Golf

Ólafía Þórunn að rúlla Íslandsmótinu upp

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með yfirburðastöðu á Íslandsmótinu í höggleik kvenna. Ólafía Þórunn er samtals á einu höggi undir pari eftir níu holur í dag og er eina konan á undir pari.

Golf

Ólafía Þórunn segist vera reynslunni ríkari í ár

Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn en þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Yngri systir Alfreðs, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er með tveggja stiga forskot á Eygló Myrru Óskarsdóttur hjá konunum.

Golf

Axel og Alfreð jafnir eftir annan daginn - fjórtán kylfingar undir pari

Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn. Þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Það eru margir að spila vel enda fjórtán kylfingar að spila fyrstu tvo dagana undir pari.

Golf

Ólafía Þórunn með tveggja högga forskot hjá konunum - erfitt hjá Tinnu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar.

Golf

Allt gengur á afturfótunum hjá Tinnu

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sem setti vallarmet á fyrsta hring Íslandsmótsins í höggleik í gær hefur farið skelfilega af stað á öðrum degi mótsins. Eftir níu holur er Tinna á sjö höggum yfir pari og fjórum höggum yfir pari samanlagt.

Golf

Strákarnir í stuði í Leirunni

Axel Bóasson fór á kostum á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í gær. Axel spilaði á sjö höggum undir pari og hefur eins höggs forskot á Alfreð Brynjar Kristinsson og Kristján Þór Einarsson sem einnig voru í stuði á sex undir pari.

Golf

Tinna hóf titilvörnina á vallarmeti

Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Kili er í fyrsta sæti að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. Tinna lék holurnar átján á 69 höggum eða þremur höggum undir pari Hólmsvallar og setti vallarmet. Tinna lauk hringnum á fugli á átjándu holunni.

Golf

Tinna hóf titlvörnina á því að setja vallarmet

Keiliskonan Tinna Jóhannsdóttir byrjar titilvörn sína vel á Íslandsmótinu í höggleik en hún er með eins höggs forystu á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr GO eftir fyrsta daginn í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru.

Golf

Axel efstur að loknum fyrsta degi

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik karla á Hólmsvelli í Leirunni. Axel spilaði á sjö höggum undir pari í dag og jafnaði vallarmetið.

Golf

Axel jafnaði vallarmetið

Axel Bóasson úr Keili lék stórkostlegt golf á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Axel lék á 65 höggum og jafnaði vallarmetið í Leirunni.

Golf

Tiger rekur kylfusveininn sinn

Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið.

Golf

Darren Clarke djammaði í alla nótt

Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun.

Golf

Birgir Leifur mætir ekki í titilvörnina á Íslandsmótinu

Birgir Leifur Hafþórsson mun ekki mæta í titilvörnina á Íslandsmótinu í höggleik sem hefsta á fimmtudaginn á Hólmsvelli í Leiru. Birgir Leifur fékk boð um að taka þátt á áskorendamóti sem fram fer á Englandi á sama tíma og valdi hann að þiggja það boð og tilkynnti hann mótsstjórn um ákvörðun sína í dag.

Golf

Tiger Woods gaf Darren Clarke góð ráð fyrir lokadaginn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke.

Golf

Darren Clarke sigraði á Opna breska

Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag.

Golf

Tiger að verða blankur?

Það er mikil umræða um það í dag hvort fjárhagsstaða Tiger Woods sé slæm og menn velta því jafnvel upp hvort hann sé að verða blankur.

Golf

Tom Watson fór holu í höggi

Gamli refurinn Tom Watson fór holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í morgun. Draumahöggið átti Watson á sjöttu holu vallarins sem er 163 metra löng par þrjú hola.

Golf

Björn á slæmar minningar frá Sandwich

Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár.

Golf

Björn fer á kostum - róleg byrjun hjá McIlroy

Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag.

Golf

Allra augu eru á Rory McIlroy

Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið.

Golf

Tólf ára strákur fór hölu í höggi í Eyjum

Daníel Ingi Sigurjónsson fór holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Daníel sem er aðeins tólf ára gamall náði draumahögginu á 12. braut vallarins, par 3 holu. Á fréttasíðunni Eyjafrettir.is kemur fram að Daníel Ingi sé líklega yngsti kylfingurinn til þess að fara holu í höggi í Eyjum.

Golf

Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda.

Golf

Golfskóli Birgis Leifs: Einföld æfing til að bæta miðið

Í þessum kennsluþætti úr Golfskóla Birgis Leifs fer atvinnukylfingurinn yfir einfalda æfingu til þess að bæta miðið hjá kylfingum. Birgir Leifur bendir á nokkrar algengar villur sem eru ríkjandi hjá mörgum kylfingum og lausnin er frekar einföld eins og sjá má í myndbrotinu. Kennsluefnið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf

Golfskóli Birgis Leifs: Hvernig á að miða í pútti?

Það er mikið um að vera á golfvöllum landsins þar sem að meistaramótin eru í þann mund að hefjast hjá mörgum kylfingum. Góð ráð frá margföldum Íslandsmeistara í golfi gætu komið sér vel fyrir flesta kylfinga og í þessum kennsluþætti fer Birgir Leifur Hafþórsson yfir það hvernig best er að miða í púttum á flöt. Atriðið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs, sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf