Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Um fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu tegundir af matvælum samkvæmt rannsókn og eru útsettari fyrir næringarskorti. Svokölluð bragðlaukaþjálfun hefur gefið góða raun í að draga úr matvendni. Innlent 10.1.2026 13:32
Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. Innlent 10.1.2026 13:02
Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Innlent 10.1.2026 12:27
Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Átján ára íslenskur skiptinemi í Tyrklandi slapp með skrekkinn í innanlandsflugi ytri þegar gríðarmikil ókyrrð skók vélina. Átta slösuðust alvarlega. Hún lýsir því hvernig fólk bað til guðs, hágrét af ótta og mæður ríghéldu í börnin sín á meðan flugvélin var í frjálsu falli. Innlent 10.1.2026 07:01
Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum. Innlent 10.1.2026 00:14
„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. Innlent 9.1.2026 22:53
Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu héraðssaksóknara yfir manni sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Innlent 9.1.2026 21:46
Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. Innlent 9.1.2026 21:02
Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Frítt verður fyrir börn í sex tíma á dag í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. febrúar næstkomandi en frítt hefur verið fyrstu fimm klukkustundirnar frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær, 8. janúar. Innlent 9.1.2026 20:05
Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins. Innlent 9.1.2026 18:46
Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Miklar umferðartafir urðu á Hellisheiði vegna umferðarslyss tveggja bíla við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. Tveir voru í hvorum bíl og enginn var fluttur á sjúkrahús eða slasaðist alvarlega. Innlent 9.1.2026 18:13
Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði og brjóta þar gegn tíu ára dreng. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Sýn klukkan hálf sjö. Innlent 9.1.2026 18:02
„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Innlent 9.1.2026 15:56
Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti. Innlent 9.1.2026 15:51
Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. Innlent 9.1.2026 14:42
Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Styrkur svifryks hefur mælst hár í höfuðborginni í dag. Reykjavíkurborg hvetur almenning til að hvíla einkabílinn og geyma ferðir sem eru ekki aðkallandi. Innlent 9.1.2026 13:29
Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna. Innlent 9.1.2026 12:32
Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður. Innlent 9.1.2026 12:17
Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága. Innlent 9.1.2026 12:12
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Innlent 9.1.2026 12:09
„Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ Innlent 9.1.2026 12:08
Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Í hádegisfréttum fjöllum við um breytingar á ráðherraliði Flokks fólksins sem kynntar voru í morgun. Innlent 9.1.2026 11:43
Samningur í höfn á síðustu stundu Samningur til eins árs um fjárstyrk til stuðnings- og ráðgjafarsetursins Bergið headspace var undirritaður rétt fyrir jól eftir að framkvæmdastjóri setursins sagðist óttast að loka þyrfti úrræðinu. Hún segist sátt en vonar enn að fá langtímastuðning. Innlent 9.1.2026 11:25
Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Árið 2024 létust flestir vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, eða rúmlega fjórðungur. Fjórðungur Íslendinga lést vegna æxla. Innlent 9.1.2026 10:39