Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Náttúrustofa Austurlands leggur til að heimilt verði að veiða 936 hreindýr á komandi veiðitímabili, sem er um fjörutíu prósent aukning frá síðasta veiðitímabili. Sérfræðingur segir að vel hafi gengið að telja dýrin í sumar og því hafi óvissu um stærð stofnsins verið eytt. Innlent 9.12.2025 22:06
Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Innlent 9.12.2025 22:00
Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9.12.2025 20:20
Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota. Innlent 9.12.2025 16:37
Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021. Innlent 9.12.2025 14:50
Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“ Innlent 9.12.2025 14:09
Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. Innlent 9.12.2025 13:48
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9.12.2025 13:16
Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Niðurstöður íbúasamráðs um gufuböð í Vesturbæjarlaug liggja nú fyrir og í annarri sánunni verður heimilt að tala en ekki í hinni. Þá verður sú síðarnefndari heitari en hin. Ekkert verður af kynjaskiptingu sánanna eða að önnur verði ilmandi en ekki hin. Innlent 9.12.2025 13:08
Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9.12.2025 13:03
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. Innlent 9.12.2025 12:48
Komust yfir myndband af slysinu Atburðarásin vegna alvarlegs slyss á Suðurlandsbraut í gærmorgun, þar sem ekið var á fullorðna konu, er farin að skýrast. Lögreglan hefur myndband af slysinu til skoðunar og hefur verið rætt við vitni að slysinu. Innlent 9.12.2025 12:04
Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kaup á vændi og að hafa ráðist á vændiskonuna sem hann taldi vera karlmann. Árásarmaðurinn bar fyrir sig neyðarvörn sem dómurinn tók til skoðunar en taldi hann þó hafa gengið of langt. Athygli vekur að héraðsdómur nafngreinir karlmanninn sem er nýbreytni í vændiskaupamálum. Innlent 9.12.2025 12:00
Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ Innlent 9.12.2025 11:52
Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Í hádegisfréttum fjöllum við um afsökunarbeiðni forseta Alþingis vegna ummæla sem hún lét falla síðastliðinn föstudag á leið úr pontu. Innlent 9.12.2025 11:37
Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Hann mun gangast undir hjartaaðgerð snemma á næsta ári en varamaður hefur tekið sæti í hans stað á Alþingi. Innlent 9.12.2025 11:29
Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bann við flutningi gæludýra í farþegarými flugvéla hefur verið fellt út með breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Fyrri reglugerðarbreyting sem bannaði slíkan flutning tók gildi í apríl í fyrra. Innlent 9.12.2025 11:16
Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Innlent 9.12.2025 10:51
Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Innlent 9.12.2025 10:35
Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfaruppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Innlent 9.12.2025 10:02
Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni. Innlent 9.12.2025 09:59
Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Karlmaður um þrítugt lést í árekstri jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót, síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar. Innlent 9.12.2025 09:37
Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Innlent 9.12.2025 09:12
Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Erlendur ríkisborgari, Marko Blazinic, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í fjögur ár og sex mánuði vegna tilraunar til fíkniefnainnflutnings. Innlent 9.12.2025 08:50