Lífið

Fréttamynd

Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn

Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Fimm skátafélög sendu fulltrúa í ár. Það voru Árbúar, Vogabúar, Landnemar, Ægisbúar og Skjöldungar. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á móti vasa­peningum og myndi aldrei láta barn fá debet­kort

Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson er afar vinsæll og eftirsóttur í sínum störfum, enda talar hann ávallt um peninga og fjármál á mannamáli. Ísland í dag settist niður með Birni Berg og bað um góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að fjármálum barna og ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

For­ritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu

Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason eru liðlega þrítug og dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Ekki bara af því að þeim finnst frönsku vínin svo ljúffeng eða croissanturnar svo kræsilegar heldur var það samdóma niðurstaða fjölskyldunnar að í París gætu þau lifað betra lífi sem frumkvöðlar en á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku

Leikkonan Natasha Lyonne opnaði sig upp á gátt á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún segir frá því að hún hafi fallið eftir tæplega tuttugu ára edrúmennsku. Lyonne, sem fór í meðferð við heróínfíkn árið 2006, segir vonina alltaf vera til staðar.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór

Ein glæsilegasta kona landsins og þótt víðar væri leitað, Ragnheiður Theódórsdóttir, hefur fundið ástina. Sá heppni heitir Davíð Þór Elvarsson og Ragga, eins og hún er gjarnan kölluð, sendi honum fallega kveðju á Instagram í tilefni bóndadagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Fá­klædd í fimbul­kulda

Síðasta vika janúarmánaðar er gengin í garð og stjörnur landsins halda áfram að njóta lífsins til hins ítrasta, hvort sem það er á seiðandi suðrænum slóðum, í skíðaferðum á Norðurlandi eða í krúttlegum hversdagsleika. Bændur landsins fengu sætar kveðjur á samfélagsmiðlum á föstudag og Gugga í gúmmíbát heiðraði aðdáendur eftir nokkurra vikna fjarveru frá myndbirtingum. 

Lífið
Fréttamynd

„Er eðli­legt að kyn­líf taki af mér stjórn og að ég sé upp­tekinn af kyn­lífi flesta daga?“

Nýleg spurning frá 56 ára karlmanni: „Ég er nýfráskilinn og hef verið að stunda kynlíf með nokkuð mörgum konum án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ég næ ekki að tengjast þeim því ég er sífellt að reyna að hitta nýjar konur til að sofa hjá. Sérstaklega á ferðalögum erlendis. Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?”

Lífið
Fréttamynd

Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vett­vangur harm­leiks

Í desember 2014 varð mikið áfall innan hestamannahreyfingarinnar þegar tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn á Álftanesi. Hrossin höfðu verið í haustbeit á Bessastaðanesinu á vegum Hestamannafélagsins Sóta og Íshesta, og þegar smalað var eftir óveður kom í ljós að óvenju mörg dýr vantaði. Í kjölfarið var farið að leita og þá kom í ljós hið versta: hrossin höfðu farið út á ísinn einhvern síðustu daga, ísinn gefið eftir og þau farið undir.

Lífið
Fréttamynd

Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit.

Lífið
Fréttamynd

„Sílíkon er eitt­hvað sem mun fara með mér í gröfina“

„Það voru alltaf einhver veikindi, ólík veikindi. Og ég var bara ung, hraust stelpa áður, ég var íþróttastelpa, aldrei veik og ekkert vesen. Það er bara ótrúlega sárt að horfa til baka og vita ekki að brjóstin á mér voru að gera mig svona veika,“ segir Ásta Erla Jónasdóttir, ein af þeim fjölmörgu íslensku konum sem á sínum tíma fengu sér PIP brjóstapúða, með afdrifaríkum afleiðingum.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langar bara að vera upp­rétt og sterk“

Á þessum tíma eru margir að spá í að byrja í ræktinni og fara að hreyfa sig. Janúar er tíminn þar sem mjög margir fara af stað og ákveða að hreyfa sig meira. Og flestir horfa orðið til heildrænnar heilsu með möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og á sama tíma hollum mat og einnig góðri slökun.

Lífið