Erlent „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. Erlent 21.5.2024 09:39 Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Erlent 21.5.2024 09:26 Biden segir Ísraela saklausa af ásökunum um þjóðarmorð Joe Biden Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gær þegar hann tjáði sig um ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um að gefa út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Ísrael vegna átakanna á Gasa. Erlent 21.5.2024 07:46 Réttað yfir Hinrik XIII og öðrum leiðtogum valdaránstilraunar Réttarhöld yfir meintum höfuðpaurum valdaránssamsæris í Þýskalandi hefjast í Frankfurt í dag. Erlent 21.5.2024 07:04 OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Erlent 21.5.2024 06:57 Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. Erlent 20.5.2024 23:39 Netanjahú hafnar handtökuskipuninni Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði. Erlent 20.5.2024 21:59 Spánverjar kalla sendiherrann heim í kjölfar ummæla Milei Spænska ríkisstjórnin hefur kallað sendiherrann sinn í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, heim og ítrekað kröfu sína um að Javier Milei, forseti Argentínu, biðjist afsökunar á hegðun sinni. Leiðtogar þjóðanna tveggja hafa eldað grátt silfur undanfarnar vikur í kjölfar ummæla samgönguráðherrans spænska Óscar Puente í garð Milei. Erlent 20.5.2024 17:47 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Erlent 20.5.2024 15:33 Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Erlent 20.5.2024 11:20 Komst loks út í geim sextíu árum síðar Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Erlent 20.5.2024 10:09 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Erlent 20.5.2024 06:47 Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Erlent 19.5.2024 23:55 Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. Erlent 19.5.2024 22:25 Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. Erlent 19.5.2024 21:09 Óljóst hvort þyrlan sé fundin Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Erlent 19.5.2024 17:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. Erlent 19.5.2024 13:56 Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20 Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36 Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Erlent 18.5.2024 22:18 Ástand Fico enn alvarlegt Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum. Erlent 18.5.2024 20:46 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. Erlent 18.5.2024 20:00 Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Erlent 18.5.2024 18:25 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Erlent 18.5.2024 11:37 Færeyingar felldu frumvarp um fóstureyðingar Frumvarp þess efnis að heimila ætti þungunarrof fram að 12. viku var fellt á færeyska þinginu á miðvikudaginn. Málið féll á jöfnu, en atkvæðagreiðslan fór 15 -15. Á þinginu sitja 33. Erlent 18.5.2024 10:52 Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns Erlent 17.5.2024 23:11 Segir Rússa ekki hafa í hyggju að taka Kharkív Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki stefna að því að hernema Kharkív en hersveitir landsins hafa sótt fram í héraðinu undanfarna daga. Erlent 17.5.2024 12:36 Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina. Erlent 17.5.2024 11:03 Reyndi að kveikja í bænahúsi gyðinga og var skotinn til bana Lögregla á Frakklandi skaut mann til bana í dag sem er sagður hafa freistað þess að kveikja í bænahúsi gyðinga í borginni Rouen. Maðurinn var vopnaður eggvopni og var skotinn þegar hann færði sig í átt að lögreglu. Erlent 17.5.2024 07:00 Spánverjar neita skipi með vopn innanborðs um að leggja að bryggju Stjórnvöld á Spáni hafa neitað skipi um leyfi til að leggja að bryggju þar sem um borð eru vopn á leið til Ísrael. Utanríkisráðherra landsins segir þetta í samræmi við afstöðu Spánar. Erlent 17.5.2024 06:39 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 334 ›
„Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. Erlent 21.5.2024 09:39
Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Erlent 21.5.2024 09:26
Biden segir Ísraela saklausa af ásökunum um þjóðarmorð Joe Biden Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gær þegar hann tjáði sig um ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um að gefa út handtökuskipanir á hendur leiðtogum Ísrael vegna átakanna á Gasa. Erlent 21.5.2024 07:46
Réttað yfir Hinrik XIII og öðrum leiðtogum valdaránstilraunar Réttarhöld yfir meintum höfuðpaurum valdaránssamsæris í Þýskalandi hefjast í Frankfurt í dag. Erlent 21.5.2024 07:04
OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Erlent 21.5.2024 06:57
Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. Erlent 20.5.2024 23:39
Netanjahú hafnar handtökuskipuninni Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði. Erlent 20.5.2024 21:59
Spánverjar kalla sendiherrann heim í kjölfar ummæla Milei Spænska ríkisstjórnin hefur kallað sendiherrann sinn í Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, heim og ítrekað kröfu sína um að Javier Milei, forseti Argentínu, biðjist afsökunar á hegðun sinni. Leiðtogar þjóðanna tveggja hafa eldað grátt silfur undanfarnar vikur í kjölfar ummæla samgönguráðherrans spænska Óscar Puente í garð Milei. Erlent 20.5.2024 17:47
Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Erlent 20.5.2024 15:33
Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Erlent 20.5.2024 11:20
Komst loks út í geim sextíu árum síðar Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Erlent 20.5.2024 10:09
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Erlent 20.5.2024 06:47
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Erlent 19.5.2024 23:55
Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. Erlent 19.5.2024 22:25
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. Erlent 19.5.2024 21:09
Óljóst hvort þyrlan sé fundin Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Erlent 19.5.2024 17:55
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. Erlent 19.5.2024 13:56
Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20
Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36
Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Erlent 18.5.2024 22:18
Ástand Fico enn alvarlegt Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum. Erlent 18.5.2024 20:46
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. Erlent 18.5.2024 20:00
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Erlent 18.5.2024 18:25
Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Erlent 18.5.2024 11:37
Færeyingar felldu frumvarp um fóstureyðingar Frumvarp þess efnis að heimila ætti þungunarrof fram að 12. viku var fellt á færeyska þinginu á miðvikudaginn. Málið féll á jöfnu, en atkvæðagreiðslan fór 15 -15. Á þinginu sitja 33. Erlent 18.5.2024 10:52
Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns Erlent 17.5.2024 23:11
Segir Rússa ekki hafa í hyggju að taka Kharkív Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki stefna að því að hernema Kharkív en hersveitir landsins hafa sótt fram í héraðinu undanfarna daga. Erlent 17.5.2024 12:36
Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina. Erlent 17.5.2024 11:03
Reyndi að kveikja í bænahúsi gyðinga og var skotinn til bana Lögregla á Frakklandi skaut mann til bana í dag sem er sagður hafa freistað þess að kveikja í bænahúsi gyðinga í borginni Rouen. Maðurinn var vopnaður eggvopni og var skotinn þegar hann færði sig í átt að lögreglu. Erlent 17.5.2024 07:00
Spánverjar neita skipi með vopn innanborðs um að leggja að bryggju Stjórnvöld á Spáni hafa neitað skipi um leyfi til að leggja að bryggju þar sem um borð eru vopn á leið til Ísrael. Utanríkisráðherra landsins segir þetta í samræmi við afstöðu Spánar. Erlent 17.5.2024 06:39