Lífið

Ör­kumlaðist eftir slys en heldur fast í drauminn

Líf Elínborgar Björnsdóttur umturnaðist eftir alvarlegt bílslys í janúar 2020. Afleiðingarnar voru þær að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Um það leyti sem hún lenti í slysinu hafði hún stundað pílukast í meira en tvo áratugi – og skarað fram úr auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í sundi.

Lífið

„Ég grét svo mikið“

Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember.

Lífið

Gleði og sorg í bland á síðasta LungA

Lista- og tónlistarhátíðin LungA fer fram um helgina á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir 25 ár. Veðrið leikur við gesti og spennandi kveðjudagskrá er í vændum. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það tregafullt en fallegt að kveðja.

Lífið

„Hann var of klár fyrir lífið“

Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Lífið

„Ég var rétta konan á réttum tíma“

„Það skiptir miklu máli að hafa breitt bak og geta staðið með sjálfri sér,“ segir framleiðandinn Alexandra Sif Tryggvadóttir, sem er búsett í New York og starfar hjá risanum Spotify. Alexandra er fædd í Los Angeles og hefur alla tíð haft annan fótinn úti en henni finnst mikilvægt að halda alltaf góðum tengslum við Ísland. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin erlendis.

Lífið

Bón­orðið eins og at­riði úr rómantískri kvik­mynd

Athafnakonan Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða Jakobi Fannari Hansen í byrjun júlí. Gerður birti myndband af bónorðinu á Instagram í dag, en það minnir einna helst á atriði úr rómantískri kvikmynd.

Lífið

Fékk sér þýðingar­mikið húð­flúr

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, fékk sér nýtt og þýðingarmikið húðflúr á dögunum. Ragga birti nærmynd af húðflúrinu á Intagram í gær þar sem má sjá mynd af blóminu Gleym mér ei.

Lífið

Sögu­legt og sjarmerandi ein­býlis­hús í 101

Við Nýlendugötu 32 í Reykjavík er að finna eitt af elstu einbýlishúsum borgarinnar. Húsið var byggt árið 1906 við Hverfisgötu og síðar flutt í heilu lagi að Nýlendugötu árið 1998. Ásett verð fyrir eignina er 159,9 milljónir.

Lífið

Hugar­á­stand snýr aftur

Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016.

Lífið

Við það að landa Theron og Balta

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra.

Lífið

Ekki saman á brúðkaupsafmælinu

Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck vörðu tveggja ára brúðkaupsafmælinu sínu í sitt hvoru lagi. Þetta ýtir undir þann orðróm að sambandi þeirra sé lokið en hjónin hafa ekki sést saman í um mánuð.

Lífið

Lítur upp til Elle Woods og Pamelu Ander­son

Harpa Rós Jónsdóttir er 24 ára, uppalin í sveit í Grímsnesinu. Hún starfar á leikskóla ásamt því að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og Villiköttum. Sem keppandi í Ungfrú Ísland vill hún halda umræðunni um geðheilbrigði á lofti.

Lífið

„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hve­nær“

Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunn­ars Ingi Val­geirs­sonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði.

Lífið

Sonur Söndru og Daníels kominn með nafn

Handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Martin Leo Daníelsson. Parið greindi frá gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið

Gísli Pálmi í fót­bolta með Barry Keoghan

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum.

Lífið