Viðskipti erlent

HSBC greiðir 240 milljarða í sekt

HSBC bankinn mun greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarð dala, eða um 240 milljarða króna, í sekt vegna peningaþvættismáls. Þetta er sagt vera hæsta sekt sem nokkur banki hefur greitt vegna slíkra mála. Bankinn var grunaður um að hafa aðstoðað við að þvo peninga í eigu eiturlyfjahringja og ríkja sem bandarísk stjórnvöld höfðu beitt viðskiptaþvingunum.

Viðskipti erlent

Apple vill bylta sjónvarpsglápinu

Apple mun leggja höfuðáherslu á þróun Apple TV margmiðlunarspilarans eða svipaðrar vöru á næstu misserum. Þetta tilkynnti Tim Cook, framkvæmdastjóri tæknirisans í dag en hann var gestur í fréttaskýringarþætti NBC, Rock Center.

Viðskipti erlent

Auðbjörg segir upp 27 manns

Útgerðarfyrirtækið Auðbjörg ehf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins, 13 í landvinnslu og 14 manna áhöfn á línubátnum Arnarbergi ÁR-150, segir á fréttavefnum dfs. Starfsfólkið í landvinnslunni hættir um áramótin en sjómennirnir hafa hætt nú þegar. Fyrirtækið á fjóra báta en ætlar að selja tvo þeirra. Nú eru eftir 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu er á uppleið að nýju eftir helgina. Verðið á Brent olíunni er að ná 112 dollurum á tunnuna og bandaríska léttolían er komin yfir 89 dollara á tunnuna. Fyrir helgina stóð tunnan af Brent olíunni í rúmum 110 dollurum.

Viðskipti erlent

Dýrasti Legokubbur heimsins skiptir um eigenda

Mjög sjaldgæfur Legokubbur var nýlega seldur hjá Brick Envy í Flórída en sú verslun sérhæfir sig í sérstökum Legovörum. Þessi kubbur sem er af hefðbundinni stærð en úr 14 karata gulli var seldur á tæplega 15.000 dollara eða hátt í 2 milljónir króna.

Viðskipti erlent