Innlent

Engin væll í sunn­lenskum sauðfjárbændum

Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum.

Innlent

Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir

Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld.

Innlent

Deilt um fjár­lög, ein­mana­leiki og réttir

Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld.

Innlent

Vond til­finning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar

„Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti.

Innlent

Hand­tekinn eftir eftir­för úr mið­bæ í Mos­fells­bæ

Karlmaður verður ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota eftir eftirför lögreglu sem hófst í miðbænum síðdegis í gær endaði í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi á ákveðnum köflum ekið á 200 kílómetra hraða á klukkustund. 

Innlent

Koma fyrstu þotunnar einn af há­punktum flug­sögu Ís­lands

Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967.

Innlent

Fjöldi fyrir­tækja á skiltum mót­mælenda

Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu.

Innlent

Skiptust á stríðs­föngum

Tvö hundruð og sex voru látnir lausir þegar Rússar og Úkraínumenn skiptust á stríðsföngum í dag. Einn sagðist finna fyrir miklum létti en nokkrir þeirra hafa verið í haldi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022.

Innlent

Kostnaður við vaxta­hækkanir og um­deild stytta

Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Innlent

Ó­sáttur með mis­vísandi svör um 400 þúsund króna reikning

Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins.

Innlent

Ís­land mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum

Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum.

Innlent

Herða eftir­lit og banna síma vegna gegndar­lausra skemmdar­verka

Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu.

Innlent

Séreignarsparnaður, netöryggi og leið­sögn um Al­þingi

Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem boði ekki á gott.

Innlent

Mikil að­sókn í Al­þingis­húsið

Færri komast að en vilja í leiðsögn um Alþingishúsið í dag, en nýtt hús Alþingis verður opið öllum síðdegis. Skrifstofustjórinn segir leiðsögnina svo vel heppnaða að stefnt sé að því að endurtaka leikinn síðar. 

Innlent

Veikur maður fluttur með þyrlu á Nes­kaup­stað

Karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Neskaupstað í nótt með verk fyrir brjósti. Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gær vegna mannsins sem treysti sér ekki til að ganga lengr. Hann var staddur í Sandvík.

Innlent

Um 400 fyrir­tæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu

Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu.

Innlent

Raf­magns­laust í Laugar­dal í nótt

Rafmagnslaust var í Laugardal og nágrenni í nótt á milli klukkan 02:41 og 04:59 vegna bilunar. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að rafmagnsleysið hafi haft áhrif á póstnúmer 104, 105 og 108.

Innlent

Þing­maður Mið­flokksins rak augun í undar­lega grein

Þingmanni Miðflokksins finnst undarlegt að gert sé ráð fyrir aukinni aðkomu stjórnvalda að rekstri borgarlínu, umfram það sem gert væri ráð fyrir í nýundirrituðu samkomu lagi ríkis og sveitarfélaga. Samgöngumálin voru rædd í tengslum við fjárlög næsta árs á Alþingi í dag.

Innlent