Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 9.12.2025 11:38
Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 8.12.2025 15:12
Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði. Viðskipti erlent 8.12.2025 10:12
Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur höfðað mál gegn Jóni Þorgrími Stefánssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa stolið hugverki NetApp og notað það til að undirbúa rekstur í samkeppni við NetApp á meðan hann var enn í vinnu hjá fyrirtækinu. Viðskipti erlent 19.11.2025 10:17
Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. Viðskipti erlent 18.11.2025 10:45
Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun um að ýmsar matvörur, þar á meðal kaffi, bananar og nautakjöt, verði undanskildar víðtækum tollum hans. Viðskipti erlent 15.11.2025 08:02
Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta. Viðskipti erlent 14.11.2025 12:05
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Taugalæknirinn Kári Stefánsson og athafnamaðurinn Hannes Þór Smárason hafa snúið bökum saman og stofnað fyrirtæki. Fyrirtækið nefnist ESH ehf. og er til húsa við Suðurlandsbraut. Viðskipti erlent 11.11.2025 18:25
PlayStation 5 slær Xbox 360 við Japanska fyrirtækið Sony hefur selt 84,2 milljónir eintaka af PlayStation 5 leikjatölvunni. Þannig hefur tölvan formlega tekið fram úr Xbox 360 leikjatölvunni og öllum öðrum leikjatölvum Microsoft í gegnum árin. Viðskipti erlent 11.11.2025 16:05
Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið. Viðskipti erlent 11.11.2025 14:03
Jensens Bøfhus lokað Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga. Viðskipti erlent 7.11.2025 11:15
Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Hluthafar Tesla hafa samþykkt stærðarinnar launapakka handa Elon Musk, auðugasta manni heims. Pakkinn gæti gert hann allt að 122 billjónum króna auðugri á næsta áratug en það fer eftir því hversu vel honum gengur að stýra fyrirtækinu. Viðskipti erlent 6.11.2025 22:43
Græða á tá og fingri á svikum og prettum Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum. Viðskipti erlent 6.11.2025 21:26
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4.11.2025 11:27
Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur því fram að hann hafi „enga hugmynd“ um hver stofnandi rafmyntarisans Binance er þrátt fyrir að hann hafi náðað hann í síðasta mánuði. Rafmyntafyrirtækið hjálpaði fjölskyldu Trump að hagnast gríðarlega á rafmyntabraski. Viðskipti erlent 4.11.2025 09:22
Nvidia metið á 615 billjónir króna Fyrirtækið Nvidia varð í dag rúmlega fimm billjón dala virði, fyrst allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heiminum. Virði hlutabréfa Nvidia hafa hækkað gífurlega í virði á undanförnum árum, samhliða miklum vexti í gervigreindargeiranum sen félagið framleiðir tölvubúnað sem er einkar vinsæll í gagnaver sem notuð eru til að keyra mállíkön heimsins. Viðskipti erlent 29.10.2025 14:23
Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Forsvarsmenn Amazon tilkynntu í gær umfangsmiklar uppsagnir sem eiga að hefjast í dag. Til stendur að segja upp allt að þrjátíu þúsund manns. Með þessu vilja forsvarsmenn Amazon draga úr kostnaði og spara peninga en til stendur að fara í umfangsmikla notkun róbóta. Viðskipti erlent 28.10.2025 10:53
Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um. Viðskipti erlent 24.10.2025 14:04
Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. Viðskipti erlent 23.10.2025 11:10
Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings í Lúxemborg samþykktu á dögunum að ljúka máli sem höfðað var gegn þeim þar í landi með því að fallast á að greiða 75 þúsund evrur í sekt, eða sem nemur rúmlega tíu og hálfri milljón íslenskra króna. Viðskipti erlent 23.10.2025 07:50
Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag. Viðskipti erlent 21.10.2025 14:11
Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Ráðamenn í Kína hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir marga áratugi í það að ná algerum yfirráðum á markaði svokallaðra sjaldgæfra málma. Nú er staðan sú að þeir svo gott sem stjórna heilum iðnaði sem er gífurlega mikilvægur birgðakeðjum ríkja um allan heim og nauðsynlegur til framleiðslu tækni nútímans og framtíðarinnar. Viðskipti erlent 21.10.2025 09:44
Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Snapchat, Duolingo og Roblox eru á meðal fjölda vefsíða, forrita og tölvuleikja sem liggja niðri vegna bilunar hjá vefhýsingaraðilanum Amazon. Þá eru dæmi um að bankar séu í basli vegna bilunarinnar. Viðskipti erlent 20.10.2025 09:14
Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum sínum vegna svokallaðra lénaleikja. Dæmi eru um að einstaklingar greiði tæpar hundrað milljónir króna fyrir ákveðin lén. Viðskipti erlent 18.10.2025 21:37