Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba. Lífið 8.4.2025 12:57
Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Hin svokallaða gugguvakt sem næturklúbburinn Auto stendur fyrir hefur vakið mikla athygli í skemmtanalífinu frá því hún fór fyrst af stað fyrir ári síðan. Gugguvaktin var haldin í þriðja skipti síðastliðinn föstudag og var mikið líf og fjör á klúbbnum. Lífið 8.4.2025 12:32
Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi. Lífið 8.4.2025 11:00
Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með. Lífið 7.4.2025 14:51
Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Við Blómvallagötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna heillandi og vel skipulagða 68 fermetra íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1931. Ásett verð er 67,9 milljónir. Lífið 7.4.2025 14:08
Með skottið fullt af próteini Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni. Lífið 7.4.2025 14:02
Trommari Blondie er fallinn frá Bandaríski tónlistarmaðurinn Clem Burke, trommari sveitarinnar Blondie, er látinn, sjötugur að aldri. Lífið 7.4.2025 14:01
Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Aprílmánuður er genginn í garð, sólin hækkar á lofti og Íslendingar eru augljóslega spenntir fyrir sumrinu. Menningarglaðir Íslendingar sóttu sýningar HönnunarMars í vikunni sem voru haldnar víðs vegar um höfuðborgina. Mikið var um veisluhöld og fögnuði, auk þess sem ferðalög erlendis á heitari slóðir voru áberandi hjá stjörnum landsins. Lífið 7.4.2025 10:15
Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman. Lífið 7.4.2025 10:14
Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins. Lífið 6.4.2025 23:03
Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun. Lífið 6.4.2025 22:16
Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma. Lífið 6.4.2025 16:00
Laufey sendir lekamönnum tóninn Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“ Lífið 6.4.2025 11:15
Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu. Lífið 6.4.2025 10:31
„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi. Lífið 6.4.2025 07:01
Sjóræningjar réðust á Íslendinga „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. Lífið 6.4.2025 07:01
Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Lífið 6.4.2025 07:01
„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. Lífið 5.4.2025 15:29
Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í dag fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni. Lífið 5.4.2025 14:16
Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Það er mikið um að vera í Neskaupstað í dag því þar fer fram Tæknidagur fjölskyldunnar tíunda árið í röð á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu munu kynna starfsemi sína, auk þess, sem skólinn kynnir námið sitt og Vísindasmiðjur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri verða á staðnum svo eitthvað sé nefnt. Lífið 5.4.2025 12:15
Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans. Lífið 5.4.2025 08:29
Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 5.4.2025 07:03
Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Í sögufrægu húsi við Miðstræti 10 í hjarta Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi risíbúð. Útsýnið úr íbúðinni er stórbrotið, yfir Þingholtin, Tjörnina og götur miðborgarinnar. Þá er saga hússins ansi áhugaverð. Lífið 4.4.2025 14:08
Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Lífið 4.4.2025 13:03