Viðskipti erlent

Fréttamynd

Hringir viðvörunarbjöllum vegna sam­keppni frá Google

Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins sem er hvað þekktast fyrir ChatGPT mállíkanið sagði starfsmönnum sínum í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að hringja viðvörunarbjöllum þar. Búið væri að lýsa yfir neyðarástandi og er það vegna aukinnar samkeppni frá öðrum fyrirtækjum á sviði gervigreindar, sérstaklega vegna samkeppni frá Google.

Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Brunaútsala“ á hluta­bréfum eftir elds­voðann í Hong Kong

Hlutabréfaverð í danska þjónustufyrirtækinu ISS hrapaði í dönsku kauphöllinni í dag en lækkunin er rakin til stórbrunans í Hong Kong í síðustu viku. Um 7% lækkun er rakin til dótturfélags ISS, EastPoint í Hong Kong, sem ku hafa gegnt lykilhlutverki við framkvæmdir í byggingunum sem sagðar eru hafa orsakað eldsvoðann sem varð yfir 150 manns að bana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jen­sens Bøfhus lokað

Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu stærðarinnar launapakka Musks

Hluthafar Tesla hafa samþykkt stærðarinnar launapakka handa Elon Musk, auðugasta manni heims. Pakkinn gæti gert hann allt að 122 billjónum króna auðugri á næsta áratug en það fer eftir því hversu vel honum gengur að stýra fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Græða á tá og fingri á svikum og prettum

Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nvidia metið á 615 billjónir króna

Fyrirtækið Nvidia varð í dag rúmlega fimm billjón dala virði, fyrst allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heiminum. Virði hlutabréfa Nvidia hafa hækkað gífurlega í virði á undanförnum árum, samhliða miklum vexti í gervigreindargeiranum sen félagið framleiðir tölvubúnað sem er einkar vinsæll í gagnaver sem notuð eru til að keyra mállíkön heimsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Um­fangs­miklar upp­sagnir hjá Amazon

Forsvarsmenn Amazon tilkynntu í gær umfangsmiklar uppsagnir sem eiga að hefjast í dag. Til stendur að segja upp allt að þrjátíu þúsund manns. Með þessu vilja forsvarsmenn Amazon draga úr kostnaði og spara peninga en til stendur að fara í umfangsmikla notkun róbóta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stjórn Warner Bros. segir fé­lagið til sölu

Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svona lögðu Kín­verjar fram­tíðina undir sig

Ráðamenn í Kína hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir marga áratugi í það að ná algerum yfirráðum á markaði svokallaðra sjaldgæfra málma. Nú er staðan sú að þeir svo gott sem stjórna heilum iðnaði sem er gífurlega mikilvægur birgðakeðjum ríkja um allan heim og nauðsynlegur til framleiðslu tækni nútímans og framtíðarinnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Raf­myntir hrynja í verði eftir tolla­hótanir

Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi.

Viðskipti erlent