„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af. Lífið 2.2.2025 12:28
„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ „Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi. Lífið 2.2.2025 08:01
Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 2.2.2025 07:02
Merzedes Club snýr aftur Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö. Lífið 31.1.2025 17:01
Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona eiga von á barni. Þetta tilkynna þær í einlægri færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 31.1.2025 16:14
„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. Lífið 31.1.2025 15:44
Þungarokkarar komast ekki til Íslands Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar. Lífið 31.1.2025 15:36
Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignamiðlun hafa fest kaup á einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ. Parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum um áramótin og virðist lífið leika við þau. Lífið 31.1.2025 14:00
Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. Lífið 31.1.2025 10:57
Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir. Lífið 31.1.2025 10:33
Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og meðstofnendi hugbúnaðarfyrirtækisins Quest Portal, hefur sett fallega íbúð við Grettisgötu 5 í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 124, 9 milljónir. Lífið 31.1.2025 10:33
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. Lífið 31.1.2025 10:33
Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sænski sjónvarpsmaðurinn Leif „Loket“ Olsson, sem þekktastur er fyrir að hafa stýrt sjónvarpsþáttunum Bingólottó um margra ára skeið, er látinn. Lífið 31.1.2025 08:57
Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman fimm dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2024. Ódýrasta eignin af þeim seldist á 395 milljónir á meðan sú dýrasta seldist á 850 milljónir. Lífið 30.1.2025 20:02
Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin. Hún var 78 ára þegar hún lést. Talsmaður hennar hefur staðfest andlát hennar en hún lést í London. Fjölskylda hennar var með henni. Lífið 30.1.2025 19:59
Dagur og Ingunn hætt saman Dagur Sigurðsson, handboltagoðsögn og þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, og Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi Bpro eru hætt saman eftir tveggja ára samband. Lífið 30.1.2025 15:00
Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Plötusnúðurinn, blaða- og sjónvarpsstjarnan Dóra Júlía er nýgift Báru Guðmundsdóttir sem er meistaranemi sálfræði. Þær búa saman í hlíðunum í Reykjavík. Lífið 30.1.2025 14:01
Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Þau Camilla Rut Rúnarsdóttir, verkefnastjóri í markaðsmálum, og Valgeir Gunnlaugsson, pítsabakari og eigandi pizza 107, tóku parhús sitt á Seltjarnarnesinu í gegn á frá a-ö en Sindri Sindrason leit við í síðasta þætti af Heimsókn. Lífið 30.1.2025 10:30
Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Eitt frægasta hús landsins, draumahús þeirra Andreu Eyland og Þorleifs Kamban í Ölfusi rétt hjá Hveragerði er enn til sölu. Húsið var fyrst auglýst til sölu í sumar en bygging hússins hefur vakið gríðarlega athygli frá upphafi. Lífið 30.1.2025 10:05
Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt „Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira. Lífið 30.1.2025 07:03
Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Þeir rithöfundar sem þóttu að mati íslenskra bókaútgefenda hafa skarað fram úr á árinu 2024 voru afhent hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Sérstök athöfn var á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og ávarpaði samkomuna. Lífið 29.1.2025 20:36
Enn einn breski erfinginn í heiminn Prinsessan Beatrice af Bretlandi er búin að eignast sitt annað barn, litla stúlku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni þar sem segir að móður og barni heilsist vel. Lífið 29.1.2025 15:22
Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið 29.1.2025 15:02
Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision. Lífið 29.1.2025 14:33