Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Örn Geirsson meistari í prentsmíði hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 5.1.2026 10:15
Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Suðurlandsvegur var lokað í báðar áttir á milli Lækjarbotna að Gunnarshólma í morgun vegna umferðarslys. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni var veginum lokað til beggja átta sunnan Hólmsár en lögregla stýrir nú umferð á vettvangi um eina akrein. Innlent 5.1.2026 09:33
Jón Gnarr biðst afsökunar Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega sagt flokkinn undir stjórn Geirs fyrst lagt á erfðafjárskatt á Íslandi. Sjálfur telji hann skattinn „sérstaklega vondan skatt“ auk þess sem hann kveðst ekki sérstaklega hrifinn af sköttum almennt, sem séu „allt of margir og allt of ósanngjarnir.“ Innlent 5.1.2026 08:58
Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við lögregluna þar sem hún hefur ítrekað lokað afhendingarstöðvum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay. Innlent 4.1.2026 16:43
Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt. Innlent 4.1.2026 16:16
Er Miðflokkurinn hægriflokkur? Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 4.1.2026 14:41
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
„Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna „Flest öllum þykir vænt um bóndann, bóndann sem er á bak við matvælin, bóndann sem er á bak við Bændasamtökin en rosalega mörgum er illa við kerfið”, segir formaður Bændasamtaka Íslands og vísar þar í að landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum. Innlent 4.1.2026 13:06
Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39
Útilokar ekki borgarastyrjöld Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. Innlent 4.1.2026 11:46
Goddur er látinn Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun. Innlent 4.1.2026 11:33
Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Allt tiltækt slökkvilið var kallað til eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi við Brúnastekk í Breiðholti í nótt. Rauði krossinn sá íbúum fyrir skjóli þar sem húsið var óíbúðarhæft eftir brunann. Innlent 4.1.2026 10:03
Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 4.1.2026 09:41
Lögregla lokaði áfengissölustað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði útsölustað áfengis í nótt vegna brots á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis. Innlent 4.1.2026 07:27
Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Þrjár nýjar göngubrýr verða lagðar yfir Elliðaár neðst í Elliðaárdal á árinu til að endurheimta eldri gönguleið sem fylgdi gamla hitaveitustokknum yfir árnar. Með brúnum kemur 250 metra langur göngustígur sem liggja mun þvert yfir árkvíslar skammt ofan við veiðihús Elliðaánna en neðan við Toppstöðina. Innlent 4.1.2026 07:07
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Innlent 3.1.2026 21:55
Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. Innlent 3.1.2026 21:35
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Innlent 3.1.2026 19:23
Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. Innlent 3.1.2026 18:03
Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir umferðarslys sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Innlent 3.1.2026 17:47
Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Starfsmaður á Hrafnistu hlaut nýverið styrk til að þróa áfram verkefni þar sem grunnskólakrakkar heimsækja íbúa hjúkrunarheimila vikulega. Hún segir verkefnið hafa gefið góða raun og vonar að fleiri skólar og hjúkrunarheimili taki þátt. Innlent 3.1.2026 15:01
Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Lögreglu barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, á öðrum tímanum í dag. Um að ræða árekstur tveggja bíla. Innlent 3.1.2026 14:57
Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Innlent 3.1.2026 14:51
Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Stein Olav Romslo, 32 ára stærðfræðikennari í Hagaskóla, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 3.1.2026 14:40
Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Aðsókn í endurvinnslustöðvar Sorpu eykst um sextíu prósent í kringum hátíðarnar og er engin undantekning þar á þessi jól. Upplýsingafulltrúi Sorpu biðlar til fólks að mæta vel undirbúið á stöðvarnar. Innlent 3.1.2026 13:31