Bubba Watson: Draumar mínir hafa aldrei náð svona langt Stefán Hirst Friðriksson skrifar 9. apríl 2012 13:29 Bubba Watson klæðir sig í græna jakkann eftir sinn fyrsta sigur á risamóti. Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen, í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu. „Mér líður ótrúlega. Ég hef aldrei átt draum sem hefur náð svona langt. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu. Ég veit ekki hvað gerðist á seinni níu holunum í gærkvöldi. Ég fékk skolla á tólftu braut og náði svo fjórum fuglum í röð eftir. Það gerði það að verkum að ég náði inn í bráðabanann. Þar náði ég þessu ótrúlega höggi úr trjánum og þessvegna er ég hérna að tala við þig í þessum fallega græna jakka," sagði Bubba kátur á blaðamannafundi eftir mót. Bubba átti ótrúlegt högg úr erfiðri stöðu á lokaholu bráðabanans sem tryggði honum á endanum sigurinn. Hann var spurður um hvernig honum tókst að ná svona fullkomnu höggi úr eins erfiðri stöðu og raun bar vitni. „Ég er vanur því að skjóta úr erfiðum aðstæðum. Ég er vanur því að enda í trjánum eða vera utan brautar. Ég labbaði að kúlunni og sá að hún var á fínum stað. Ég náði fullkomnu skoti en legan á kúlunni var ekki eins slæm og hún virtist vera, hún var í rauninni tiltölulega þægileg. Svona er mitt golf. Ég kann ekki við það að spila öruggt. Mig langar alltaf að ná ótrúlegum höggum, hvern langar það ekki? Það er ástæðan fyrir því að ég spila golf - til þess að ná ótrúlegum höggum," bætti Bubba við.Bubba eftir sigurinn.Bubba missti föður sín nýlega úr krabbameini og var hann spurður um hvað faðir hans myndi hafa um málið að segja ef hann væri ennþá lifandi. „Hann myndi segja mér að halda áfram að æfa mig. Hann myndi setja út á nokkur mistök sem ég gerði í mótinu. Nei, að sjálfsögðu myndi hann vera mjög glaður eins og móðir mín var. Ég og hún áttum engin orð eftir mót og grétum bara í fangi hvors annars." bætti Bubba við. Bubba Watson er fjórði á heimslistanum í golfi eftir sigurinn í gær. Hann fór upp um tólf sæti eftir mótið. Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen, í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu. „Mér líður ótrúlega. Ég hef aldrei átt draum sem hefur náð svona langt. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu. Ég veit ekki hvað gerðist á seinni níu holunum í gærkvöldi. Ég fékk skolla á tólftu braut og náði svo fjórum fuglum í röð eftir. Það gerði það að verkum að ég náði inn í bráðabanann. Þar náði ég þessu ótrúlega höggi úr trjánum og þessvegna er ég hérna að tala við þig í þessum fallega græna jakka," sagði Bubba kátur á blaðamannafundi eftir mót. Bubba átti ótrúlegt högg úr erfiðri stöðu á lokaholu bráðabanans sem tryggði honum á endanum sigurinn. Hann var spurður um hvernig honum tókst að ná svona fullkomnu höggi úr eins erfiðri stöðu og raun bar vitni. „Ég er vanur því að skjóta úr erfiðum aðstæðum. Ég er vanur því að enda í trjánum eða vera utan brautar. Ég labbaði að kúlunni og sá að hún var á fínum stað. Ég náði fullkomnu skoti en legan á kúlunni var ekki eins slæm og hún virtist vera, hún var í rauninni tiltölulega þægileg. Svona er mitt golf. Ég kann ekki við það að spila öruggt. Mig langar alltaf að ná ótrúlegum höggum, hvern langar það ekki? Það er ástæðan fyrir því að ég spila golf - til þess að ná ótrúlegum höggum," bætti Bubba við.Bubba eftir sigurinn.Bubba missti föður sín nýlega úr krabbameini og var hann spurður um hvað faðir hans myndi hafa um málið að segja ef hann væri ennþá lifandi. „Hann myndi segja mér að halda áfram að æfa mig. Hann myndi setja út á nokkur mistök sem ég gerði í mótinu. Nei, að sjálfsögðu myndi hann vera mjög glaður eins og móðir mín var. Ég og hún áttum engin orð eftir mót og grétum bara í fangi hvors annars." bætti Bubba við. Bubba Watson er fjórði á heimslistanum í golfi eftir sigurinn í gær. Hann fór upp um tólf sæti eftir mótið.
Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira