Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Verðið á Brent olíunni fór niður í rúma 97 dollara á tunnuna í morgun og lækkaði um dollar frá því síðdegis í gær. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan í júní í fyrra.

Viðskipti erlent

Útlit fyrir hagvöxt í Grikklandi á næsta ári

Útlit er fyrir hagvöxt í Grikklandi á næsta ári og yrði það í fyrsta sinn á síðustu sex árum að hagvöxtur mælist í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Evrópusambandinu, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, oft kallað þríeykið.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á gulli og silfri í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á gulli og silfri er í frjálsu falli þennan morguninn. Verð á únsu af gulli fór undir 1.400 dollara á markaðinum í London í morgun og hefur verð þess ekki verið lægra síðan í mars árið 2011 að því er segir í frétt á Bloomberg fréttaveitunni.

Viðskipti erlent