Innlent

Fréttamynd

Myndbirtingar for­eldra geti skapað hættu

Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ráð­herra situr fyrir svörum, gleði­tíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um hand­bolta

Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum.

Innlent
Fréttamynd

Seinka sýningum fyrir leikinn

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­birt svör og starfs­lokin tekin fyrir

Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan.

Innlent
Fréttamynd

Mikil and­staða við nýtt 160 her­bergja hótel á Laugar­vatni

Íbúar á Laugarvatni eru ekki allir sáttir við hugmyndir um byggingu fjögurra hæða hótels á Laugarvatni rétt við vatnið með 160 herbergjum. Um 8.600 fermetra byggingu verður að ræða. En um hvað snýst málið í raun og veru? Ásta Stefánsdóttir, er sveitarstjóri Bláskógabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Svona mun Suður­lands­braut líta út

Tillaga að deiliskipulagi Borgarlínu um Suðurlandsbraut er nú komin í auglýsingu. Skipulagssvæðið nær utan um breytta götumynd Suðurlandsbrautar milli Skeiðarvogar og Lágmúla og hefur borgin birt myndir sem sýna hvernig gatan mun líta út eftir breytingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við til­raunir til að stofna nýtt Vélfag

Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“.

Innlent
Fréttamynd

Ljósið flytur í Grafar­vog

Endurhæfingarmiðstöðin Ljósið mun á árinu flytja starfsemi sína í nýtt og mun rýmra húsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Nýtt húsnæði verður afhent á sunnudag, 1. febrúar. Það er 1.300 fermetrar með möguleika á stækkun upp í 1.700 fermetra til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Launin lækkuð um 97 prósent en ekki af­numin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands. Með frumvarpinu er lögð til veruleg lækkun launa handhafa forsetavalds, úr samtals um 10 milljónum á ári niður í fasta greiðslu upp á 300 þúsund krónur. Greiðslurnar dragast þannig saman um 97 prósent. Til stóð að afnema launin alfarið en til þess hefði þurft að breyta stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum ekki að vera hrædd við að taka um­ræðuna“

Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann.

Innlent
Fréttamynd

Guð­jón endur­kjörinn og Simon líka

Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann.

Innlent
Fréttamynd

Óttast vaxta­hækkanir vegna sleggjunnar sem stjórn­völd „fengu í trýnið“

Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Opinn fundur um áfallaþol Ís­lands

Varðberg, dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið halda fund í Norræna húsinu á milli klukkan 12:00 og 13:00 um áfallaþol Íslands. Kynnt verður áfangaskýrsla stjórnvalda sem byggir á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins um áfallaþol en hún markar einn áfanga í vinnu stjórnvalda að heildstæðri kortlagningu, stefnumótun og tillögum að aðgerðum til að efla áfallaþol samfélagsins. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sakar mót­fram­bjóðanda um trúnaðar­brest og kallar eftir próf­kjöri

Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita.

Innlent