Lífið

Sól og sæla á Götubitahátíðinni

Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 

Lífið

Glæsi­höll Esterar í Pelsinum til sölu á 470 milljónir

Ester Ólafsdóttir, sem rak verslunina Pelsinn í miðbænum í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum, hefur sett sannkallað glæsihýsi í Laugardalnum á sölu. Húsið er skráð 316 fermetrar og ásett verð er 470 milljónir.

Lífið

Engin til­viljun að kaffið bragðaðist „eins og skítur“

Kaffi á heimili foreldra tónlistarkonunnar Vigdísar Hafliðadóttur smakkaðist undarlega. Gömlu kaffivélinni var kennt um og þess vegna var ný vél fengin í staðinn, en þá kom raunverulegi sökudólgurinn í ljós. Hundamatur var búinn að koma sér fyrir með kaffibaununum sem skýrði skrýtna bragðið.

Lífið

Datt niður stiga tvisvar sinnum sama daginn

„Ég myndi segja að sjálfstraustið hafi aukist verulega og á mjög líklega eftir að vaxa enn frekar,“ segir hin 22 ára Skagamær, Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, um þann ávinning sem undirbúningsferlið fyrir Ungfrú Ísland hefur fært henni. Hún segir orðið fegurðarsamkeppni ekki taka utan um alla þá vinnu sem fer fram á bakvið tjöldin. 

Lífið

Fagna tveimur brúðkaupsafmælum á einu ári

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech fögnuðu því í gær að eitt ár er liðið frá því að þau gengu í hjónaband við fallega athöfn á Íslandi.

Lífið

Mýkt og mínímalismi í Hlíðunum

Við Bólstaðarhlíð í Reykjavík er að finna notalega og mikið endurnýjaða 150 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1957. Ásett verð er 126,5 milljónir.

Lífið

Væri til í bón­orð áður en hún deyr

„Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar.

Lífið

Um­ræða um feðra­veldi og karl­rembu skekur djassbransann

„En þetta er svo barnalegt. Þetta er svo mikill sandkassaleikur. Þetta er engum til framdráttar og svo sannarlega ekki að efla hið litla samfélag sem jazzsenan er. Þessi eilífa sundrung og barátta um kökuna mun ekki bæta stöðu jazzsenunnar og er örugglega ástæða þess að við erum margra áratuga eftirbátar frænda okkar á hinum Norðurlöndunum. Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að taka á honum stóra sínum og hætta að vera oggupínulítill karl?“

Menning

Mótandi að hafa alist upp hjá fóstur­for­eldrum

Sigrún May Sigurjónsdóttir er tvítug og stundar nám í fatahönnun við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Samhliða náminu spilar hún fótbolta með meistaraflokki ÍR ásamt því að starfa sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. May, eins og hún er kölluð, er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

„Þetta var aug­ljós­lega slys“

Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða.

Lífið

Leifur og Hug­rún orðin for­eldrar

Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku síðastliðinn föstudag. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið

Tanja Ýr á von á barni með breskum her­manni

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tanja deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Á myndunum má sjá fallegar myndir af parinu þar sem óléttkúla Tönju er í aðalhlutverki.

Lífið

Eyddi tíu milljónum í tískuvörur fyrir kærustuna

Kaupæði virðist hafa gripið Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, í Mílanó á Ítalíu á dögunum. Kelce er sagður hafa eytt á 75 þúsund dollara, um tíu milljónir í íslenskum krónum, í alls konar tískuvörur fyrir kærustuna sína, tónlistarkonuna Taylor Swift.

Lífið

Út­lit fyrir bíó­lausa Akur­eyri

Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi. 

Menning

Ör­kumlaðist eftir slys en heldur fast í drauminn

Líf Elínborgar Björnsdóttur umturnaðist eftir alvarlegt bílslys í janúar 2020. Afleiðingarnar voru þær að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Um það leyti sem hún lenti í slysinu hafði hún stundað pílukast í meira en tvo áratugi – og skarað fram úr auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í sundi.

Lífið

Komið að enda­lokum eftir 25 ár

Listahátíðin Lunga fer nú fram á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir tuttugu og fimm ára farsæla sögu. Skipuleggjendur segja tímamótin einkennast af trega og gleði í bland. Lokakvöld hátíðarinnar fer nú í hönd, þar sem haldnir eru stórtónleikar í tilefni endalokanna. Líf og fjör var á Seyðisfirði síðdegis og hátíðargestir greinilega spenntir fyrir kvöldinu.

Menning