Fastir pennar

Bókvit og verksvit

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Einn af forfeðrum mínum var um tíma í vinnu hjá stöndugum bónda á Austurlandi, og var vel liðinn. Þótti góður starfskraftur, var handlaginn, hagmæltur og vinnusamur.

Fastir pennar

Hvernig fáum við hæfasta fólkið?

Ólafur Stephensen skrifar

Nú er tæp vika þar til framboðsfrestur til boðaðs stjórnlagaþings rennur út. Ýmsir mætir einstaklingar hafa greint opinberlega frá framboði sínu en ennþá vantar heilmikið upp á þann fjölda sem á að sitja á þinginu. Sjálfsagt munu margir gera upp hug sinn um framboð á síðustu dögunum áður en frestur rennur út.

Fastir pennar

Þeir tapa alltaf

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo er vel að friðarverðlaunum Nóbels kominn. Hann situr nú í þriðja sinn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir lýðræði og mannréttindum í Kína. Hann var í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989, sem enduðu með fjöldamorði. Hann var dæmdur til þrælkunarbúðavistar 1996 fyrir að andmæla alræði kommúnistaflokksins og í fyrra var hann dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í að skrifa mannréttindayfirlýsingu.

Fastir pennar

Væri hér vinstri stjórn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ef hér væri vinstri stjórn myndi Póstur og sími vera tekinn af Bakkabræðrum. Þá gætum við hringt í Símann þegar eitthvað bilar án þess að hlusta í hálftíma á þungarokk rofið af og til með „þú ert númer áttahundruð í röðinni, viltu nokkuð vera að bíða lengur?“ Okkur fyndist kannski Póstur&Sími ekkert rosalega sexí en við hefðum samt aftur á tilfinningunni að þetta væri okkar fyrirtæki en við ekki þegnar þess.

Fastir pennar

Stál milli þings og þjóðar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Dómsmálaráðherra lét reisa grindur úr stáli til aðskilnaðar þings og þjóðar meðan forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í byrjun vikunnar. Ugglaust var það rétt mat eins og á stóð.

Fastir pennar

Tími óvinsælda

Viðbrögðin við áformum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eru fyrirsjáanleg og að mörgu leyti skiljanleg. Þau eru endurómur af svipuðum mótmælum úti um alla Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa neyðzt til að draga saman útgjöld vegna kreppunnar. Slíkt er alltaf sársaukafullt og kemur við margvíslega hagsmuni. Engu að síður væru mistök að láta undan þrýstingi um að hætta við niðurskurðinn.

Fastir pennar

Sýndarlýðræði

Pawel Bartozsek skrifar

Árið 1971 er merkilegt ár í íslenskri kosningasögu. Það er eina skiptið á lýðveldistímanum sem kjósendum tókst að koma ríkisstjórn frá í almennum kosningum, með þeim hætti að stjórnin tapaði völdum og stjórnarandstaðan tók við. Í öðrum kosningum, hafa ríkisstjórnir haldið velli, og þá sjaldan sem þær hafa fallið hafa menn stoppað upp í stjórnarsamstarfið eða skipt út hluta stjórnarinnar.

Fastir pennar

Fæðingarorlof er grunnþjónusta

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fæðingarorlof er hvergi á Norðurlöndum styttra en hér á Íslandi. Þrátt fyrir það getum við og höfum verið stolt af því hversu margir feður nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.

Fastir pennar

Stjórnlagaþings- og landsdómssull

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Stjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið.

Fastir pennar

Enn um nýja stjórnarskrá

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stjórnarskráin, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944, var sniðin eftir dönsku stjórnarskránni og er enn í meginatriðum samhljóða henni.

Fastir pennar

Síðasta tækifæri pólitíkusanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Mótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóð­félaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni.

Fastir pennar

Beðið um vantrauststillögu

Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda.

Fastir pennar

Stalín eða stjórnarskráin?

Sverrir Jakobsson skrifar

Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008.

Fastir pennar

Siðað samfélag

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Alþingishúsið og dómkirkjan við Austurvöll eru ekki kuldalegar og yfirlætisfullar byggingar eins og fylltu Borgartúnið í Bólunni. Þær spjátra sig ekki. Þær segja ekki: Sjáið stærðina, sjáið valdið, auðinn, ósnertanleikann - hér uppi erum við, þarna niðri eruð þið.

Fastir pennar

Peningarnir eru ekki til

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann.

Fastir pennar

(Önnur) vanhæf ríkisstjórn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Óþægilegar minningar frá mótmælunum í janúar í fyrra hafa vafalaust sótt á marga er fréttir bárust af mótmælaaðgerðum á Austurvelli við setningu Alþingis í gær.

Fastir pennar

Eitraður kaleikur

Ólafur Stephensen skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur.

Fastir pennar

Að leita, finna og styðja svo

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ekki eru nema fáeinir áratugir síðan konur sem bjuggu við ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, áttu í fá eða engin hús að venda. Þær báru þjáningu sína í hljóði eða áttu í besta falli systur, móður eða vinkonu sem þær gátu trúað fyrir aðstæðum sínum.

Fastir pennar

Samræða um nýja stjórnarskrá

Þorvaldur Gylfason skrifar

Haustið 1946 birti tímaritið Helgafell tvær ritgerðir um stjórnarskrármál, aðra eftir Ólaf Jóhannesson, síðar forsætisráðherra, og hina eftir Gylfa Þ. Gíslason, síðar menntamálaráðherra. Þeir voru þá báðir um þrítugt. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var þá aðeins tveggja ára, en ástand þjóðlífsins var lævi blandið að loknu stríði og vakti vangaveltur um stjórnskipun landsins. Gefum Ólafi og Gylfa orðið.

Fastir pennar

Ódrengilegt og pólitískt vitlaust

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn og aftur missir Alþingi Íslendinga niður um sig í beinni útsendingu, og í þetta sinn einmitt á meðan þingmenn áttu að vera að skrifa Íslandssöguna.

Fastir pennar

Ósinn og uppsprettan

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Í eina tíð var ég formaður í hreyfingu stjórnmálaflokks í þorpi vestur á landi. Það stóð ekki lengi, en var afar áhugaverð lífsreynsla. Í litlu þorpi eru allir stórir. Einhverju sinni var aðalfundur rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var farið yfir tillögur um frambjóðendur, en þetta var áður en prófkjörin tóku völdin.

Fastir pennar

Kjósendur opnir fyrir nýjungum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ýmsar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna, sem sagt var frá í gær. Í fyrsta lagi vekur það athygli að þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu ósammála um mörg stærstu málin í íslenzkri pólitík, hver uppákoman reki aðra í stjórnarsamstarfinu og ýmis mikilvæg mál sitji föst vegna þess að ríkisstjórnin hefur í raun ekki þingmeirihluta fyrir þeim, styður áfram um helmingur þeirra sem afstöðu taka stjórnarflokkana.

Fastir pennar

Óhemjur og ofát

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það voru matardagar í Smáralind um helgina. Þar var keppt. Samkvæmt frétt á visir.is gekk þessi hátíð eiginlega út á keppni – í matargerð og meira að segja áti. Þarna var Íslandsmót matreiðslumanna og framreiðslu

Fastir pennar

Kögunarhóll: Ráðherraábyrgð og lýðræði

Þorsteinn Pálsson skrifar

Einn af þingmönnum VG, Lilja Mósesdóttir, sagði á dögunum að landsdómsákærurnar fælu í sér uppgjör við pólitíska hugmyndafræði. Af þeim ummælum er þó ekki unnt að draga þá ályktun að allir sem vilja ákæra geri það á sömu forsendu.

Fastir pennar

Siðlausar aðréttur

Ólafur Stephensen skrifar

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna

Fastir pennar

Samkeppnishæft skattkerfi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flutti mikla skammadembu yfir atvinnurekendum á fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um skattamál í gær. Það fer ekki á milli mála að verulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur er á milli fjármálaráðherrans og samtaka atvinnurekenda um það hvernig skattaumhverfi fyrirtækja á að vera, þar með talið hvað rétt sé að skattarnir séu háir.

Fastir pennar

Krónan sem kúgunartæki

Þorvaldur Gylfason skrifar

Færeyingar og Danir hafa í reyndinni notað evruna sem gjaldmiðil frá upphafi 1999, án þess að færeyskir útvegsmenn eða aðrir hafi séð ástæðu til að kvarta undan því fyrirkomulagi. Danir hafa kosið að negla gengi dönsku

Fastir pennar

Glatað tækifæri?

Ólafur Stephensen skrifar

Illu heilli hefur það gengið eftir, sem margir höfðu áhyggjur af þegar þingmannanefndin sem rýndi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagði fram skýrslu sína fyrir tíu dögum. Deilur um hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa yfirskyggt umbótatillögurnar sem eru í raun aðalatriðin í skýrslu þingmannanefndarinnar og full samstaða var um meðal nefndarmanna. Í stuttu máli má segja að þessar umbótatillögur séu það, sem hrinda þarf í framkvæmd til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Alþingismenn mættu hafa í huga að búi þeir ekki svo um hnútana að þeirri umbótaáætlun verði hrint í framkvæmd, mun það skipta óskaplega litlu máli um þróun mála á Íslandi í framtíðinni þótt fáeinir einstaklingar verði dregnir fyrir landsdóm.

Fastir pennar