Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Tónlistarkonan Kesha er í leit að ástinni og mætir því með opnum hug. Hún var gestur í spjallþætti Drew Barrymore þar sem stöllurnar fóru yfir þessi mál. Lífið 19.5.2025 14:42
Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust. Lífið 19.5.2025 11:23
Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19.5.2025 10:43
Voru í sjötta sæti í undankeppninni Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína. Lífið 17.5.2025 23:55
Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa VÆB-bræður fengu sögulega fá stig frá dómnefndum á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld, núll talsins og enduðu með 33 stig. Íslendingum var ekki skemmt og fengu útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. Lífið 17.5.2025 23:35
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. Lífið 17.5.2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. Lífið 17.5.2025 22:59
Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Íslendingar voru gríðarlega ánægðir með frammistöðu þeirra VÆB-bræðra, sem stigu tíundu á svið í Basel, á samfélagsmiðlum. Margir hafa sannfærst um að Ísland muni sigra keppnina. Lífið 17.5.2025 20:35
Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Klúróvision fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem elska Eurovision en elska mannréttindi meira. Lífið 17.5.2025 19:33
Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Úrslitakvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld þar sem Austurríki bar sigur úr býtum.VÆB-bræður fengu núll stig frá dómnefndum og enduðu næstneðstir. Vísir fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Lífið 17.5.2025 17:02
Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube. Lífið 17.5.2025 15:23
Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Krókódíllinn Morris, sem er þekktastur fyrir rullu sína í gamanmyndinni goðsagnakenndu Happy Gilmore, er dauður. Talið er að hann hafi verið um það bil áttræður. Lífið 17.5.2025 14:06
Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni. Lífið 17.5.2025 13:28
Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sjónvarpskonan vinsæla Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind festival, og Jón Geir Friðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Byko og hjólreiðakappi, njóta lífsins í sólinni á Tenerife um þessar mundir. Lífið 17.5.2025 13:01
Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Gæti verið að Céline Dion verði með atriði á lokakvöldi Eurovision í kvöld? Stjórnendur hafa verið með loðin svör, og framkvæmd dómararennslis í gær bendir til þess að Céline muni stíga á svið í kvöld. Lífið 17.5.2025 11:18
Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið. Lífið 17.5.2025 07:03
Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 17.5.2025 07:02
Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fátt virðist geta hindrað Svíana frá því að sigra Eurovision í áttunda sinn og verða þar með ein sigursælasta þjóð í sögu keppninnar. Fáar breytingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli gærkvöldsins, þó svo að margt hafi gengið þar á. Lífið 17.5.2025 07:02
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Lífið 16.5.2025 23:12
Baráttan um jólagestina hafin Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Lífið 16.5.2025 21:03
Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Árleg gleðiganga fjögurra leik- og grunnskóla í Laugardal fór fram í dag í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks þann 17. maí. Lífið 16.5.2025 19:39
Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Óhefðbundni stefnumótaviðburðurinn Pitch or Ditch fer fram á Loft hostel í kvöld þar sem fólk getur komið einhleypum vinum sínum í samband með glærusýningum. Lífið 16.5.2025 19:34
Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir stórstjörnuna Taylor Swift ekki lengur vera „heita“. Forsetinn vakti athygli á þessu á samfélagsmiðli sínum í dag og spurði hvort einhver hefði tekið eftir því að það væri hans vegna sem þessi breyting hefði átt sér stað. Lífið 16.5.2025 16:00
Þórhildur greinir frá kyninu Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á stelpu. Lífið 16.5.2025 15:08