Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættu­svæði

Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik.

Enski boltinn

Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“

„Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG.

Enski boltinn

„Skil­yrði fé­lagsins fyrir sölu hafa ekki verið upp­fyllt“

Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Enski boltinn

Eze fari til Spurs fyrir viku­lok

Fátt virðist geta komið í veg fyrir skipti enska fótboltamannsins Eberechi Eze frá Crystal Palace til Tottenham. Palace getur átt von á því að missa tvo lykilmenn fyrir gluggalok en félagið hefur gott sem ekkert styrkt sig í sumar.

Enski boltinn

Isak skrópar á verðlaunahátíð

Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag.

Enski boltinn

Klár­lega búið að van­meta Man. City

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við.

Enski boltinn

Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins

Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton.

Enski boltinn