Golf Mickelson og Sutherland efstir fyrir lokadaginn Phil Mickelson og Kevin Sutherland frá Bandaríkjunum hafa forystu fyrir lokadaginn á PGA-mótinu sem fram fer í Pebble Beach um helgina. Þeir félagar hafa leikið á 14 höggum undir pari en Jim Furyk, sem hafði forystu ásamt Mickelson í gær, átti skelfilegan dag í gær og er nú sex höggum á eftir efstu mönnum. Golf 11.2.2007 17:15 Furyk og Mickelson með forystu Bandarísku kylfingarnir Jim Furyk og Phil Mickelson hafa leikið á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á aðra keppendur þegar tveimur keppnisdögum er lokið á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum. Golf 10.2.2007 13:15 Stenson inn á topp 10 Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina. Golf 5.2.2007 19:30 Stenson sigraði í Dubai Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu. Golf 4.2.2007 14:38 Els í forystu að loknum þriðja degi Nú er þriðja hringnum á Dubai Classic mótinu í golfi lokið og Suður-Afríkumaurinn Ernie Els hefur þar tveggja högga forystu og er á 17 höggum undir pari. Þeir Jyoti Randhawa, Henrik Stenson og Ross Fisher eru í öðru sæti á 15 undir og Tiger Woods er þar skammt á eftir. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í fyrramálið klukkan 9:00. Golf 3.2.2007 14:15 Ernie Els með forystu Nú stendur yfir í beinni útsendingu á Sýn keppni á Dubai Classic mótinu , en Ross Fisher hafði forystu að loknum öðrum hring í gær á fjórtán höggum undir pari , en þrumveður setti strik í reikinginn hjá mörgum kylfingum. Golf 3.2.2007 12:24 Fisher í forystu á Dubai mótinu Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina. Golf 2.2.2007 16:52 Tiger Woods: Beckham mun slá í gegn Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segir að koma David Beckham muni rífa knattspyrnustemminguna í Los Angeles upp úr öllu valdi og verða til þess að knattspyrnan taki upp hanskann fyrir ruðninginn þar í borg. Golf 31.1.2007 17:01 Montgomerie vill verða fyrirliði Evrópuliðsins Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Golf 29.1.2007 14:30 Sjöundi sigurinn í röð hjá Tiger Woods á PGA Tiger Woods vann í gær sitt sjöunda mót í röð á bandarísku PGA-mótaröðinni þegar hann sigraði á Buick Invitational mótinu í San Diego í gær. Þetta er næstlengsta sigurganga kylfings í sögu PGA en Byron Nelson á metið, 11 sigra í röð. Golf 29.1.2007 10:16 Tiger nálgast efstu menn Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Golf 28.1.2007 14:30 Nýliði slær í gegn á Buick-mótinu Nýliðinn Brandt Snedeker hefur óvænt þriggja högga forystu þegar fyrsta PGA-mót ársins í golfi, Buick International, er hálfnað. Tiger Woods, sem freistar þess að vinna sitt sjöunda PGA-mót í röð, er sjö höggum á eftir Snedeker. Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins annað kvöld. Golf 27.1.2007 14:50 Farsímabann á opna breska Skipuleggjendur opna breska meistaramótsins í golfi hafa gefið það út að áhorfendum verði bannað að koma með gsm síma á keppnina á þessu ári eftir að keppendur kvörtuðu mikið undan þeim á mótinu á síðasta ári. Toger Woods var einn þeirra sem kvartaði yfir því að áhorfendur væru að taka myndir af sér á meðan hann var að keppa og sagði það trufla sig. Golf 22.1.2007 13:11 Archer leiðir á Abu Dhabi Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum. Golf 18.1.2007 14:55 Sex úr Ryder-liði Evrópu á Abu Dhabi mótinu Það verður mikill stjörnufans á Abu Dhabi golmótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um helgina, en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á laugardags- og sunnudagsmorgun. Golf 17.1.2007 16:57 Norman dustar rykið af kylfunum “Hvíti hákarlinn” eða hinn gamalreyndi ástralski kylfingur Greg Norman hefur boðað þáttöku sína á Dubai-Classic mótinu í golfi sem fram fer í næsta mánuði. Tilkynning Norman kemur mikið á óvart, enda hefur hann að mestu einbeitt sér að eigin viðskiptum á síðustu misserum og lítið sem ekkert keppt á opinberum vettvangi. Golf 15.1.2007 19:45 16 ára gutti komst í gegnum niðurskurð Tadd Fujikawa, 16 ára strákur frá Hawaai, varð í gær næst yngsti kylfingurinn frá upphafi til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröðinni í golfi. Fujikawa lék þá á þremur höggum undir lágmarkinu á Sony-meistaramótinu í Honolulu og skyggði algjörlega á Michelle Wie, stöllu sína frá Hawaii, sem var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Golf 13.1.2007 14:45 Wie á ekki möguleika í karlana Ástralinn Stuart Appleby segir að ungstirnið Michelle Wie eigi ekki möguleika á að keppa á karlamótum og segir allt of snemmt fyrir hana að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Wie tekur þátt í sínu 13. móti um næstu helgi sem fram fer á Havaí. Golf 10.1.2007 15:44 Tiger verður pabbi á árinu Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. Golf 1.1.2007 13:00 Persónuleg vandamál hrjá Singh Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar “persónuleg vandamál.” Golf 29.12.2006 20:15 Tiger: Af hverju vann ekki Federer? Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Golf 27.12.2006 14:15 Wie fer í háskóla Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið. Golf 22.12.2006 21:00 Woosnam íhugaði að segja af sér Ian Woosnam, fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-keppninni fyrr á þessu ári, segist hafa íhugað að segja af sér eftir að danski kylfingurinn Thomas Bjorn gagnrýndi hann harðlega fyrir að velja sig ekki í lið Evrópu. Golf 22.12.2006 15:15 Ætlar að skáka Tiger Woods Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti. Golf 21.12.2006 00:01 Woods sigraði á mótinu sínu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods sigraði í nótt á Target World mótinu í golfi sem fram fór í Kaliforníu, en hann skipuleggur mótið sjálfur. Woods lauk keppni á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Ástralanum Geoff Ogilvy. Aðeins 16 kylfingar tóku þátt í mótinu og var sigurinn sá annar á þremur árum hjá Woods á mótinu. Hann gaf verðlaunaféð allt til góðgerðamála. Golf 18.12.2006 13:39 Ernie Els sigraði í Suður-Afríku Heimamaðurinn Ernie Els sigraði glæsilega á SA Airways mótinu í Suður-Afríku í dag en mótið var liður í evrópsku mótaröðinni. Els lék frábært golf á lokasprettinum og hafði betur gegn landa sínum Trevor Immelman. Els lauk keppni á 24 höggum undir pari en Immelman var þremur höggum þar á eftir. Golf 17.12.2006 17:31 Birgir Leifur lauk keppni á pari Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á SA Airlines mótinu í golfi í morgun á sléttu pari. Hann lék lokahring sinn á mótinu á þremur höggum yfir pari og endaði í 82. sæti á mótinu sem var partur af Evrópumótaröðinni og verður það að teljast mjög góður árangur á þessu sterka móti. Golf 17.12.2006 13:47 Birgir Leifur í þremur undir pari Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu. Golf 16.12.2006 13:49 Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið. Golf 15.12.2006 16:15 Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með annan fótinn í gegn um niðurskurðinn á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk öðrum hring í dag á þremur höggum undir pari og er því á höggi undir pari samanlagt. Hann er sem stendur í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar skammt er eftir af öðrum hring og komast 70 efstu menn áfram á mótinu. Golf 15.12.2006 15:44 « ‹ 172 173 174 175 176 177 178 … 178 ›
Mickelson og Sutherland efstir fyrir lokadaginn Phil Mickelson og Kevin Sutherland frá Bandaríkjunum hafa forystu fyrir lokadaginn á PGA-mótinu sem fram fer í Pebble Beach um helgina. Þeir félagar hafa leikið á 14 höggum undir pari en Jim Furyk, sem hafði forystu ásamt Mickelson í gær, átti skelfilegan dag í gær og er nú sex höggum á eftir efstu mönnum. Golf 11.2.2007 17:15
Furyk og Mickelson með forystu Bandarísku kylfingarnir Jim Furyk og Phil Mickelson hafa leikið á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á aðra keppendur þegar tveimur keppnisdögum er lokið á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum. Golf 10.2.2007 13:15
Stenson inn á topp 10 Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina. Golf 5.2.2007 19:30
Stenson sigraði í Dubai Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu. Golf 4.2.2007 14:38
Els í forystu að loknum þriðja degi Nú er þriðja hringnum á Dubai Classic mótinu í golfi lokið og Suður-Afríkumaurinn Ernie Els hefur þar tveggja högga forystu og er á 17 höggum undir pari. Þeir Jyoti Randhawa, Henrik Stenson og Ross Fisher eru í öðru sæti á 15 undir og Tiger Woods er þar skammt á eftir. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í fyrramálið klukkan 9:00. Golf 3.2.2007 14:15
Ernie Els með forystu Nú stendur yfir í beinni útsendingu á Sýn keppni á Dubai Classic mótinu , en Ross Fisher hafði forystu að loknum öðrum hring í gær á fjórtán höggum undir pari , en þrumveður setti strik í reikinginn hjá mörgum kylfingum. Golf 3.2.2007 12:24
Fisher í forystu á Dubai mótinu Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina. Golf 2.2.2007 16:52
Tiger Woods: Beckham mun slá í gegn Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segir að koma David Beckham muni rífa knattspyrnustemminguna í Los Angeles upp úr öllu valdi og verða til þess að knattspyrnan taki upp hanskann fyrir ruðninginn þar í borg. Golf 31.1.2007 17:01
Montgomerie vill verða fyrirliði Evrópuliðsins Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Golf 29.1.2007 14:30
Sjöundi sigurinn í röð hjá Tiger Woods á PGA Tiger Woods vann í gær sitt sjöunda mót í röð á bandarísku PGA-mótaröðinni þegar hann sigraði á Buick Invitational mótinu í San Diego í gær. Þetta er næstlengsta sigurganga kylfings í sögu PGA en Byron Nelson á metið, 11 sigra í röð. Golf 29.1.2007 10:16
Tiger nálgast efstu menn Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Golf 28.1.2007 14:30
Nýliði slær í gegn á Buick-mótinu Nýliðinn Brandt Snedeker hefur óvænt þriggja högga forystu þegar fyrsta PGA-mót ársins í golfi, Buick International, er hálfnað. Tiger Woods, sem freistar þess að vinna sitt sjöunda PGA-mót í röð, er sjö höggum á eftir Snedeker. Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins annað kvöld. Golf 27.1.2007 14:50
Farsímabann á opna breska Skipuleggjendur opna breska meistaramótsins í golfi hafa gefið það út að áhorfendum verði bannað að koma með gsm síma á keppnina á þessu ári eftir að keppendur kvörtuðu mikið undan þeim á mótinu á síðasta ári. Toger Woods var einn þeirra sem kvartaði yfir því að áhorfendur væru að taka myndir af sér á meðan hann var að keppa og sagði það trufla sig. Golf 22.1.2007 13:11
Archer leiðir á Abu Dhabi Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum. Golf 18.1.2007 14:55
Sex úr Ryder-liði Evrópu á Abu Dhabi mótinu Það verður mikill stjörnufans á Abu Dhabi golmótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um helgina, en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á laugardags- og sunnudagsmorgun. Golf 17.1.2007 16:57
Norman dustar rykið af kylfunum “Hvíti hákarlinn” eða hinn gamalreyndi ástralski kylfingur Greg Norman hefur boðað þáttöku sína á Dubai-Classic mótinu í golfi sem fram fer í næsta mánuði. Tilkynning Norman kemur mikið á óvart, enda hefur hann að mestu einbeitt sér að eigin viðskiptum á síðustu misserum og lítið sem ekkert keppt á opinberum vettvangi. Golf 15.1.2007 19:45
16 ára gutti komst í gegnum niðurskurð Tadd Fujikawa, 16 ára strákur frá Hawaai, varð í gær næst yngsti kylfingurinn frá upphafi til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröðinni í golfi. Fujikawa lék þá á þremur höggum undir lágmarkinu á Sony-meistaramótinu í Honolulu og skyggði algjörlega á Michelle Wie, stöllu sína frá Hawaii, sem var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Golf 13.1.2007 14:45
Wie á ekki möguleika í karlana Ástralinn Stuart Appleby segir að ungstirnið Michelle Wie eigi ekki möguleika á að keppa á karlamótum og segir allt of snemmt fyrir hana að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Wie tekur þátt í sínu 13. móti um næstu helgi sem fram fer á Havaí. Golf 10.1.2007 15:44
Tiger verður pabbi á árinu Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. Golf 1.1.2007 13:00
Persónuleg vandamál hrjá Singh Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar “persónuleg vandamál.” Golf 29.12.2006 20:15
Tiger: Af hverju vann ekki Federer? Kylfingurinn Tiger Woods er steinhissa á að hann skuli hafa verið tekinn framyfir tenniskappann Roger Federer sem íþróttamaður ársins að mati AP fréttastofunnar. Kjör AP, sem þykir með þeim virtari í íþróttaheiminum, var gert opinbert í gær. Golf 27.12.2006 14:15
Wie fer í háskóla Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið. Golf 22.12.2006 21:00
Woosnam íhugaði að segja af sér Ian Woosnam, fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-keppninni fyrr á þessu ári, segist hafa íhugað að segja af sér eftir að danski kylfingurinn Thomas Bjorn gagnrýndi hann harðlega fyrir að velja sig ekki í lið Evrópu. Golf 22.12.2006 15:15
Ætlar að skáka Tiger Woods Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti. Golf 21.12.2006 00:01
Woods sigraði á mótinu sínu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods sigraði í nótt á Target World mótinu í golfi sem fram fór í Kaliforníu, en hann skipuleggur mótið sjálfur. Woods lauk keppni á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Ástralanum Geoff Ogilvy. Aðeins 16 kylfingar tóku þátt í mótinu og var sigurinn sá annar á þremur árum hjá Woods á mótinu. Hann gaf verðlaunaféð allt til góðgerðamála. Golf 18.12.2006 13:39
Ernie Els sigraði í Suður-Afríku Heimamaðurinn Ernie Els sigraði glæsilega á SA Airways mótinu í Suður-Afríku í dag en mótið var liður í evrópsku mótaröðinni. Els lék frábært golf á lokasprettinum og hafði betur gegn landa sínum Trevor Immelman. Els lauk keppni á 24 höggum undir pari en Immelman var þremur höggum þar á eftir. Golf 17.12.2006 17:31
Birgir Leifur lauk keppni á pari Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á SA Airlines mótinu í golfi í morgun á sléttu pari. Hann lék lokahring sinn á mótinu á þremur höggum yfir pari og endaði í 82. sæti á mótinu sem var partur af Evrópumótaröðinni og verður það að teljast mjög góður árangur á þessu sterka móti. Golf 17.12.2006 13:47
Birgir Leifur í þremur undir pari Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu. Golf 16.12.2006 13:49
Sjöland efstur - Birgir Leifur áfram Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku þegar tveimur fyrstu hringjunum er lokið. Sjöland er samtals á 12 höggum undir pari eftir að hann lék á 8 undir í dag. Birgir Leifur tryggði sér naumlega áframhaldandi keppni eftir góðan leik í dag. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu sem halda áfram í fyrramálið. Golf 15.12.2006 16:15
Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með annan fótinn í gegn um niðurskurðinn á SA Airways mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku eftir að hann lauk öðrum hring í dag á þremur höggum undir pari og er því á höggi undir pari samanlagt. Hann er sem stendur í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar skammt er eftir af öðrum hring og komast 70 efstu menn áfram á mótinu. Golf 15.12.2006 15:44
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti