Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit. Neytendur 29.1.2025 21:04
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Neytendur 29.1.2025 12:07
Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu. Neytendur 29.1.2025 07:05
Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári Neytendur 15.1.2025 11:58
Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. Neytendur 10.1.2025 13:37
Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Margir setja sér markmið um sparnað og tiltekt í heimilisbókhaldinu um áramótin en allur gangur er á því hvernig gengur að halda það út og ná markmiðum sínum. Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson mælir meðal annars með sjálfvirkum sparnaðarleiðum, niðurgreiðslu neysluskulda og að safna í neyðarsjóð en bendir á sparnaðarráð sem ná flugi á samfélagsmiðlum séu ekki alltaf heppilegustu kostirnir. Neytendur 6.1.2025 13:16
Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Neytendur 6.1.2025 11:56
Strætómiðinn dýrari Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur. Neytendur 3.1.2025 14:49
Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað. Neytendur 3.1.2025 10:30
Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Flugeldasala Landsbjargar hefst á morgun á 100 sölustöðum um land allt. Verð á flugeldum Landsbjargar hefur lítið hækkað á milli ára. Upplýsingafulltrúi segir kökurnar alltaf vinsælar. Neytendur 27.12.2024 11:38
Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendastofa hefur sektað Pólóborg ehf. um þrjú hundruð þúsund krónur vegna auglýsinga á nikótínvörum. Auglýsingarnar voru bæði birtar á samfélagsmiðlum og auglýsingaskilti. Neytendur 27.12.2024 10:41
Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar. Neytendur 23.12.2024 13:35
Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur slegið á putta Kilroy Iceland þar sem athugasemdir voru gerðar við upplýsingagjöf fyrirtækisins til ferðamanna bæði fyrir samningsgerð og í samningnum sjálfum. Neytendur 23.12.2024 07:59
Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska vegna gruns um listeríugerill. Varan hefur verið innkölluð. Neytendur 19.12.2024 14:20
Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Neytendur 18.12.2024 15:00
Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendastofa mun taka upp formlega málsmeðferð vegna 18 veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur sem eru ekki með matseðla sína aðgengilega á íslensku. Neytendur 18.12.2024 12:03
Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Neytendur 17.12.2024 12:01
Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns. Neytendur 17.12.2024 10:45
Hægt að borga með korti í strætó Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Neytendur 17.12.2024 09:45
Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Neytendur 16.12.2024 16:24
Loka verslun í Smáralind Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót. Neytendur 15.12.2024 15:05
Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Allt að þrefaldur verðmunur er á bókum milli verslana samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Á þetta við jafnvel þótt umrædd bók sé ekki til sölu í lágvöruverslunum. Dýrastar eru bækurnar að jafnaði hjá Pennanum-Eymundsson og A4. Neytendur 11.12.2024 15:54
„Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir „Gamla góða“ Cocoa Puffs er aftur á leið í verslanirá Íslandi eftir nokkurra ára hlé. Varan verður flutt beint frá Bandaríkjunum. Neytendur 10.12.2024 12:57