Innlent Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“. Innlent 8.10.2024 07:41 „Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Innlent 8.10.2024 07:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. Innlent 8.10.2024 07:02 Banaslysið aftur til héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum. Innlent 8.10.2024 06:20 Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Innlent 8.10.2024 06:01 Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. Innlent 7.10.2024 21:11 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Innlent 7.10.2024 20:30 Búið að byrgja brunninn Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Innlent 7.10.2024 20:12 Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Innlent 7.10.2024 20:06 Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Innlent 7.10.2024 19:30 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Innlent 7.10.2024 19:23 Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Innlent 7.10.2024 19:06 Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Sala á lyfinu Ozempic, sem oft er notað til að stuðla að þyngdartapi, hefur meira en tuttugufaldast á einungis fimm árum. Sölutölur það sem af er ári gefa til kynna að notkun þyngdarstjórnunarlyfja sé enn að stóraukast. Læknir óttast of auðvelt aðgengi fólks að lyfjunum. Innlent 7.10.2024 18:02 Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt. Innlent 7.10.2024 16:38 Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Innlent 7.10.2024 16:29 Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Innlent 7.10.2024 16:00 „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. Innlent 7.10.2024 15:54 Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor Stúdentar í Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands stóðu fyrir verkfalli og mótmælum í hádeginu í dag. Gróflega áætlað voru um tvö hundruð manns samankomin til að krefjast þess að menntastofnanirnar skýrðu afstöðu sína. Innlent 7.10.2024 14:50 „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Innlent 7.10.2024 14:30 Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Stóra rennibrautin í Laugardalslaug er nú lokuð þar sem unnið er að viðgerðum á rennibrautarturninum. Reiknað er með að hægt verði að opna rennibrautina á ný að tveimur vikum liðnum. Innlent 7.10.2024 14:00 Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Arna Stefanía Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og íþróttakona, segir aldrei hafa verið eins mikilvægt að samfélagið meti kennara að verðleikum. Sjálf sé hún spurð að því hvert hún stefni í framtíðinni líkt og kennarastarfið sé tímabundið starf. Innlent 7.10.2024 13:58 Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Innviðaráðherra er bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Að undanförnu hafi verið leitað leiða til að framkvæmdin standist forsendur fjárlaga þessa árs um að notendagjöld standi undir kostnaði við brúna. Innlent 7.10.2024 13:27 Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Eigandi hunds á höfuðborgarsvæðinu fór með hund upp í sveit og skaut hann. Eigandinn situr uppi með 230 þúsund króna sekt. Innlent 7.10.2024 13:15 Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum. Enn eru rúmar þrjár vikur í að notkun nagladekkja verði lögleg. Innlent 7.10.2024 12:20 Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður Vinstri grænna, ætlar að ræða við formenn hinna ríkisstjórnarflokkanna vegna ályktunar sem samþykkt var á landsfundi VG um helgina. Afstaða landsfundar er sú að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kjósa eigi í vor. Innlent 7.10.2024 11:45 Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. Innlent 7.10.2024 11:40 Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Innlent 7.10.2024 11:11 Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Tæplega þrír af hverjum fjórum sögðust hafa meiri samúð með málstað Palestínumanna en Ísraela í skoðanakönnun sem stuðningsfélag Palestínu lét gera í síðasta mánuði. Þá sagðist meirihluti fylgjandi því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Innlent 7.10.2024 11:05 Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Innlent 7.10.2024 10:30 Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Innlent 7.10.2024 09:12 « ‹ 33 34 35 36 37 38 39 40 41 … 334 ›
Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“. Innlent 8.10.2024 07:41
„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Innlent 8.10.2024 07:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. Innlent 8.10.2024 07:02
Banaslysið aftur til héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum. Innlent 8.10.2024 06:20
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Innlent 8.10.2024 06:01
Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. Innlent 7.10.2024 21:11
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Innlent 7.10.2024 20:30
Búið að byrgja brunninn Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Innlent 7.10.2024 20:12
Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Innlent 7.10.2024 20:06
Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Innlent 7.10.2024 19:30
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Innlent 7.10.2024 19:23
Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Innlent 7.10.2024 19:06
Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Sala á lyfinu Ozempic, sem oft er notað til að stuðla að þyngdartapi, hefur meira en tuttugufaldast á einungis fimm árum. Sölutölur það sem af er ári gefa til kynna að notkun þyngdarstjórnunarlyfja sé enn að stóraukast. Læknir óttast of auðvelt aðgengi fólks að lyfjunum. Innlent 7.10.2024 18:02
Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt. Innlent 7.10.2024 16:38
Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Innlent 7.10.2024 16:29
Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Innlent 7.10.2024 16:00
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. Innlent 7.10.2024 15:54
Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor Stúdentar í Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands stóðu fyrir verkfalli og mótmælum í hádeginu í dag. Gróflega áætlað voru um tvö hundruð manns samankomin til að krefjast þess að menntastofnanirnar skýrðu afstöðu sína. Innlent 7.10.2024 14:50
„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Innlent 7.10.2024 14:30
Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Stóra rennibrautin í Laugardalslaug er nú lokuð þar sem unnið er að viðgerðum á rennibrautarturninum. Reiknað er með að hægt verði að opna rennibrautina á ný að tveimur vikum liðnum. Innlent 7.10.2024 14:00
Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Arna Stefanía Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og íþróttakona, segir aldrei hafa verið eins mikilvægt að samfélagið meti kennara að verðleikum. Sjálf sé hún spurð að því hvert hún stefni í framtíðinni líkt og kennarastarfið sé tímabundið starf. Innlent 7.10.2024 13:58
Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Innviðaráðherra er bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Að undanförnu hafi verið leitað leiða til að framkvæmdin standist forsendur fjárlaga þessa árs um að notendagjöld standi undir kostnaði við brúna. Innlent 7.10.2024 13:27
Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Eigandi hunds á höfuðborgarsvæðinu fór með hund upp í sveit og skaut hann. Eigandinn situr uppi með 230 þúsund króna sekt. Innlent 7.10.2024 13:15
Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum. Enn eru rúmar þrjár vikur í að notkun nagladekkja verði lögleg. Innlent 7.10.2024 12:20
Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður Vinstri grænna, ætlar að ræða við formenn hinna ríkisstjórnarflokkanna vegna ályktunar sem samþykkt var á landsfundi VG um helgina. Afstaða landsfundar er sú að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kjósa eigi í vor. Innlent 7.10.2024 11:45
Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. Innlent 7.10.2024 11:40
Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Innlent 7.10.2024 11:11
Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Tæplega þrír af hverjum fjórum sögðust hafa meiri samúð með málstað Palestínumanna en Ísraela í skoðanakönnun sem stuðningsfélag Palestínu lét gera í síðasta mánuði. Þá sagðist meirihluti fylgjandi því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Innlent 7.10.2024 11:05
Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Innlent 7.10.2024 10:30
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Innlent 7.10.2024 09:12