Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þeir eru með hraða tætara“

„Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel. Tókum þetta af krafti og settum fókusinn á okkar. Keyrðum yfir þessu lið og nú hefst alvaran,“ segir Elvar Örn Jónsson sáttur við framgöngu íslenska liðsins í skyldusigrunum tveimur á HM.

Handbolti
Fréttamynd

„Fram­haldið er erfiðara og skemmti­legra“

„Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Það hjálpar ekki neitt“

Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta verður geggjaður leikur“

Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Tómt hús hjá læri­sveinum Arons

Bahrein, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar, mátti sætta sig við þriðja tapið í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag þegar liðið tapaði fyrir Argentínu 26-25.

Handbolti
Fréttamynd

Sjöunda tap ÍBV í röð

Selfoss tryggði sér sigur á ÍBV, 24-22, með því að skora tvö síðustu mörkin í leik liðanna í Olís deild kvenna í dag. Þetta var sjöunda tap Eyjakvenna í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Stjörnukonur komnar í gang

Stjarnan vann þriggja marka sigur á Gróttu, 31-28, í Olís deild kvenna í dag. Þetta var annar sigur Garðbæinga í röð og þriðji sigurinn í síðustu fjórum leikjum.

Handbolti