Gróður farinn að grænka fyrir norðan Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið. Innlent 28.12.2025 15:11
Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina. Innlent 28.12.2025 14:53
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28.12.2025 13:01
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27.12.2025 17:57
Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Innlent 27.12.2025 16:30
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27.12.2025 15:59
Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 27.12.2025 15:43
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.12.2025 13:34
„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði. Innlent 27.12.2025 13:05
Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu. Innlent 27.12.2025 12:50
Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun ekki sækjast eftir bæjarstjórasætinu eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann ræddi bæjarstjórastarfið og krabbameinsgreininguna í Einmitt. Innlent 27.12.2025 11:58
Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Innlent 27.12.2025 11:56
Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. Innlent 27.12.2025 10:51
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. Innlent 27.12.2025 10:24
Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn. Innlent 27.12.2025 07:32
Jarðskjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn sunnan höfuðborgarsvæðisins klukkan 01:48 í nótt. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði. Innlent 27.12.2025 02:29
Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. Innlent 26.12.2025 18:24
Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé. Innlent 26.12.2025 18:17
Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 26.12.2025 16:00
Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Fjórir unglingar voru á dögunum sakfelldir í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán sem beindist gegn unglingspilti í apríl í fyrra. Þau hlutu átta til fjögurra mánaða skilorðsbundna refsingu. Innlent 26.12.2025 12:02
Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum. Innlent 26.12.2025 08:45
Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug „Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður. Innlent 26.12.2025 07:47
Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að hóteli í Reykjavík þar sem óskað var eftir aðstoð þar sem óvelkominn einstaklingur hafði komið sér fyrir á háalofti hótelsins. Innlent 26.12.2025 07:17
Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Miðflokkurinn tapaði rúmum 130 milljónum króna á árinu 2024. Flokkurinn stóð uppi með neikvætt eigið fé eftir kosningaárið. Skuldir jukust umtalsvert en í leiðinni fjárframlög lögaðila til flokksins. Innlent 25.12.2025 21:01