Innlent

Engin niður­staða á fundi Sjálf­stæðis­flokksins

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 

Innlent

Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott

Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar.

Innlent

Við­skipta­lífið sér­stak­lega á­huga­samt um að fylgja Höllu út

Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk.

Innlent

„Grafalvarlegt mál“ ef af verk­föllum verður

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli.

Innlent

Ríkis­stjórn í vanda stödd

Formaður Framsóknar telur óheppilegt að félagsmálaráðherra hafi haft samband við ríkislögreglustjóra að næturlagi, svo fresta mætti brottvísun fatlaðs drengs frá Palestínu. Formaður Vinstri grænna stendur hins vegar með samflokksmanni sínum og segir hann hafa gert það rétta í stöðunni. Hún viðurkennir þó að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Rætt verður við ráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“

Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum.

Innlent

Halda ís­hella­ferðum á­fram þrátt fyrir að fá ekki leyfi

Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja.

Innlent

Bein útsending: Nýir tímar í land­búnaði

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hótel Selfossi í tilefni af Degi landbúnaðarins í dag. Dagskráin hefst kl. 9:30 í dag og hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi hér á Vísi.

Innlent

Skæð fugla­flensa í hröfnum og hettumáfum

Skæð fuglaflensuveira af gerðinni H5N5 hefur verið staðfest í villtum fuglum á Norður- og Suðausturlandi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óvissustig sé í gildi og að allir sem haldi alifugla eða aðra fugla séu hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umgengi á fuglunum sínum. Fólk er hvatt til tilkynna veika og dauða fugla til MAST.

Innlent

Tveir slasaðir í al­var­legu um­ferðar­slysi

Tveir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Norðausturvegi skammt frá bænum Hóli í Kelduhverfi stuttu fyrir klukkan 16. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðausturlandi kemur fram að vörubíll og fólksbíll hafi skollið saman.

Innlent

Ekki allir sem geta leitað í bak­land eftir barna­pössun

Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna.

Innlent

„Við þolum ekki þetta á­stand mikið lengur“

Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. 

Innlent

Ekki úti­lokað að fleiri skólar bætist í hópinn

Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. Verkföllin hafa áhrif á hátt í þrjú þúsund börn víðs vegar um landið.

Innlent