Skoðun

Öflugur Kvik­mynda­sjóður er for­senda kvikmyndastefnunnar

Hrönn Sveinsdóttir,Dögg Mósesdóttir,Karna Sigurðardóttir,Hilmar Oddsson og Gagga Jónsdóttir skrifa

Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.)

Skoðun

Frelsissviptir

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, fagnar 20 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári.

Skoðun

ESB: Engar á­hyggjur

Kjartan Valgarðsson skrifar

Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru.

Skoðun

Frá í­myndar­stjórn­málum til klassískrar jafnaðar­stefnu

Kolbeinn H. Stefánsson skrifar

Kosningaslagorð Samfylkingarinnar — Sterk velferð, stolt þjóð — hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu.

Skoðun

Mikil­vægar kross­götur fyrir fram­tíð þjóðarinnar

Wiktoria Joanna Ginter skrifar

Þegar þjóðin fer í gegnum mikilvægar kosningar, er meira í húfi en nokkru sinni fyrr. Núverandi efnahagsástand—merkt af hræðilegri verðbólgu, hækkandi vöxtum, sveiflum í ISK, baráttu á húsnæðismarkaði og minnkandi kaupmætti—hefur skilið marga borgara í erfiðleikum með að takast á við óvenjulegar fjárhagslegar áskoranir.

Skoðun

Förum á trúnó!

Katrín Þrastardóttir skrifar

Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi.

Skoðun

At­vinnu­lífið leiðir

Kristín Þöll Skagfjörð Sigurðardóttir skrifar

Á tímum þegar heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum umhverfisáskorunum, hefur íslenskt atvinnulíf ekki setið auðum höndum. Þvert á móti hefur það tekið forystu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, ekki með innantómum loforðum, heldur með raunverulegum aðgerðum sem enduróma um allan heim.

Skoðun

Pössum upp á per­sónu­af­sláttinn

Alma Ýr Ingólfsdóttir og Helgi Pétursson skrifa

ÖBÍ réttindasamtök og Landssamband eldri borgara skora á Alþingi að fresta áformum um gildistöku laga um brottfall persónuafsláttar örorku- og ellilífeyrisþega sem búsettir eru erlendis.

Skoðun

Er Stuðlar bara köld kjöt geymsla?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar

Ég fékk sting í hjartað þegar ég horfði á Kveik, þátt um Stuðla. Að horfa á þessa ungu einstaklinga sem eru að berjast fyrir lífi sínu í ónýtu kerfi er óboðlegt. Það er engu líkara en að kerfinu sé skítt sama um skítugu börnin hennar Evu.

Skoðun

Ég er kona með ADHD

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus.

Skoðun

Saga Ahmeds

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Ahmed er 24 ára og býr á Gaza. Fyrir stríðið sem hófst 7. október 2023 vann hann sem forritari, og naut lífsins sem ungur maður á Gaza. Eftir 380 daga af þjóðarmorði og stöðugum flótta er hann kominn með grátt hár. Þetta er saga Ahmeds og fjölskyldu hans.

Skoðun

Hafa stjórn á sínu fólki?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ég skemmti mér vægast sagt vel yfir umræðum á Alþingi um störf þingsins á dögunum þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði EES-samninginn að umtalsefni. 

Skoðun

Rang­færslur um Ísrael og Araba­ríkin

Hannes H. Gissurarson skrifar

Mánudaginn 14. október 2024 hafði ungur bresk-ísraelskur hagfræðingur, Ely Lassman, framsögu á fundi, sem ég efndi til í Þjóðminjasafninu. Var Lassman staddur hér af öðrum ástæðum, og bað ég hann að eiga við okkur orð um „Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin“.

Skoðun

Við verðum að við­halda vegum

Sigþór Sigurðsson skrifar

Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims.

Skoðun

Ferða­þjónustan og fyrir­sjáan­leikinn

Pétur Óskarsson skrifar

Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til.

Skoðun

Ætlar heil­brigðis­ráð­herra að lög­leiða kanna­bis?

Gunnar Dan Wiium skrifar

Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans.

Skoðun

Píratar og járn­lög­mál fá­mennis­stjórna

Jóhann Hauksson skrifar

Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“

Skoðun

Til ástarinnar til lýð­ræðis

Wiktoria Joanna Ginter skrifar

Það er aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag sem skilur, stundar, metur og bætir hugmyndina um lýðræði: Píratar.

Skoðun

Eini lýð­ræðis­legi flokkur?

Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar

Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar.

Skoðun

Ég stend með kennurum

Jón Gnarr skrifar

Ég á góðum kennurum svo gríðarlega mikið að þakka. Ég fór sjálfur holótta leið í gegnum skólakerfið og veit hvað það hefur mikil áhrif. Það skólakerfi sem við erum með í dag er 1000 sinnum betra en það sem þá viðgekkst. Í dag gegna kennarar lykilhlutverki.

Skoðun

Kennarar eru alls konar

Anton Már Gylfason skrifar

Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk.

Skoðun

Er for­svaran­legt að kjósa Fram­sóknar­flokkinn?

Reynir Böðvarsson skrifar

Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið.

Skoðun

Þegar hjarðhegðun skyggir á skyn­semi: Tökum upp­lýsta á­kvörðun!

Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar

Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum.

Skoðun

Rang­færslur bæjar­stjóra

Stefán Georgsson skrifar

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða.

Skoðun

Er öldrunarhjúkrun gefandi?

Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. 

Skoðun