Lífið

Norðurljósin léku við landsmenn

Björt norðurljós vöktu mikla lukku meðal Íslendinga í gærkvöldi og í nótt sem virtust keppast við að birta myndir af ljósadýrðinni á samfélagsmiðlum. Myndir hafa verið birtar víðsvegar frá landinu.

Lífið

„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“

„Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör.

Tónlist

Pat­rekur segir Birgittu ekki hafa átt neðan­beltis­höggin skilið

Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning.

Lífið

Ástrós og Adam eiga von á barni

LXS raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir og frumkvöðullinn Adam Karl Helgason eiga von á barni í febrúar á næsta ári. Það er mikill spenningur hjá parinu fyrir erfingjanum en þetta er þeirra fyrsta barn saman.

Lífið

„Það er búið að rugla í okkur svo lengi“

„Maður veltir oft fyrir sér með þær systur, í hvaða súpu þær eru, í hvaða hringiðju. Ég held að þær séu á þeim stað þar sem pressan er óhugsandi,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og guðfræðingur um Kardashian systurnar.

Lífið

Léttleiki og húmor í listrænni samvinnu

Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6.

Menning

Dolly selur hár­kollur ætlaðar hundum

Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili.

Lífið

Hildur Guðna orðuð við Óskars­verð­laun

Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina.

Lífið

Birgitta miður sín og biðst af­sökunar

Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 

Lífið

Fagna því að stúdentar hafi endur­heimt úti­há­tíðina sína

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Menning

Segir orð Birgittu vera kjafts­högg

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi.

Lífið