Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa lofað að stöðva framgöngu rússneska hersins í úkraínsku héruðunum Kherson og Saporisía, gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbas. Frá þessu greinir bandaríska fréttaveitan Financial Timess. Innlent 16.8.2025 18:12
„Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ Innlent 16.8.2025 16:28
Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Kristinn Örn Kristinsson er látinn en hann var lagður inn á sjúkrahús á Spáni vegna hitaslags fyrr í mánuðinum. Innlent 16.8.2025 16:21
Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent 16.8.2025 14:01
Íslendingur lést vegna hitaslags Íslendingur á fimmtugsaldri sem var lagður inn á sjúkrahúss vegna hitaslags fyrr í vikunni er látinn. Innlent 16.8.2025 13:35
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Innlent 16.8.2025 13:18
„Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Fiskistofa greindi frá því í gær að hluti þeirra laxa úr Haukadalsá sem áður voru taldir eldislaxar væru svokallaðir hnúðlaxar. Fiskifræðingur segist 100% viss um að lax sem fundist hefur í ánni sé sjókvíaeldislax og segir stöðuna áfram óljósa og alvarlega. Innlent 16.8.2025 13:04
Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Innlent 16.8.2025 12:59
Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Innlent 16.8.2025 12:03
Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna því að Fjölmiðlanefnd hafi sektað Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu, sem hafði ekki starfsleyfi hér á landi. Formaður samtakanna segir lítið eftirlit með leyfilegri veðmálastarfsemi hér á landi og því ekki koma á óvart að eftirlit með ólöglegri starfsemi sé engin. Innlent 16.8.2025 11:48
Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. Innlent 16.8.2025 11:08
Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Slökkviliði og lögreglu var tilkynnt um eld í hesthúsi í Hafnarfirði í nótt. Í dagbók lögreglunnar segir að þegar hana hafi borið að garði hafi talverður eldur verið í þaki hússins. Innlent 16.8.2025 07:27
Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. Innlent 16.8.2025 07:02
Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga hafði í nógu að snúast í dag á Holtavörðuheiðinni. Vonskuveður var þar sem olli truflunum og erfiðleikum á meðal ferðalanga. Innlent 15.8.2025 22:39
Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Innlent 15.8.2025 22:14
„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Innlent 15.8.2025 20:55
Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 15.8.2025 18:45
Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í átján útköll vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu á um tveimur klukkustundum. Meðal útkalla var vatnstjón á Kjarvalsstöðum. Innlent 15.8.2025 18:16
Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga. Innlent 15.8.2025 18:10
Líkamsárás á borði lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í miðborginni þar sem árásarþoli rotaðist. Málið er í rannsókn. Innlent 15.8.2025 17:44
Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Hjólhýsi hafa, að sögn lögreglu, sprungið á Holtavörðuheiðinni vegna vonskuveðurs sem gengur þar yfir. Innlent 15.8.2025 17:08
Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Innlent 15.8.2025 16:59
Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ „Sjókvíeldislaxinn sem veiddist um nóttina 14. ágúst var sjókvíeldislax, en ætlaður eldislax í talningu Fiskistofu, allavega að hluta til, reyndist vera hnúðlax. Það eru þeirra mistök. Við getum bara sagt það eins og er.“ Innlent 15.8.2025 15:52
Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Innlent 15.8.2025 15:13