Viðskipti erlent

Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað

Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: "Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur."

Viðskipti erlent

Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara

Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura.

Viðskipti erlent

Andlát Thatcher eykur sölu á veskjum

Sala á svokölluðum Launer veskjum hefur aukist um helming á örfáum dögum. Þessi veski voru þekktust fyrir það að vera í miklu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Thatcher lést, sem kunnugt er, fyrr í mánuðinum og það var þá sem áhuginn á veskjunum fór að aukast að nýju.

Viðskipti erlent

Grikkir tapa þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum

Nýjar tölur frá hagstofu Grikklands, ELSTAT, sýna að laun í Grikklandi hafa almennt lækkað um 22% á síðustu þremur árum eða frá því að skuldakreppa þeirra hófst. Þegar 10% verðbólgu á tímabilinu er bætt við hafa Grikkir tapað um þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum á þessum tíma.

Viðskipti erlent

Olía og gull hækka í verði

Heimsmarkaðsverð á olíu og gulli hefur farið hækkandi í morgun. Verðið á tunnunni af Brent olíunni er komið rétt yfir 100 dollara og hækkar um 1% frá því síðdegis í gær. Í vikunni í heild hefur verðið á Brent olíunni lækkað um rúm 3%.

Viðskipti erlent