Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Flokkarnir eru nú í óða önn að undirbúa framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson tekur fyrir að hann muni leiða lista Miðflokksins. Innlent 29.12.2025 10:52
Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða. Innlent 29.12.2025 10:37
Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Eigið fé Vinstri grænna nam um fimmtíu milljónum króna við lok síðasta árs þrátt fyrir taprekstur á kosningaári. Flokkurinn varði rúmum 26,6 milljónum króna í kosningabaráttu sem skilaði honum engu. Innlent 29.12.2025 09:41
Gróður farinn að grænka fyrir norðan Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið. Innlent 28.12.2025 15:11
Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina. Innlent 28.12.2025 14:53
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28.12.2025 13:01
Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. Innlent 28.12.2025 12:15
Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og heitavatnsskort og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem skotið er á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Innlent 28.12.2025 11:53
Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 28.12.2025 09:45
Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, segir duldar skattahækkanir á launafólk leynast víða, og verkalýðshreyfingin eigi aldrei að láta þær líðast. Ein slík taki gildi á næsta ári, þegar persónuafsláttur hækkar ekki í takt við launavísitölu. Innlent 28.12.2025 09:07
Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28.12.2025 07:40
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27.12.2025 19:35
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27.12.2025 17:57
Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Innlent 27.12.2025 16:30
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27.12.2025 15:59
Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 27.12.2025 15:43
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.12.2025 13:34
„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði. Innlent 27.12.2025 13:05
Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu. Innlent 27.12.2025 12:50
Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun ekki sækjast eftir bæjarstjórasætinu eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann ræddi bæjarstjórastarfið og krabbameinsgreininguna í Einmitt. Innlent 27.12.2025 11:58
Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Innlent 27.12.2025 11:56
Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. Innlent 27.12.2025 10:51
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. Innlent 27.12.2025 10:24
Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn. Innlent 27.12.2025 07:32