Lífið

Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin

Victoria Jones, fyrrverandi barnastjarna og dóttir bandaríska leikarans Tommy Lee Jones, fannst látin á hóteli í San Francisco aðfaranótt gærdagsins. Hún varð 34 ára.

Lífið

Vin­sælustu lögin á Bylgjunni 2025

Tónlistin er gríðarlega mikilvægur hluti af íslensku menningarlífi og síðastliðið ár var mjög gjöfult í íslenskri tónlistarsenu, hvað varðar bæði útgáfu og tónleikahald. 

Tónlist

Þór­dís Elva bað poppstjörnunnar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina.

Lífið

Blö byrjar árið á bingói

Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00 á morgun, nýársdag. Vinningarnir eru fjölmargir og margir hverjir ansi veglegir.

Lífið

Isiah Whitlock Jr. látinn

Bandaríski leikarinn Isiah Whitlock Jr. er látinn, 71 árs að aldri. Hann var þekktur fyrir eftirminnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Wire, Veep og Your Honor, sem og fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda með Spike Lee.

Lífið

Heitustu lögin á FM árið 2025

Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin.

Tónlist

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Menning

Sau­tján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni

Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, minnist frönsku leikkonunnar og dýraverndunarsinnans Brigitte Bardot, sem lést nú á dögunum, í færslu á Facebook. Þar minnist hann þess þegar hann, sem unglingur, leitaði kvikmyndastjörnunnar um frönsku rivíeruna.

Lífið

Clooney orðinn franskur

Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar.

Lífið

Tekur yfir borgina á ný­árs­dag

Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku.

Menning

Græna gímaldið ljótast

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Menning

Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Ís­lands

Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka.

Lífið

Móðurmorð í blóðugu jólaboði

Það er alltaf eftirvænting í loftinu á jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Þetta er ekki fjölskylduvænasta jólahefðin, hvorki fyrir áhorfendur né leikara. En sérstakt er það – að mæta í leikhúsið á annan í jólum, sumir komnir beint úr jólaboðum og gleyma sér í leikhúsinu. Jólasýningin í ár var Óresteia. Um fjögurra klukkutíma leikrit eftir Benedict Andrews byggt á blóðugri grískri tragedíu. Og hvað er jólalegra eða íslenskara en fjölskylduharmleikur á jólum? Hvorki leikrit eða leikstjórn Benedict Andrews olli mér vonbrigðum. Þetta var alvöru kjaftshögg á hátíð ljóss og friðar. Sýning sem lætur engan ósnortinn – þá sem treysta sér að mæta það er að segja.

Gagnrýni

Blysröð í anda þjóð­há­tíðar í stað brennu

Amma á Kársnesi sem saknar árlegrar áramótabrennu í Kópavogi hefur ákveðið að blása til svokallaðrar blysraðar í anda þjóðhátíðar í Eyjum á gamlárskvöld. Engar áramótabrennur eru á dagskrá í sveitarfélaginu í ár. Hún furðar sig á áhugaleysi Kópavogsbæjar á framtakinu, sem þjóni þeim tilgangi að fjölskyldur hafi eitthvað að gera milli matmálstíma og áramótaskaups á gamlárskvöld.

Lífið

Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn

Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk.

Lífið

Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi

Í síðasta Kviss þætti ársins var farið yfir árið með skemmtilegum hætti. Þar mættu vel valdir gestir og svöruðu spurningum Björns Braga Arnarsonar sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um atburði ársins og oftast eitthvað sem átti sér stað síðustu tólf mánuði. Guðmundur Haukur Guðmundsson var bæði dómari í þættinum og samdi einnig spurningarnar í samvinnu við Björn Braga. 

Lífið

Krydd­síld fagnar af­mæli og öllum er boðið

Það styttist óðum í hina árlegu Kryddsíld á gamlársdag þangað sem formenn flokkanna á Alþingi mæta til að gera upp árið. Þátturinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 14 og aðgengilegur öllum landsmönnum. Um er að ræða 35 ára afmæli þáttarins í sjónvarpi. Stiklan fyrir þáttinn í ár er komin í birtingu og má sjá neðst í fréttinni.

Lífið

Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi sið­lausa

Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi.

Lífið

Brigitte Bardot er látin

Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum.

Lífið