Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24

Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Gummi lögga er maður ársins 2025

Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól.

Innlent
Fréttamynd

Árangur breyti ekki alltaf upp­lifun fólks

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings.

Innlent
Fréttamynd

Vara við hættu á sinubruna

Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu.

Innlent
Fréttamynd

Haldlögðu metmagn af fíkni­efnum á árinu

Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi.

Innlent
Fréttamynd

Vanhelgunin ýmist skemmdar­verk eða per­sónu­leg á­rás

„Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“

Innlent
Fréttamynd

Rúmur helmingur bjart­sýnn fyrir 2026

Rúmlega 54 prósent eru bjartsýn fyrir komandi ári samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Tæplega þriðjungur segist í meðallagi bjartsýnn fyrir 2026 en tæp fjórtán prósent segjast svartsýn fyrir árinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Við bara svo­lítið sitjum uppi með þetta“

Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það.

Innlent
Fréttamynd

„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“

Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik.

Innlent
Fréttamynd

Árangur að­gerða ekki staðist væntingar al­mennings

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum.

Innlent
Fréttamynd

Enn fleirum sagt upp hjá Ár­vakri

Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin sek um ósann­gjarna mis­munun

Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili.

Innlent