Lífið

Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“

Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni.

Lífið

Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar

Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum.

Lífið

Segir föður sínum til syndanna

Vivian Jenna Wilson dóttir milljarðamæringsins Elon Musk segir föður sínum til syndanna í nýrri færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Threads. Hún segir hann ekki fjölskyldumann og segir hann ítrekað ljúga um börn sín auk þess sem hann sé raðframhjáhaldari. 

Lífið

Upp­lifir sig niður­lægða

Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix.

Lífið

Varan­legur regnbogafáni við Barónstíg

Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg.

Lífið

Heims­meistari eftir að hafa næstum misst af mótinu

„Ég er búin að sanna það fyrir sjálfri mér núna að það er ekkert sem ég get ekki gert, og ég vil sýna öðrum að það sé allt hægt ef maður ætlar sér það,“ segir Elínborg Björnsdóttir sem á dögunum varð heimsmeistari í flokki fatlaðra á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fram fór í Edinborg á Skotlandi.

Lífið

Konur á bak­við glans­myndina sem líður al­veg ofsa­lega illa

Reyndir mannauðsráðgjafar segja það áhyggjuefni hve mikil pressa sé á ungum mæðrum í dag og segja samfélagsmiðla þar hafa mest áhrif. Dæmi séu um að makar vilji að konur þeirra séu heima. Ráðgjafarnir segja staðreyndina sú að konur þurfi ekki að gera allt 150 prósent, líkt og gjarnan sé raunin. 

Lífið

Stemning og gott veður á Akur­eyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“

Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð.

Lífið

Átta ára bar­átta endaði með krafta­verki

„Það er svo stór og sjálfsagður partur af lífinu að eignast börn. Ég held að fæstir hugsi eitthvað sérstaklega út í að eiga kannski ekki möguleika á því, ekki fyrr en virkilega á reynir,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir. Árið 2004 fékk hún langþráða ósk uppfyllta þegar tvíburasynir hennar Oddur Fannar og Tómas Ingi komu í heiminn - eftir átta ára langt frjósemisferli.

Lífið

Þjóð­há­tíð sett í alíslensku sumar­veðri

Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra.

Lífið

Sann­færð um byrlun sem dregur enn dilk á eftir sér

Fjögurra barna móðir á Egilsstöðum er enn að jafna sig bæði líkamlega og andlega á erfiðri lífsreynslu á skemmtun fyrir sex árum. Hún er þakklát að hafa verið í fylgd eiginmanns síns þegar hún hneig niður. Hún er sannfærð um að henni hafi verið byrlað ólyfjan og hvetur fólk til að hafa auga með konum sem virka ölvaðar en gætu verið í hættu.

Lífið

„Við munum ekki eldast saman“

„Fyrsta tilfinningin var bara: „Nei, þetta getur ekki verið,“ segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður. Hann og unnusta hans, Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru rétt byrjuð að búa sér til líf saman og stefndu á barneignir þegar Sunna Kristín var greind með ólæknandi krabbamein.

Lífið

Haukur Hall­dórs­son mynd­listar­maður látinn

Haukur Halldórsson myndlistamaður lést á heimili sínu í Hafnarfirði 30. júlí síðastliðinn, 87 ára að aldri. Hann skilur eftir sig börn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 15.

Lífið

For­seta­hjónin mætt til Eyja

Halla Tómasdóttir forseti lét sig ekki vanta á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti forsetahjónunum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og leiddi þau um svæðið í Herjólfsdal.

Lífið

Logi Geirs og Inga Tinna eignuðust prinsessu

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout, og Logi Geirsson handboltakappi hafa eignast dóttur. Stúlkan fæddist 25. júlí síðastliðinn, en parið greindi frá þessu á Instagram í dag í hjartnæmri færslu.

Lífið

Svarar ekki sím­tölum sonarins

Karl Bretakonungur svarar ekki símtölum yngri sonar síns Harry Bretaprinsar. Feðgarnir hafa lítið sem ekkert talað saman undanfarið og ekki sést síðan í febrúar síðastliðnum þegar Karl tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri með krabbamein.

Lífið

Fattaði að þetta væri alls ekki amma hennar

Sóldís Vala Ívarsdóttir er á öðru ári sínu í menntaskóla og stefnir að fara í flugmannsnám að því að lokinni menntaskólagöngu. Sóldís hefur mjög fjölbreytt áhugamál en hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsutengd málefni.

Lífið

Halla fann efnið í New York

Halla Tómasdóttir kom að máli við Björgu Ingadóttur fatahönnuð í byrjun júní í því skyni að fá Björgu til að hanna kjóla fyrir innsetningarathöfn sína. Svo fór að Björg hannaði tvo kjóla fyrir daginn, en Halla fann efnið í annan þeirra í New York. 

Lífið

Hópsöngur og TikTok-dans á Bessa­stöðum

Halla Tómasdóttir tók við embætti í gær sem sjöundi forseti lýðveldisins. Öllu var til tjaldað. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni og Alþingissalnum tók við eftirpartí í Smiðju, nýrri viðbyggingu Alþingis, áður en leiðin lá á Bessastaði þar sem sungið var um ferðalok og stiginn TikTok-dans.

Lífið

Minnist systur sinnar sem fær sér­merkt sæti

Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður minnist systur sinnar Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur á samfélagsmiðlum í færslu með myndbandi þar sem hann tilkynnir endurkomu sína í íslenska knattspyrnu, til uppeldisfélagsins Þórs.

Lífið

Fólk ein­faldi mats­eldina um helgina

Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of.

Lífið

Mennta­fólk kveður út­sýnið af einkaflugvélunum

Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Kristján Vigfússon háskólakennari hafa sett þakíbúð sína að Hlíðarfæti í Vatnsmýrinni á sölu. Úr íbúðinni er útsýni til allra átta, meðal annars yfir aðsetur einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli.

Lífið

Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu

Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið.

Lífið