Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Flughált hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Forstöðuhjúkrunarfræðingu bráðaþjónustu segir tugi manns hafa leitað til bráðamóttökuna á dag vegna hálkunnar. Innlent 26.11.2025 23:22
Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við. Innlent 26.11.2025 23:10
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Innlent 26.11.2025 22:44
Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Við verðum í beinni frá Grindavík í kvöldfréttum, förum yfir málið og ræðum við bæjarbúa um framtíð Grindavíkur. Innlent 26.11.2025 18:01
„Það er búið að vera steinpakkað“ Bráðasérfræðingur mælir með notkun mannbrodda í óveðrinu á morgun, fimmtudag, en mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa í dag. Hún biðlar til fólks að gefa sér tíma áður en það heldur af stað í vinuna á morgun. Innlent 26.11.2025 17:28
Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. Innlent 26.11.2025 17:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
„Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum. Innlent 26.11.2025 17:03
Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum vísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. Innlent 26.11.2025 15:38
Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. María Heimisdóttir landlæknir er farin í veikindaleyfi. Innlent 26.11.2025 14:45
Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Dómsmálaráðuneytið er í samningaviðræðum við erlenda alþjóðastofnun um framkvæmd DNA-sýnatakna fyrir íslensk stjórnvöld. Dómsmálaráðherra segir það séríslenskt að ekki hafi verið farið fram á slíkar sýnatökur þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Innlent 26.11.2025 14:12
Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Hæstiréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur fyrir að myrða sambýlismann sinn. Innlent 26.11.2025 14:03
Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar. Innlent 26.11.2025 13:47
Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til starfsmanna á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar flugvéla eftir að mælar sjúkraflugvélar Norlandair urðu óáreiðanlegir í flugi vegna frosins vökva á skynjurum. Innlent 26.11.2025 13:34
Þekktu efnin enn þau vinsælustu Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. Innlent 26.11.2025 13:00
Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur boðið sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann hefur verið félagi í Samfylkingunni frá árinu 2015. Innlent 26.11.2025 12:36
Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu. Innlent 26.11.2025 12:14
Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins. Innlent 26.11.2025 11:40
Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Í hádegisfréttum verður rætt við atvinnuvegaráðherra um fyrirhugað laxeldi í mjóafirði sem nú virðist hilla undir. Innlent 26.11.2025 11:38
Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn nálgunarbanni og umsáturseinelti gegn konu. Þráhyggja mannsins gagnvart konunni hefur staðið í fjórtán ár. Innlent 26.11.2025 11:22
Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Íbúar í fjölbýlishúsi á suðvesturhorni landsins anda léttar eftir að héraðsdómur bannaði karlmanni að dvelja í íbúð foreldra sinna og flytja með allt sitt hafurtask innan mánaðar. Íbúarnir lýsa ógnandi hegðun, hávaða og skemmdarverkum yfir rúmlega þriggja ára tímabil. Innlent 26.11.2025 11:16
Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar en hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðasta hálfa mánuðinn. Ekki er þó mögulegt að áætla með nákvæmum hætti hvenær næst gæti gosið hafist á Reykjanesi en hættumat helst óbreytt til 9. desember nema að virkni taki breytingum. Áfram er lítil skjálftavirkni við Svartsengi og Grindavík og heldur jarðskjálftavirkni við Krýsuvík áfram að minnka og landsig við Krýsuvík hefur nokkurn veginn stöðvast. Innlent 26.11.2025 10:14
Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Karlmaður búsettur á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að setja líf og heilsu ungs drengs í augljósan háska. Drengurinn innbyrti hlaupbangsa með skelfilegum afleiðingum. Innlent 26.11.2025 10:00
Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem ferðaðist frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum. Innlent 26.11.2025 09:02
Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57. Innlent 26.11.2025 09:02