jensen, en Financial Times segir að kaupin verði staðfest síðar í dag. Margir Íslendingar þekkja Georg Jensen vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir. Viðskipti erlent 5.11.2012 08:59 Toyota gerir ráð fyrir 1.230 milljarða hagnaði Forsvarsmenn japanska bílaframleiðandans Toyota gera ráð fyrir 9,7 milljarða dala hagnaði á rekstrarárinu sem sem lýkur í mars á næst ári. Það jafngildir um 1.230 milljörðum króna. Viðskipti erlent 5.11.2012 08:37 Tchenguiz vill að fyrrverandi forstjóri SFO sæti ábyrgð Robert Tchenguiz telur að Richard Alderman, fyrrverandi forstjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar eigi að sæta ábyrgð fyrir að hafa handtekið sig og Vincent bróður sinn. Handtakan fór fram í tengslum við rannsókn á málum Kaupþings. Viðskipti erlent 4.11.2012 14:05 Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem er töluvert mikið meira en reiknað hafði verið með. Þrátt fyrir þetta jókst skráð atvinnuleysi í Bandaríkjunum úr 7,8 prósent frá því í september í 7,9 prósent í október. Atvinnuleysisskráin í Bandaríkjunum þykir um margt óáreiðanleg, en einungis þeir sem eru skráðir virkir í atvinnuleit eru á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.11.2012 12:24 Stórum bönkum gert að styrkja lausafjárstöðu sína Fjórir stórir alþjóðlegir bankar, Citigroup, HSBC, Deutsche Bank og JP Morgan, þurfa að fara varlega á næstu misserum og halda sterkri lausafjárstöðu, samkvæmt skilyrðum sem eftirlitstofnanir hafa sett bönkunum. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun. Viðskipti erlent 2.11.2012 10:23 Apple hefur sölu á iPad mini Bandaríski tölvurisinn Apple hefur sölu á nýjum útgáfum af iPad-spjaldtölvunum um heim allan í dag. Íslenskar verslanir hefja einnig sölu á tölvunum í dag. Viðskipti erlent 2.11.2012 08:00 Ágóðinn af sölu Star Wars rennur í menntamál George Lucas, guðfaðir Star Wars söguheimsins, mun einblína á menntamál eftir að gengið verður frá sölu á fyrirtæki hans, Lucasfilm, til Walt Disney. Viðskipti erlent 1.11.2012 13:46 « ‹ 156 157 158 159 160 161 162 163 164 … 334 ›
SAS fækkar starfsmönnum um 40% Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Viðskipti erlent 13.11.2012 09:00
Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin. Viðskipti erlent 13.11.2012 06:22
Lítt menntað fólk tekur fleiri veikindadaga en hámenntaðir Ný úttekt í Danmörku sýnir að fólk með litla menntun tekur mun fleiri veikindadaga frá vinnu sinni en þeir hámenntuðu. Viðskipti erlent 13.11.2012 06:14
Grikkir þurfa lengri tíma og meira fé Í minnisblaði sem sett var saman fyrir fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu, sem nú funda í Brussell, kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi að fá 32 milljarða evra, jafnvirði um 5.200 milljarða króna, til viðbótar við lán sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar veitt til landsins vegna efnahagsvanda. Viðskipti erlent 12.11.2012 19:42
SAS rekur 800 manns og lækkar laun um 15% SAS flugfélagið hefur ákveðið að reka 800 starfsmenn til að byrja með og lækka laun almennt um 15%. Til lengri tíma á að fækka starfsmönnum SAS úr 15.000 og niður í 9.000. Viðskipti erlent 12.11.2012 08:26
Starfsmönnum SAS settir úrslitakostir, launalækkun eða atvinnumissir Öllum starfsmönnum SAS flugfélagsins hafa verið settir þeir úrslitakostir að annaðhvort taki þeir á sig umfangsmiklar launalækkanir og aukin vinnutíma eða missi vinnu sína. Viðskipti erlent 12.11.2012 06:29
Verð á gulli hækkar Verð á gulli hefur farið hækkandi undanfarin misseri á mörkuðum í Bandaríkjunum. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að veðja á að verðbólga muni aukast í Bandaríkjunum og verð á gulli hækka, að því er segir á vef Wall Street Journal (WSJ). Viðskipti erlent 11.11.2012 23:09
SAS næstum gjaldþrota í gær - þúsundir gætu orðið strandaglópar Orðrómur er um að Scandinavian Airlines (SAS) hafi verið nálægt því að hafa orðið gjaldþrota í gærkvöldi samkvæmt sænska fréttamiðlinum Expressen.se og flug.is greinir frá á vefsíðu sinni. Viðskipti erlent 11.11.2012 15:42
Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:19
Salan dregst saman hjá McDonalds í fyrsta sinn síðan 2003 Salan hjá hamborgarakeðjunni McDonalds dróst saman um 1,8% í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 að salan hjá McDonalds minnkar milli mánaða. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:06
Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið. Viðskipti erlent 9.11.2012 07:04
Burger King breiðist út um Norðurlöndin Skyndibitakeðjan Burger King mun fjölga sölustöðum í Danmörku og Svíþjóð verulega á næstunni. Ástæðan er sú að norska skyndibitakeðjan Umoe Restaurant Group hefur gert samkomulag um að veitingastaðir sínir verði reknir undir merkjum Burger King. Umoe verður jafnframt aðalþjónustuaðili þeirra Burger King staða sem þegar voru settir upp. ´ Viðskipti erlent 8.11.2012 13:43
Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni. Viðskipti erlent 8.11.2012 06:54
Carlsberg þénar milljarða Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam um 3 milljörðum danskra króna, eða um 60 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þótt niðurstaðan hljóti að vera vel ásættanleg er hún samt örlítið lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn næstum áttatíu milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi núna námu rétt tæpum 19 milljörðum danskra króna eða um 380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.11.2012 08:34
Instagram kynnir notendasíður Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Viðskipti erlent 7.11.2012 07:00
iPad mini umfjöllun: Fjölmargir kostir í lítilli skel Litli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel. Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur. Viðskipti erlent 7.11.2012 06:00
Lánshæfismatsfyrirtæki dæmt fyrir að gefa villandi upplýsingar Dómstóll í Ástralíu dæmdi í dag lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's til sektargreiðslu fyrir að hafa gefið flóknum og áhættusömum skuldabréfum ABN Amro bankans of háa matseinkunn. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að lánshæfismatsfyrirtækið og bankinn eiga að greiða fjárfestum bætur. Standard & Poor's mun áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði gefið rangar og villandi upplýsingar um tvennskonar fjármálagerninga. Viðskipti erlent 6.11.2012 14:05
Hagnaður Marks & Spencer dregst saman Hagnaður Marks & Spencer, stærstu fataverslanakeðju Bretlands, dróst saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá mars til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 290 milljónum punda, eða sem nemur 57,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 6.11.2012 09:13
Máli Motorola og Apple vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli Motorola gegn Apple. Bæði fyrirtækin framleiða vinsæla snjallsíma en Apple notar nokkrar lausnir frá Motorola í símana sína. Motorola fær 2,25% af söluvirði Apple símanna í staðinn, en þetta telja forsvarsmenn Apple að sé of hátt. Forsvarsmenn Motorola leituðu því til dómstóla til að fá þá til að kveða úr um hvað væri sanngjarnt verð, en dómstóllinn neitar að taka málið fyrir. Viðskipti erlent 6.11.2012 08:33
Suzuki af markaði í Bandaríkjunum Suzuki bílar verða ekki seldir í Bandaríkjunum á næstunni. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bílarnir hafi verið seldir þar í þrjá áratugi virðast Bandaríkjamenn ekki vera spenntir fyrir þeim. Salan gengur illa og tekjurnar eru ekki nægjanlega miklar. Bifhjól og bátamótorar verða aftur á móti seldir áfram í Bandaríkjunum enda gengur sala þeirra mun betur. Viðskipti erlent 6.11.2012 08:03
Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Viðskipti erlent 6.11.2012 00:01
Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum. Viðskipti erlent 5.11.2012 20:44
Georg Jensen var eigendum til vandræða Georg Jensen skartgripaverslanakeðjan hefur aldrei skilað eigendum sínum þeim hagnaði sem vænst var. Georg Jensen var í eigu fjárfestingasjóðsins Axcel í ellefu ár. Eins og greint var frá í morgun hefur keðjan síðan verið seld auðjöfrum frá Bahrain, en fyrirtækið sem heldur utan um eignarhlutann núna heitir Investcorp. Viðskipti erlent 5.11.2012 17:26
Danir selja Georg Jensen Danska hönnunar- og skatgripafyrirtækið Georg Jensen hefur verið selt auðjöfrum frá Bahrain fyrir um sextán milljarða íslenskra króna. Það er fjárfestafyrirtækið Investcorp sem kaupir Georg Jensen, en Financial Times segir að kaupin verði staðfest síðar í dag. Margir Íslendingar þekkja Georg Jensen vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir. Viðskipti erlent 5.11.2012 08:59
Toyota gerir ráð fyrir 1.230 milljarða hagnaði Forsvarsmenn japanska bílaframleiðandans Toyota gera ráð fyrir 9,7 milljarða dala hagnaði á rekstrarárinu sem sem lýkur í mars á næst ári. Það jafngildir um 1.230 milljörðum króna. Viðskipti erlent 5.11.2012 08:37
Tchenguiz vill að fyrrverandi forstjóri SFO sæti ábyrgð Robert Tchenguiz telur að Richard Alderman, fyrrverandi forstjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar eigi að sæta ábyrgð fyrir að hafa handtekið sig og Vincent bróður sinn. Handtakan fór fram í tengslum við rannsókn á málum Kaupþings. Viðskipti erlent 4.11.2012 14:05
Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem er töluvert mikið meira en reiknað hafði verið með. Þrátt fyrir þetta jókst skráð atvinnuleysi í Bandaríkjunum úr 7,8 prósent frá því í september í 7,9 prósent í október. Atvinnuleysisskráin í Bandaríkjunum þykir um margt óáreiðanleg, en einungis þeir sem eru skráðir virkir í atvinnuleit eru á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.11.2012 12:24
Stórum bönkum gert að styrkja lausafjárstöðu sína Fjórir stórir alþjóðlegir bankar, Citigroup, HSBC, Deutsche Bank og JP Morgan, þurfa að fara varlega á næstu misserum og halda sterkri lausafjárstöðu, samkvæmt skilyrðum sem eftirlitstofnanir hafa sett bönkunum. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun. Viðskipti erlent 2.11.2012 10:23
Apple hefur sölu á iPad mini Bandaríski tölvurisinn Apple hefur sölu á nýjum útgáfum af iPad-spjaldtölvunum um heim allan í dag. Íslenskar verslanir hefja einnig sölu á tölvunum í dag. Viðskipti erlent 2.11.2012 08:00
Ágóðinn af sölu Star Wars rennur í menntamál George Lucas, guðfaðir Star Wars söguheimsins, mun einblína á menntamál eftir að gengið verður frá sölu á fyrirtæki hans, Lucasfilm, til Walt Disney. Viðskipti erlent 1.11.2012 13:46