Erlent

Hafa náð undra­verðum árangri á nokkrum dögum

Úkraínumenn hafa náð umfangsmiklum árangri í gagnárás gegn Rússum í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Hersveitir Úkraínu eru sagðar komnar minnst fimmtíu kílómetra í gegnum varnir Rússa á einungis þremur dögum og hafa frelsað tugi þorpa og bæja sem hafa verið í haldi Rússa frá því innrásin hófst.

Erlent

Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést

Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést.

Erlent

Vaktin: Syrgir móður sína á­samt heims­byggðinni

Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er  nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag.

Erlent

Myndasyrpa: Bretar syrgja drottninguna

Eftir að fréttir um fráfall Elísabetar II Bretadrottningar barst breskum almenningi í gær safnaðist fólk víða saman til að syrgja þann leiðtoga þjóðarinnar sem lengst sat í hásæti. 

Erlent

Ein­hyrningsáætlun hrundið af stað eftir and­lát drottningar

Löngum hefur verið rætt um að breska krúnan sé með viðbragðsáætlanir í handraðanum, sem gripið er til þegar þjóðhöfðinginn deyr. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í dag, og því ljóst að gera þarf ýmsar ráðstafanir, til að mynda hvað varðar útför hennar.

Erlent

Sorgin fest á filmu

Breska þjóðin syrgir nú Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést síðdegis í dag. Elísabet var þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Breta, og ríkti í rúm 70 ár. Sonur hennar, Karl III Bretakonungur, er tekinn við krúnunni.

Erlent

Verður Karl III Bret­lands­konungur

Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag.

Erlent

Sex­tán látin vegna aur­skriðu í Úganda

Miklar rigningar á þriðjudag í Úganda ollu aurskriðu í Kasese héraði snemma á miðvikudag sem varð sextán manns að bana. Sex glíma við meiðsli vegna skriðunnar og eru sögð fá hjálp á sjúkrahúsi í grenndinni.

Erlent

Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins

Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent

Danir lækka hitann í al­mennings­rýmum

Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður.

Erlent

Drottningin undir sérs­töku eftir­liti lækna

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað.

Erlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív

Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði.

Erlent

Veggir einnar elstu borgar Pakistan féllu

Veggir hinnar fornu borgar Moenjodaro hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna úrhellisrigningar og flóða sem nú eru í gangi í Pakistan. Borgin er á Heimsminjaskrá UNESCO og var byggð fyrir fimm þúsund árum síðan.

Erlent

32 látnir eftir elds­voða á karó­kí­bar í Víet­nam

Alls eru 32 nú látnir eftir eldsvoða sem kom upp á karókíbar ekki langt frá víetnömsku borginni Ho Chi Minh á síðastliðið þriðjudagskvöld. Gríðarmikill eldur kom upp og varð mikill fjöldi gesta innlyksa og þá neyddust aðrir til að stökkva út um glugga á þriðju hæð byggingarinnar.

Erlent

Hinn á­rásar­maðurinn lést í haldi lög­reglu

Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu.

Erlent

Mál­verk Obama hjóna af­hjúpuð

Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup.

Erlent

Seinni á­rásar­maðurinn í haldi lög­reglu

Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað.

Erlent