Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísrael þarf að gera meira til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara á Gasasvæðinu og tryggja mannúðaraðstoð. Þetta kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Ísraelsher er þó ekki gert að hætta árásum á svæðinu. Við rýnum í stöðuna með sérfræðingi í beinni útsendingu. Innlent 26.1.2024 18:08 LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. Innlent 26.1.2024 17:15 Rafmagn komið á í Skerjafirði Rafmagnslaust er í Skerjafirði og í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll vegna háspennubilunar. Innlent 26.1.2024 16:50 Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Innlent 26.1.2024 16:35 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. Innlent 26.1.2024 13:58 Íslendingur handtekinn fyrir að ljúga um árás á Tenerife Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar. Innlent 26.1.2024 13:33 Komast ekki heim í dag og mögulega ekki um helgina Ljóst er að Grindvíkingar fá ekki að fara heim til að sækja eigur sínar í dag og Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna er heldur ekki bjartsýn á að þeir muni geta það heldur um helgina. Innlent 26.1.2024 12:56 Deilan um þátttöku Íslands í Eurovision harðnar Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 26.1.2024 12:13 „Þetta var hörku hvellur“ Þreifandi bylur var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og lítið sem ekkert skyggni. Lögreglufulltrúi segir umferð hafa gengið mjög hægt í morgun og eitthvað um árekstra. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs. Innlent 26.1.2024 12:02 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um bylinn sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í morgun með tilheyrandi umferðartruflunum. Innlent 26.1.2024 11:37 Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Innlent 26.1.2024 11:33 Mikill meirihluti vill engan núverandi forsetaframbjóðanda Mikill meirihluti þjóðarinnar, 77 prósent, vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. Þetta eru niðurstöður nýrrar netkönnunar Prósents. Innlent 26.1.2024 11:11 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. Innlent 26.1.2024 10:25 Þreifandi bylur og ekkert skyggni Þreifandi bylur og ekkert skyggni er á suðvesturhorninu, meðal annars höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Lögregla segir lítið ferðaveður, um sé að ræða stórhættuleg veðurskilyrði. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og á Suðurlandi. Innlent 26.1.2024 10:04 Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Innlent 26.1.2024 08:57 Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 26.1.2024 08:36 Ótrúleg atburðarás fyrir þrjátíu árum: Tveggja barna móðir svæfð á Holtinu og börn hennar numin á brott Á þriðjudaginn var, hinn 23. janúar, voru þrjátíu ár liðinn frá því bandaríski sérsveitarmaðurinn Donald Michael Feeney var látinn laus úr fangelsi á Íslandi eftir afplánun tveggja ára dóms sem hann fékk fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt með ótrúlegum blekkingum brottnám á tveimur dætrum íslenskrar móður. Aðgerðin var að ósk bandarískra feðra stúlknanna. Innlent 26.1.2024 08:01 Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. Innlent 26.1.2024 06:57 Dauðþreyttur á þjófnaði og birtir myndband af pörupiltunum Brotist var inn í aðstöðu Guðmundar Páls Ólafssonar pípara í gærnótt og urðu hann og samstarfsaðilar hans fyrir tjóni upp á rúmlega milljón króna. Hann segir iðnaðarmannastéttina vera orðna þreytta á innbrotum sem séu afar tíð þessi misserin. Innlent 26.1.2024 06:05 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Innlent 25.1.2024 21:55 Grindvíkingar komist vonandi sem fyrst heim að sækja verðmæti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að gefa Grindvíkingum búsettum vestan Víkurbrautarinnar kost á því að komast heim til sín sem fyrst að sækja verðmæti. Innlent 25.1.2024 20:49 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Innlent 25.1.2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. Innlent 25.1.2024 20:00 Svartnættið er ekki hér allt um kring Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða. Innlent 25.1.2024 19:57 Segist reiðubúinn í að verða biskup Íslands Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskup Íslands. Hann segist hafa fengið fjölda áskoranir. Innlent 25.1.2024 19:13 Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Innlent 25.1.2024 19:03 Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. Innlent 25.1.2024 18:31 Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Innlent 25.1.2024 18:28 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Land hefur risið hraðar í Svartsengi síðustu daga en fyrir eldgosið við Grindavík fjórtánda janúar. Veðurstofan telur að svipuð kvikusöfnun og fyrir gos muni nást innan nokkurra daga. Hættumat fyrir svæðið var þó fært niður um eitt stig síðdegis í dag. Innlent 25.1.2024 17:55 Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. Innlent 25.1.2024 16:56 « ‹ 285 286 287 288 289 290 291 292 293 … 334 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísrael þarf að gera meira til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara á Gasasvæðinu og tryggja mannúðaraðstoð. Þetta kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Ísraelsher er þó ekki gert að hætta árásum á svæðinu. Við rýnum í stöðuna með sérfræðingi í beinni útsendingu. Innlent 26.1.2024 18:08
LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar. Innlent 26.1.2024 17:15
Rafmagn komið á í Skerjafirði Rafmagnslaust er í Skerjafirði og í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll vegna háspennubilunar. Innlent 26.1.2024 16:50
Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Innlent 26.1.2024 16:35
Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. Innlent 26.1.2024 13:58
Íslendingur handtekinn fyrir að ljúga um árás á Tenerife Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar. Innlent 26.1.2024 13:33
Komast ekki heim í dag og mögulega ekki um helgina Ljóst er að Grindvíkingar fá ekki að fara heim til að sækja eigur sínar í dag og Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna er heldur ekki bjartsýn á að þeir muni geta það heldur um helgina. Innlent 26.1.2024 12:56
Deilan um þátttöku Íslands í Eurovision harðnar Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 26.1.2024 12:13
„Þetta var hörku hvellur“ Þreifandi bylur var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og lítið sem ekkert skyggni. Lögreglufulltrúi segir umferð hafa gengið mjög hægt í morgun og eitthvað um árekstra. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs. Innlent 26.1.2024 12:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um bylinn sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í morgun með tilheyrandi umferðartruflunum. Innlent 26.1.2024 11:37
Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Innlent 26.1.2024 11:33
Mikill meirihluti vill engan núverandi forsetaframbjóðanda Mikill meirihluti þjóðarinnar, 77 prósent, vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. Þetta eru niðurstöður nýrrar netkönnunar Prósents. Innlent 26.1.2024 11:11
Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. Innlent 26.1.2024 10:25
Þreifandi bylur og ekkert skyggni Þreifandi bylur og ekkert skyggni er á suðvesturhorninu, meðal annars höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Lögregla segir lítið ferðaveður, um sé að ræða stórhættuleg veðurskilyrði. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og á Suðurlandi. Innlent 26.1.2024 10:04
Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Innlent 26.1.2024 08:57
Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 26.1.2024 08:36
Ótrúleg atburðarás fyrir þrjátíu árum: Tveggja barna móðir svæfð á Holtinu og börn hennar numin á brott Á þriðjudaginn var, hinn 23. janúar, voru þrjátíu ár liðinn frá því bandaríski sérsveitarmaðurinn Donald Michael Feeney var látinn laus úr fangelsi á Íslandi eftir afplánun tveggja ára dóms sem hann fékk fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt með ótrúlegum blekkingum brottnám á tveimur dætrum íslenskrar móður. Aðgerðin var að ósk bandarískra feðra stúlknanna. Innlent 26.1.2024 08:01
Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. Innlent 26.1.2024 06:57
Dauðþreyttur á þjófnaði og birtir myndband af pörupiltunum Brotist var inn í aðstöðu Guðmundar Páls Ólafssonar pípara í gærnótt og urðu hann og samstarfsaðilar hans fyrir tjóni upp á rúmlega milljón króna. Hann segir iðnaðarmannastéttina vera orðna þreytta á innbrotum sem séu afar tíð þessi misserin. Innlent 26.1.2024 06:05
Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Innlent 25.1.2024 21:55
Grindvíkingar komist vonandi sem fyrst heim að sækja verðmæti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að gefa Grindvíkingum búsettum vestan Víkurbrautarinnar kost á því að komast heim til sín sem fyrst að sækja verðmæti. Innlent 25.1.2024 20:49
Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Innlent 25.1.2024 20:41
Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. Innlent 25.1.2024 20:00
Svartnættið er ekki hér allt um kring Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða. Innlent 25.1.2024 19:57
Segist reiðubúinn í að verða biskup Íslands Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskup Íslands. Hann segist hafa fengið fjölda áskoranir. Innlent 25.1.2024 19:13
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Innlent 25.1.2024 19:03
Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. Innlent 25.1.2024 18:31
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Innlent 25.1.2024 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Land hefur risið hraðar í Svartsengi síðustu daga en fyrir eldgosið við Grindavík fjórtánda janúar. Veðurstofan telur að svipuð kvikusöfnun og fyrir gos muni nást innan nokkurra daga. Hættumat fyrir svæðið var þó fært niður um eitt stig síðdegis í dag. Innlent 25.1.2024 17:55
Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. Innlent 25.1.2024 16:56