„Ertu að horfa Donald Trump?“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 10:02 Donald Trump fór yfir málin með Bryson DeChambeau á föstudaginn, þegar hann mætti á Ryder-bikarinn. Getty/Ben Jared Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. Bandaríkin hleyptu spennu í mótið í gær með góðri frammistöðu í tvímenningnum en forskot Evrópu var orðið of mikið, eftir fyrstu tvo dagana, og Evrópa vann að lokum 15-13 sigur. Þetta var fyrsti sigur Evrópuliðsins í Bandaríkjunum síðan árið 2012 en mótið fer alla jafna fram annað hvert ár, til skiptis í Evrópu og í Bandaríkjunum. Sigrinum var því vel fagnað. Rory McIlroy fékk til að mynda Evrópuliðið til að syngja saman: „Ertu að horfa Donald Trump“ eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump er gríðarlega mikill golfáhugamaður og lét sig ekki vanta á mótið. Great Ryder Cup win today for our friends @JustinRose99 and Mark Fulcher! An amazing achievement! Congratulations to the whole European Team on this fantastic WIN in New York. Fun to watch the celebrations! Enjoy. I love this video: "ARE YOU WATCHING DONALD TRUMP" #RyderCup pic.twitter.com/GqjLEkvEu4— Alisa Apps (@AlisaApps) September 29, 2025 Trump mætti á mótið á föstudaginn en það hafði ekki nægilega hvetjandi áhrif á bandaríska liðið sem fór illa út úr fjórbolta og fjórmenningi á föstudag og laugardag, og gaf Evrópu sjö vinninga forskot. Forsetinn mætti ekki á mótið í gær eða á laugardaginn en svaraði hins vegar Evrópubúunum á Truth Social: „Já, ég er að horfa. Til hamingju!“ Trump sýndi þannig Evrópuliðinu meiri virðingu en sumir af stuðningsmönnum bandaríska liðsins sem fóru langt yfir strikið um helgina, með ljótum köllum og truflunum þegar menn voru að undirbúa högg. Þá var bjórglasi kastað í eiginkonu McIlroy. En Evrópuliðið gat að lokum fagnað og gerði það eflaust langt fram eftir, og miðað við myndbönd á samfélagsmiðlum var stemningin afskaplega góð eftir allt sem á undan var gengið. EUROPE’S ON FIRE! 🔥 pic.twitter.com/WnobKoTh6h— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 29, 2025 Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkin hleyptu spennu í mótið í gær með góðri frammistöðu í tvímenningnum en forskot Evrópu var orðið of mikið, eftir fyrstu tvo dagana, og Evrópa vann að lokum 15-13 sigur. Þetta var fyrsti sigur Evrópuliðsins í Bandaríkjunum síðan árið 2012 en mótið fer alla jafna fram annað hvert ár, til skiptis í Evrópu og í Bandaríkjunum. Sigrinum var því vel fagnað. Rory McIlroy fékk til að mynda Evrópuliðið til að syngja saman: „Ertu að horfa Donald Trump“ eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump er gríðarlega mikill golfáhugamaður og lét sig ekki vanta á mótið. Great Ryder Cup win today for our friends @JustinRose99 and Mark Fulcher! An amazing achievement! Congratulations to the whole European Team on this fantastic WIN in New York. Fun to watch the celebrations! Enjoy. I love this video: "ARE YOU WATCHING DONALD TRUMP" #RyderCup pic.twitter.com/GqjLEkvEu4— Alisa Apps (@AlisaApps) September 29, 2025 Trump mætti á mótið á föstudaginn en það hafði ekki nægilega hvetjandi áhrif á bandaríska liðið sem fór illa út úr fjórbolta og fjórmenningi á föstudag og laugardag, og gaf Evrópu sjö vinninga forskot. Forsetinn mætti ekki á mótið í gær eða á laugardaginn en svaraði hins vegar Evrópubúunum á Truth Social: „Já, ég er að horfa. Til hamingju!“ Trump sýndi þannig Evrópuliðinu meiri virðingu en sumir af stuðningsmönnum bandaríska liðsins sem fóru langt yfir strikið um helgina, með ljótum köllum og truflunum þegar menn voru að undirbúa högg. Þá var bjórglasi kastað í eiginkonu McIlroy. En Evrópuliðið gat að lokum fagnað og gerði það eflaust langt fram eftir, og miðað við myndbönd á samfélagsmiðlum var stemningin afskaplega góð eftir allt sem á undan var gengið. EUROPE’S ON FIRE! 🔥 pic.twitter.com/WnobKoTh6h— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 29, 2025
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira