Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mið­flokkurinn ekki undir­ritað siða­reglur og mæting sögð frjáls­leg

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á þingmenn að líta í eigin barm og rækta skyldur sínar gagnvart þinginu. Hún brást við umræðu stjórnarandstöðu um siðareglur Alþingis með því að benda á að ekki hafi allir þingmenn skrifað undir siðareglurnar auk þess sem hún vill meina að mætingu þingmanna á nefndarfundi sé ábótavant. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segist stolt af því að þingflokkurinn sem hún tilheyrir hafi ekki skrifað undir siðareglur þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagn­gert til að kæra

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn.

Innlent
Fréttamynd

Seyðis­fjörður á varaafli eftir raf­magns­leysi í nótt

Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt og í tilkynningu frá Landsneti segir að unnið sé að því í samstarfi við RARIK að koma á varaafli. Þá fara vinnuflokkar meðfram línunni til að kanna orsök útleysingar en tekið er fram að mikil ísing sé á svæðinu sem talin er vera líklegur valdur útleysingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­földun seldra nef­úða á tíu árum: „Maður pantar tölu­verðar birgðir reglu­lega“

Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Kynna breytta Reykja­víkur­leið eftir ára­mót

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að hreindýra­kvóti aukist hressi­lega

Náttúrustofa Austurlands leggur til að heimilt verði að veiða 936 hreindýr á komandi veiðitímabili, sem er um fjörutíu prósent aukning frá síðasta veiðitímabili. Sérfræðingur segir að vel hafi gengið að telja dýrin í sumar og því hafi óvissu um stærð stofnsins verið eytt.

Innlent
Fréttamynd

Heiða þurfi ekki að hafa á­hyggjur af óvinsældunum

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst reisa nýja flug­stöð og festa flug­völlinn í sessi

Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumörg al­var­leg slys undan­farið

Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki.

Innlent
Fréttamynd

Ríkislög­reglu­stjóri tekur Snapchat-mál lög­reglu­nema al­var­lega

Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota.

Innlent