Neytendur

Fréttamynd

Um fimm­tíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt far­gjald

Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enn bólar ekkert á skipta­stjóra fyrir Novis

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári

Neytendur
Fréttamynd

Sorpa endur­skoðar verð­skrá vegna losunar hrossa­taðs

Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. 

Neytendur
Fréttamynd

Mælir ekki með „TikTok-sparnaðar­leiðunum“

Margir setja sér markmið um sparnað og tiltekt í heimilisbókhaldinu um áramótin en allur gangur er á því hvernig gengur að halda það út og ná markmiðum sínum. Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson mælir meðal annars með sjálfvirkum sparnaðarleiðum, niðurgreiðslu neysluskulda og að safna í neyðarsjóð en bendir á sparnaðarráð sem ná flugi á samfélagsmiðlum séu ekki alltaf heppilegustu kostirnir.

Neytendur
Fréttamynd

Strætómiðinn dýrari

Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Sorpa undir­býr sig fyrir þjónustufall

Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað.

Neytendur
Fréttamynd

Sektuð fyrir að segjast vera best

Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar.

Neytendur
Fréttamynd

Verð á raf­orku rokið upp um tugi prósenta á einu ári

Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns.

Neytendur
Fréttamynd

Hægt að borga með korti í strætó

Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

Neytendur
Fréttamynd

Loka verslun í Smára­lind

Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót.

Neytendur