Viðskipti erlent

Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara

Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura.

Viðskipti erlent

Andlát Thatcher eykur sölu á veskjum

Sala á svokölluðum Launer veskjum hefur aukist um helming á örfáum dögum. Þessi veski voru þekktust fyrir það að vera í miklu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Thatcher lést, sem kunnugt er, fyrr í mánuðinum og það var þá sem áhuginn á veskjunum fór að aukast að nýju.

Viðskipti erlent

Grikkir tapa þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum

Nýjar tölur frá hagstofu Grikklands, ELSTAT, sýna að laun í Grikklandi hafa almennt lækkað um 22% á síðustu þremur árum eða frá því að skuldakreppa þeirra hófst. Þegar 10% verðbólgu á tímabilinu er bætt við hafa Grikkir tapað um þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum á þessum tíma.

Viðskipti erlent

Olía og gull hækka í verði

Heimsmarkaðsverð á olíu og gulli hefur farið hækkandi í morgun. Verðið á tunnunni af Brent olíunni er komið rétt yfir 100 dollara og hækkar um 1% frá því síðdegis í gær. Í vikunni í heild hefur verðið á Brent olíunni lækkað um rúm 3%.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Verðið á Brent olíunni fór niður í rúma 97 dollara á tunnuna í morgun og lækkaði um dollar frá því síðdegis í gær. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan í júní í fyrra.

Viðskipti erlent