Lífið

„Mín saga á að vera sú eina“

Hin rúmlega tvítuga Alice Viktoria Kent segist enn fá kvíðaköst og liggja andvaka á næturnar vegna þess viðmóts sem mætti henni í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hún leitaði aðstoðar með mikla kviðverki þegar hún var sautján ára gömul. Það mæti henni enn í kerfinu.

Lífið

Hefði verið skelfi­legt að byrja ævina á skjalafalsi

Hlaupár er á fjögurra ára fresti líkt og flestum er kunnugt. Í ár bættist auka dagur við almanakið, 29. febrúar. Mest fæddust þrjátíu börn á Íslandi á hlaupársdaginn árið 1980, tuttugu og sjö börn árið 1988 en aðeins sjö börn þennan dag árið 2020.

Lífið

Richard Lewis er látinn

Leikarinn og grínistinn Richard Lewis, sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, er látinn. Hann var 76 ára gamall og er sagður hafa látist á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hann fékk hjartaáfall.

Lífið

Baltasar og Sunn­eva Ása eiga von á barni

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á sínu fyrsta barni saman í byrjun ágúst. Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir.

Lífið

Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð

„Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir.

Lífið

Disney-söngleikur settur upp á Hvols­velli

Það stendur mikið til á Hvolsvelli því þar eru fullorðnir söngnemendur Tónlistarskóla Rangæinga að setja upp söngleik með Disney lögum úr ýmsum teiknimyndum með ævintýrasögum í kringum lögin.

Lífið

Reyndust vera með 26 greiðsludreifingar

Fjallað er um fjárhag hjónanna Nathaliu B. Tómasdóttur, kynningarfulltrúa, og Stefáns Þorvarðarsonar, gagnaverkfræðings, í þáttunum Viltu finna milljón en í fyrsta þættinum í síðustu viku kom í ljós að samanlagt eru hjónin með 1.028.405 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði.

Lífið

„Er þetta síðasta af­mælið mitt með þeim?“

„Ég er í stelpuferð með vinkonum mínum í Edinborg. Fyrsta morguninn finn ég einhverja perlu í brjóstinu á mér. Ég tek mig til, fer í morgunmat með stelpunum og þar er vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fæ hana til að fara með mér inn á klósett og skoða þetta. Hún nær að róa mig niður og sannfærir mig um að kíkja á þetta þegar ég kem heim,“ segir Linda Sæberg sem á ungan son og unglingsstúlku.

Lífið

Hamingju­samari í Síerra Leóne en á Ís­landi

„Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne.

Lífið

Vill bæði geta verið skvísa og gæi

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Binni Glee sló upphaflega í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann var að sýna frá förðun. Binni segist ekki hafa séð marga stráka mála sig á þeim tíma en segir fjölbreyttar fyrirmyndir skipta miklu máli. 

Lífið

Konurnar á bak við Bríeti

Íslenska stórstjarnan Bríet er þekkt fyrir öfluga sviðsframkomu sína og tjaldar öllu til þegar að það kemur að hári, förðun og fatnaði. Á bak við Bríeti eru þrjár öflugar listakonur sem þróa með henni þessi mjög svo einstöku lúkk en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá samstarfinu.

Lífið

Guðni hoppaði í fyrsta Mottu­mars­sokka­parinu

Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir.

Lífið

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Lífið

Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki

Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 

Lífið