Erlent

„Walz þjálfari“ hvatti Demó­krata til dáða

Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 

Erlent

Í­trekaði mikil­vægi sam­komu­lags um vopna­hlé við Netanja­hú

Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar.

Erlent

Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni

Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni.

Erlent

Elsta manneskja heims látin

Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. 

Erlent

Banna trú­fé­lög sem tengjast rúss­nesku kirkjunni

Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni.

Erlent

Kenne­dy í­hugar að hætta og styðja Trump í staðinn

Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu.

Erlent

Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári.

Erlent

Segja snekkjuna hafa sokkið á ör­fáum mínútum

Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni.

Erlent

Telja apa­bóluna ekki „nýja CO­VID“

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið.

Erlent

Höfðu hendur í hári barns­morðingjans

Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum.

Erlent

„Ég gaf ykkur mitt besta“

„Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi.

Erlent

Þing­maðurinn lygni játar sekt sína

George Santos var sviptur sæti sínu í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þegar upp komst um umfangsmiklar lygar og fjármálamisferli og á hann nú yfir höfði sér fangelsisvist.

Erlent

Freista þess að um­lykja rúss­neskt her­lið í Kúrsk

Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu.

Erlent

Græn­lenskir ráð­herrar takast á um Paul Watson

Mál umhverfisaðgerðarsinnans og hvalavinarins Paul Watsons sem handtekinn var á Grænlandi í síðasta mánuði hefur vakið mikla athygli og úlfúð jafnt innan landsins sem utan. Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna málsins.

Erlent

Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu loks fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sinnar á því sem þeir kalla embættisbrot Joes Biden Bandaríkjaforseta. Óljóst er hvort skýrslan leiði til þess að þeir kæri Biden formlega fyrir embættisbrot.

Erlent