Erlent

Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu

Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum.

Erlent

Skatt­skýrslur Trump birtar á föstu­dag

Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Erlent

Musk metur mar­traða­spá Med­vedev mark­lausa

Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. 

Erlent

Viður­kennir að hafa logið á feril­skránni en ætlar samt inn á þing

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 

Erlent

56 látnir í kuldakastinu í Norður-Ameríku

Að minnsta kosti 28 hafa látið lífið í vesturhluta New York ríkis í óveðrinu sem gengið hefur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Dæmi eru um að fólk hafi verið fast í bílum sínum í rúma tvo sólarhringa.

Erlent

27 látin í Buffalo í hríðarbyl

Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í Erie-sýslu í New York af völdum vetrarstormsins Elliot sem geisað hefur í nokkuð stórum hluta Bandaríkjanna undanfarna daga. 

Erlent

Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land.

Erlent

Sau­tján látnir í Japan vegna fann­fergis

Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum.

Erlent