Fastir pennar

Verndarbúnaður

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Með vopnaburði eykst hættan á að tjónið sem slík mistök geta valdið verði óafturkræft.

Fastir pennar

Larsen-áhrifin

Bergur Ebbi skrifar

Í heimi hljóðfræða er til fyrirbæri sem lýsa má þannig að hljóðgjafi sendir frá sér hljóð sem berst aftur til uppruna síns og sendist þaðan aftur sömu leið í sífelldan hring. Vísindin nefna þetta Larsen-áhrif eftir Dananum Søren Absalon Larsen sem setti saman eðlisfræðikenningu um fyrirbærið.

Fastir pennar

Oftar en einu sinni

Þorvaldur Gylfason skrifar

Sé mönnum alvara með því sem þeir segja þurfa þeir jafnan að segja sama hlutinn oftar en einu sinni. Segi menn skoðun sína aðeins einu sinni kann að liggja fiskur undir steini. Tökum dæmi.

Fastir pennar

Víða þarf að rétta hlut

Fengju aldraðir og öryrkjar sambærilega afturvirka hækkun og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum sem undir ráðið heyra þá myndi það þýða að framfærsla hluta hópsins færi úr 172.000 í 187.996 krónur. Þar munar tæpum 16 þúsund krónum.

Fastir pennar

Grunnstoðir

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Það er mjög erfitt að taka undir með formanni fjárlaganefndar og líta á þessa ráðstöfun fjármuna ríkisins til kirkjunnar, hátt í 400 milljónir, sem breytingu í þágu grunnþjónustunnar.

Fastir pennar

Óttaviðbrögð

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Ekki þarf mikið til að æra óstöðuga og kemur ekki á óvart að í ákveðnum hópum hér á landi hafi forsprökkum hryðjuverkaárásanna í París tekist að æsa upp fordóma og hatur á öðru fólki. Í slíku andrúmslofti er sérstaklega mikilvægt að sæmilega hugsandi fólk gæti að því að bæta ekki olíu á eld sundrungar og ótta.

Fastir pennar

"Barnaleg einfeldni“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Forseti Íslands minnti á það í kjölfar hryðjuverkanna í París að hatursfullt tal um íslam og múslima almennt væri einungis vatn á myllu ódæðismannanna og til marks um að þeim hefði tekist ætlunarverk sitt.

Fastir pennar

Forsetinn gekk í gildru

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Það voru tíu ár síðan umsátrinu um Sarajevó lauk. Sárin voru þó langt frá því að vera gróin. Borg sem hafði þurft að þola lengstu herkví í sögu nútímahernaðar var þakin örum. Í veggjum húsanna voru holur eftir sprengikúlur. Víða mátti sjá á götum það sem virtist við fyrstu sýn rauðir blóðpollar

Fastir pennar

Að taka til

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Dálítið skondið er að hlutfall þeirra sem halda vilja í krónuna og hafna henni er mjög nálægt hlutfalli þeirra sem halda vilja ríkissambandi við kirkjuna og ekki. Niðurstöðurnar virðast í fljótu bragði innan skekkjumarka.

Fastir pennar

Skýrsla um trúarlíf á Íslandi

Þórlindur Kjartansson skrifar

Það er fagnaðarefni að Íslendingar skuli nú fá inn um bréfalúguna málgagnið Betra land, sem gefið er út af sjónvarpsstöðinni Omega. Ekki svo að skilja að í blaðinu sé eintómt fagnaðarerindi, þótt það sé tilgangur útgefandans.

Fastir pennar

Hendur og hælar

Þorvaldur Gylfason skrifar

Vantraust almennings á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú meira en áður úti í heimi. Því veldur margt að því er virðist, m.a. aukið vægi peninga á vettvangi stjórnmálanna og misskipting lífsgæða. Þessir tveir áhrifavaldar tengjast þar eð peningaöflum hefur tekizt að laða stjórnmálamenn og flokka til fylgilags við aukinn ójöfnuð í skiptingu auðs og tekna.

Fastir pennar

Hraðþingið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Almenn samstaða virðist vera um það hjá óbreyttum þingmönnum að þeir hafi lítið sem ekkert að gera. Í umræðum á Alþingi fyrir skemmstu var um það rætt undir liðnum fundarstjórn forseta að margar þingnefndir hefðu of lítið að gera sem setti þingmál í uppnám.

Fastir pennar

Viðvörunarmerki frá „dr. Alúminíum“

Lars Christensen skrifar

Þátttakendur á fjármálamörkuðum segja stundum að alþjóðlegi koparmarkaðurinn hafi doktorspróf í hagfræði – þess vegna er talað um "dr. Kopar“ – vegna getu sinnar til að spá um vendipunkta í hagkerfi heimsins.

Fastir pennar

Samstaðan

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Skelfilegar árásir voru gerðar í París á föstudag. Fjöldi manna lét lífið og enn fleiri særðust. Stutt er liðið frá árásunum og því ekki ljóst hvaða afleiðingar þær munu hafa fyrir bæði hinn vestræna heim sem og Miðausturlönd.

Fastir pennar

Vitfirring

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Markmið morðingjanna í París um helgina var að höggva að rótum siðaðs samfélags.

Fastir pennar

Illvirkin í París

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sumar borgir eru ekki bara aðsetur milljóna manna og vettvangur fyrir daglegt líf þess heldur verða táknmyndir tiltekinna hugmynda og hugsjóna vegna sögu sinnar og hefða sem þar hafa myndast. París er þannig borg.

Fastir pennar

Heppin með Pírata

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Uppgangur óhefðbundinna stjórnmálaafla víða um lönd er afleiðing efnahagshamfaranna sem hófust 2008, og þeirrar staðreyndar að stjórnvöld virtust ekki í stakk búin að taka á vandanum. Svona mætti draga saman niðurstöður Lars Christensen, hagfræðings, í grein sem hann skrifaði í Markaðinn í vikunni.

Fastir pennar

Beinagrind í blautbúningi og bleikir snjógallar

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Það er 2. janúar 2015. Morgunninn er kaldur á suðurströnd Noregs og öldurnar brotna harkalega á hvössum hömrunum. Gamall arkitekt klæðir sig í vaðstígvél og heldur niður í fjöru. Hann sér glitta í eitthvað í flæðarmálinu.

Fastir pennar

Það er vesen að nota krónu

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Vaxandi áhyggjur eru af hve hagþróuninni svipar til þróunarinnar á fyrirhrunsárunum. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, náði ágætlega utan um þetta í fyrirspurn til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í fyrradag.

Fastir pennar

Að vera kominn heim

Bergur Ebbi skrifar

Það er varla til neitt íslenskara en handprjónuð lopapeysa með sínu hringskorna mynstraða axlarstykki. Samt er ólíklegt að peysur af því tagi hafi byrjað að sjást á Íslandi fyrr en um miðja síðustu öld. Mynstrið er byggt á erlendum stefnum og er sænska Bohus-hefðin

Fastir pennar

Hver hirðir rentuna?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Munurinn á söluverðmæti afurðanna sem auðlindir náttúrunnar gefa af sér á heimsmarkaði og framleiðslukostnaði heitir auðlindarenta. Tökum dæmi. Olíufarmur sem selst á eina milljón Bandaríkjadala kostaði kannski ekki nema 100 þúsund dali í framleiðslu. Rentan er þá afgangurinn eða 900 þúsund dalir. Takið eftir hlutföllunum.

Fastir pennar

Segja eða þegja

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Ég fékk hótunarbréf í vikunni þar sem mér voru gefnir tveir dagar til að birta afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins og sjö dagar til að greiða tveimur mönnum samtals tuttugu milljónir króna.

Fastir pennar

Biluð fangelsi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Menn sem sitja af sér refsivist í fangelsum eiga alveg nógu erfitt meðan á dvöl þeirra stendur þótt mannréttindi þeirra séu ekki brotin samhliða.

Fastir pennar

Höldum okkur við staðreyndir

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Margoft hefur komið fram í umræðu um mögulegan sæstreng fyrir rafmagn milli Íslands og Bretlands að ekki standi til að virkja hér hverja sprænu til að selja orkuna svo til útlanda eins og hvert annað hráefni.

Fastir pennar

Haturberar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Drepa þessa múslima. Þetta er eins og kakkalakkar þegar þetta kemst inn í landið. Þau vilja ráða yfir öllum löndum sem þeir koma inn í. Drepa þetta í fæðingu. Enga fokking múslima kirkju á Íslandi.“ Svo hljóðar athugasemd við frétt Vísis frá 1. júní á þessu ári þar sem fjallað var um byggingu mosku í Sogamýri.

Fastir pennar