Viðskipti erlent

Fréttamynd

Setur háa tolla á Evrópu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin.

Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kín­versk kú­vending leiddi til hruns vestan­hafs

Hlutabréf stórra tæknifyrirtækja hríðféllu í virði í dag eftir að lítið þekkt kínverskt fyrirtæki opinberaði nýja gervigreind í síðustu viku. Fyrirtækið DeepSeek opinberaði mállíkan sem á að standa í hárinu á sambærilegri gervigreind eins og ChatGPT í eigu OpenAI en fyrir brot af kostnaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn deila Musk og Altman

Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

MrBeast gerir til­boð í TikTok

YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter

Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt frá hlutabréfaeign sinni í Twitter í aðdraganda kaupa hans á samfélagsmiðlinum en þannig mun hann hafa greitt að minnsta kosti 150 milljónum dala minna en annars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar

Níu af hverjum tíu bílum sem keyptir voru nýir í Noregi í fyrra voru rafmagnsbílar. Markmið Norðmanna er að selja eingöngu rafmagnsbíla á árinu sem er að hefjast. Formaður sambands rafmagnsbílaeigenda segir Noreg verða fyrsta ríki heimsins til að ná því markmiði að nýskrá eingöngu rafmagnsbíla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjónvarpskóngur allur

Bandaríski sjónvarpskóngurinn Charles Dolan, stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, er látinn 98 ára að aldri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bölvað basl á Bond

Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Draga úr raf­myntar­væðingu til að fá lán frá AGS

Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ræða sam­runa Honda og Nissan

Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn.

Viðskipti erlent