Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Innlent 23.7.2025 14:41
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23.7.2025 14:30
Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Skaftafelli vegna slasaðs einstaklings. Innlent 23.7.2025 14:15
Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar Í hádegisfréttum okkar segjum við frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi. Innlent 23.7.2025 11:37
„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. Innlent 23.7.2025 11:16
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Innlent 23.7.2025 11:12
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Innlent 23.7.2025 10:57
Sökk í mýri við Stokkseyri Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til í óleyfi og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft. Innlent 23.7.2025 10:38
Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29
Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega þriðjungur landsmanna telur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. Innlent 23.7.2025 10:15
Karl Héðinn stígur til hliðar Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Innlent 23.7.2025 09:44
56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Alls segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun Prósents dagana 1. til 21. júlí. Innlent 23.7.2025 08:32
Umferð beint um Þrengslin í dag Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg. Innlent 23.7.2025 07:26
Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en einn var handtekinn vegna heimilisofbeldis og annar fyrir að áreita og hóta ungmennum og hóta lögreglumönnum. Innlent 23.7.2025 06:34
Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Gosvirkni er enn stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og líkt og í gær er hún bundin við einn gíg. Hraun rennur áfram til austurs í Fagradal. Innlent 23.7.2025 06:27
Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Drúsar búsettir á Íslandi boðuðu síðdegis í dag til mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Um er að ræða önnur mótmælin á þremur dögum en tilefnið eru blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli trúarhópanna Drúsa og Bedúína. Innlent 22.7.2025 22:31
Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Innlent 22.7.2025 22:30
Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma. Innlent 22.7.2025 22:23
Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir meðlimi Skjaldar Íslands hafa hótað fólki, sér í lagi konum, sem hafi gagnrýnt framferði þeirra. Innlent 22.7.2025 21:05
Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður Brosið fer ekki af organista Skálholtskirkjuna þessa dagana því fyrsti konsertflygil kirkjunnar er komin í hús og spilar organistinn á flygilinn meira og minna allan daginn. Flygilinn kostaði sextán milljónir króna og var sá peningur fengin í gegnum sérstaka söfnun. Innlent 22.7.2025 20:05
„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Innlent 22.7.2025 19:01
Sækja mann sem datt af hestbaki Þyrla landhelgisgæslunnar flýgur nú að Landmannalaugum þar sem verið er að sækja mann sem datt af hestbaki. Innlent 22.7.2025 18:19
Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Innlent 22.7.2025 18:02
Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. Innlent 22.7.2025 17:17