Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ás­geir og Hildur eiga von á stúlku

Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni Ara í ís­lensku dóm­nefndinni

Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni.

Lífið
Fréttamynd

Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn

Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið.

Lífið
Fréttamynd

Bar­áttan um jólagestina hafin

Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar.

Lífið
Fréttamynd

Þór­hildur greinir frá kyninu

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á stelpu.

Lífið