Innlent

Fréttamynd

Þor­björg hættir aftur hjá Sam­tökunum´78

Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siða­reglur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“

Innlent
Fréttamynd

Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir

Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag.

Innlent
Fréttamynd

Svarar „mann­fyrir­litningu“ Össurar sem segir Svan­dísi skorta kjörþokka

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“

Innlent
Fréttamynd

Bað þing­heim af­sökunar eftir á­kall frá stjórnar­and­stöðu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vara­þing­maður stekkur inn í fjar­veru Guð­mundar Inga

Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Færslur sem veki reiði séu marg­falt áhrifa­meiri en aðrar

Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni.

Innlent
Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Vatnshæðin að­eins lækkað í Skaft­á

Hlaupið heldur áfram á svipuðum hraða í Skaftá. Náttúruvársérfræðingur segir vatnshæð um 180 sentímetra og að Veðurstofan eigi ekki von á því, eins og staðan er núna, að tjónið verði verulegt af hlaupinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“

„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör.

Innlent
Fréttamynd

Húsbrot og líkams­á­rás

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

Innlent