Neytendur

Fyrir­tæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög.

Neytendur

Gapandi yfir gjör­breyttu frum­varpi og varar við því

Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir.

Neytendur

Breytingarnar séu stór­hættu­legar og á kostnað launa­fólks

Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 

Neytendur

Dældu skemmdri dísel­olíu á bíla sína

Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini.

Neytendur

Undrast að það séu hrein­lega ekki ó­eirðir á Ís­landi

Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp.

Neytendur

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn kynnti í dag að bankinn muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. Munu fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig. Hið sama á við fasta vexti til fimm ára.

Neytendur

35 fer­metrar á 220 þúsund krónur

Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. 

Neytendur

Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka

Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur.

Neytendur

Nammigrísir í á­falli yfir verðinu

Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið.

Neytendur

Verð­bólga haldi á­fram að hjaðna

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 

Neytendur

Stað­festu öll brot Svens á auglýsingabanni

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu að Svens braut gegn auglýsingabanni gegn nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins.

Neytendur

Mega ekki banna skil á ó­inn­sigluðum unaðs­vörum

Neytendastofa hefur gefið tveimur unaðsvöruverslunum fyrirmæli um að gera úrbætur á skilmálum sínum um rétt neytenda til að skila vöru sem keypt er í fjarsölu. Aðeins megi meina neytendum að skila vöru ef hún er innsigluð og skilmálar þess efnis skýrir.

Neytendur

Sprenging í matarinnkaupum á netinu

Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum.

Neytendur

Lækka og festa vöru­verð til árs­loka

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst.

Neytendur

Kalla inn Nóa Kropp vegna hnetu­smits

Ákveðið hefur verið að kalla inn 200 gramma pakkningar af Nóa Kroppi. Ástæðan er blöndun sem átti sér stað við pökkun sælgætisins, sem veldur því að heslihnetur komust í kroppið. 

Neytendur