Bíó og sjónvarp Hryllingur fyrir hrædda þjóð Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 15:45 Leið yfir þrjá á Saw Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bretlandi þurfti að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sömu nóttina eftir að það leið yfir nokkra sem voru að horfa á hryllingsmyndina Saw III. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 14:30 Lísa í Sundralandi á leiksvið Nýlega var fyrsti samlestur á desemberverki Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Það er eftir Bretann Anthony Neilson og kallast í þýðingu Þórarins Eldjárns Ó, fagra veröld en á frummálinu Wonderful world of dissosia. Þetta er nútíma ævintýri um Lísu í „Sundralandi“ eins og Þórarinn snýr út úr. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 14:00 Brjálæðingurinn Borat Kvikmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan verður frumsýnd á morgun en þessi fréttamaður frá Kasakstan hefur gert allt brjálað með súrum húmor sem virðist eiga uppá pallborðið víða. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 13:30 Ný mynd um Che Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að gera tvær myndir um argentíska byltingaleiðtogann Che Guevara. Reiknað er með að Benico del Toro leiki Che en aðrir leikarar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Javier Bardem, Frank Potente og Benjamin Bratt. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 13:00 Samdi við Universal Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við Borat og Ali G, hefur skrifað undir tæplega þriggja milljarða samning við Universal um að fyrirtækið framleiði og eignist dreifingarréttinn að næstu mynd hans. Verður hún byggð á samkynhneigðu tískulöggunni Bruno sem gerði garðinn frægan í þáttunum Ali G. Bíó og sjónvarp 1.11.2006 16:00 Pönkuð ástarsaga í Austurbæ Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld. Bíó og sjónvarp 1.11.2006 15:45 Glöggt er gests augað Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Bíó og sjónvarp 1.11.2006 00:01 Blóðug taka Bíó og sjónvarp 31.10.2006 17:00 Hvíta rósin Sophie Scholl Í kvöld verður sýning á þýsku kvikmyndinni Sophie Scholl – Síðustu dagarnir eftir Marc Rothemund í sal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Myndin var framleidd 2005 og hefur ekki verið sýnd hér á landi. Bíó og sjónvarp 31.10.2006 12:30 Mýrin rakar inn peningum í miðasölu Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. Bíó og sjónvarp 31.10.2006 06:00 Mýrin með metaðsókn Mýrina sáu tæplega 12.500 einstaklingar um helgina í kvikmyndahúsum landsins. Er þetta næst stærsta helgi ársins, en sú stærsta var opnunarhelgi Mýrarinnar um síðustu helgi. Bíó og sjónvarp 30.10.2006 23:15 Stórhuga Ólafur Jóhannesson í New York Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. Bíó og sjónvarp 30.10.2006 15:00 Líkfundarmálið í bíó Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 15:30 Söngleikur um Nemó Disney vinnur nú hörðum höndum við að gera söngleik eftir teiknimyndinni vinsælu, Leitinni að Nemó, en frumsýning er áætluð í janúar á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney hefur gert söngleik úr teiknaðri mynd sem ekki var ætluð sem söngvamynd. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 14:30 Mýrin sló opnunarmet um helgina Útlit er fyrir að Mýrin, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, geti slegið öll aðsóknarmet á Íslandi. Mýrin varð til þess að almennt aðsóknarmet var slegið í kvikmyndahúsunum í gær: Um 16.000 manns hafa nú séð hana Mýrina og eftir fyrstu sýningarhelgi nema tekjur 15,8 milljónum króna. Þetta er metopnun fyrir íslenska bíómynd. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 12:34 Vill börn Nú hefur óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman lýst því yfir að hana langi til að fara að eignast börn. Eftir aðeins nokkurra mánaða hjónaband hennar og kántrísöngvarans Keiths Urban hefur Kidman sett sig í samband við frjógvunarstöð í Los Angeles og er byrjuð að taka lyf til að auka líkur sínar á að eignast börn. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 09:43 Afþakkaði næstum því Leikarinn Daniel Craig var næstum því búin að afþakka hlutverk James Bond vegna þess að hann vildi ekki vera talinn vera ein ákveðin týpa af aðdáendum sínum. Craig tekur í fyrsta sinn við hlutverki njósnara hennar hátignar í nýju Bond myndinni Casino Royale sem frumsýnd verður í Nóvember. Bíó og sjónvarp 22.10.2006 12:30 Kynnti Brim sem næsta verk Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Bíó og sjónvarp 22.10.2006 11:00 Fræðsla í máli og myndum Nú standa yfir serbneskir dagar í Borgarbókasafninu og af því tilefni eru skipulagðir fyrirlestrar og kvikmyndasýningar í safninu. Meðal viðfangsefna fyrirlestranna er serbnesk miðaldalist og arkitektúr auk þess sem forstöðukona Nikola Tesla-safnsins í Belgrad fjallar um þann heimsþekkta vísindamann. Bíó og sjónvarp 21.10.2006 17:00 Leikhúsmenn í útrás Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma. Bíó og sjónvarp 21.10.2006 15:30 Mozart mættur á svið Ýmsum hnykkti við þegar tilkynnt var síðastliðið vor að Leikfélag Reykjavíkur hygðist setja Amadeus eftir Peter Shaffer á svið. Þekktu ekki allir kvikmynd Miosar Forman, bæði í stuttri og langri gerð? Róbert Arnfinnsson og Sigurður Sigurjónsson höfðu leikið þá fjandvinina Salieri og Mozart snemma á níunda áratugnum og var verkið svo merkilegt að það ætti erindi á svið? Bíó og sjónvarp 21.10.2006 11:30 Silfurkirkjugarður Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahöfundur hefur átt langt og gott samstarf með Stefáni Baldurssyni leikstjóra. Hún hefur unnið á mörgum sviðum landsins en er að gera sína fyrstu leikmynd fyrir stærsta leiksvið á landinu. Raunar er þetta í annað sinn sem hún vinnur fyrir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Aðspurð hvernig hafi verið svarar hún: „Ágætt bara.“ Bíó og sjónvarp 21.10.2006 09:00 Öfund og undirferli Stefán Baldursson leikstjóri hefur ekki starfað í Borgarleikhúsinu síðan hann setti opnunarsýninguna á svið 1989. Hann hafði þá starfað í hartnær tvo áratugi fyrir Leikfélag Reykjavíkur og var leikhússtjóri þar árin meðan Borgarleikhúsið var í byggingu. Bíó og sjónvarp 21.10.2006 08:00 Spamalot í London Meðlimir gamanleikhópsins Monty Python voru viðstaddir frumsýningu söngleiksins Spamalot í London. Er hann byggður á kvikmynd Python, Holy Grail, frá árinu 1975. Bíó og sjónvarp 20.10.2006 16:00 Erlendur var þraut til að leysa Íslenska sakamálamyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin byggir, eins og alþjóð sjálfsagt veit, á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar um rannsóknarlögreglumanninn Erlend. Þórarinn Þórarinsson ræddi við Ingvar E. Sigurðsson sem túlkar Erlend á hvíta tjaldinu. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 19:00 Clint Eastwood boðið til Íslands um jólin Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 18:30 Kaurismaki bannar mynd sína í Óskar Ari Kaurismaki, finnski leikstjórinn góðkunni, hefur lagt blátt bann við að kvikmynd hans Ljós í svartamyrkri fari í forval til Óskarsverðlauna fyrir Finnlands hönd. Það þýðir að engin kvikmynd verður lögð fram af hálfu Finna til Óskarsverðlauna eftir áramótin. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 17:00 Gísli Súrsson sunnan heiða Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn um Gísli Súrsson sunnan heiða nú um helgina. Höfundur verksins og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem nú ferðast í þriðja leikárið í röð með þennan fræga kappa í farteskinu. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 16:00 Leiktjöldin úr hljóðum Leikverkið Suzannah er óvenjulegt fyrir margra hluta sakir en það mætti með sanni kallast tónleikrit. Sænska leikhúsið Cinnober sýnir verkið í Þjóðleikhúsinu í kvöld en tónskáldið Atli Ingólfsson á heiðurinn af músíkinni sem á köflum tekur völdin í verkinu. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 15:15 « ‹ 133 134 135 136 137 138 139 140 … 140 ›
Hryllingur fyrir hrædda þjóð Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 15:45
Leið yfir þrjá á Saw Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bretlandi þurfti að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sömu nóttina eftir að það leið yfir nokkra sem voru að horfa á hryllingsmyndina Saw III. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 14:30
Lísa í Sundralandi á leiksvið Nýlega var fyrsti samlestur á desemberverki Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Það er eftir Bretann Anthony Neilson og kallast í þýðingu Þórarins Eldjárns Ó, fagra veröld en á frummálinu Wonderful world of dissosia. Þetta er nútíma ævintýri um Lísu í „Sundralandi“ eins og Þórarinn snýr út úr. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 14:00
Brjálæðingurinn Borat Kvikmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan verður frumsýnd á morgun en þessi fréttamaður frá Kasakstan hefur gert allt brjálað með súrum húmor sem virðist eiga uppá pallborðið víða. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 13:30
Ný mynd um Che Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að gera tvær myndir um argentíska byltingaleiðtogann Che Guevara. Reiknað er með að Benico del Toro leiki Che en aðrir leikarar sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Javier Bardem, Frank Potente og Benjamin Bratt. Bíó og sjónvarp 2.11.2006 13:00
Samdi við Universal Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við Borat og Ali G, hefur skrifað undir tæplega þriggja milljarða samning við Universal um að fyrirtækið framleiði og eignist dreifingarréttinn að næstu mynd hans. Verður hún byggð á samkynhneigðu tískulöggunni Bruno sem gerði garðinn frægan í þáttunum Ali G. Bíó og sjónvarp 1.11.2006 16:00
Pönkuð ástarsaga í Austurbæ Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld. Bíó og sjónvarp 1.11.2006 15:45
Glöggt er gests augað Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Bíó og sjónvarp 1.11.2006 00:01
Hvíta rósin Sophie Scholl Í kvöld verður sýning á þýsku kvikmyndinni Sophie Scholl – Síðustu dagarnir eftir Marc Rothemund í sal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Myndin var framleidd 2005 og hefur ekki verið sýnd hér á landi. Bíó og sjónvarp 31.10.2006 12:30
Mýrin rakar inn peningum í miðasölu Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. Bíó og sjónvarp 31.10.2006 06:00
Mýrin með metaðsókn Mýrina sáu tæplega 12.500 einstaklingar um helgina í kvikmyndahúsum landsins. Er þetta næst stærsta helgi ársins, en sú stærsta var opnunarhelgi Mýrarinnar um síðustu helgi. Bíó og sjónvarp 30.10.2006 23:15
Stórhuga Ólafur Jóhannesson í New York Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. Bíó og sjónvarp 30.10.2006 15:00
Líkfundarmálið í bíó Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 15:30
Söngleikur um Nemó Disney vinnur nú hörðum höndum við að gera söngleik eftir teiknimyndinni vinsælu, Leitinni að Nemó, en frumsýning er áætluð í janúar á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney hefur gert söngleik úr teiknaðri mynd sem ekki var ætluð sem söngvamynd. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 14:30
Mýrin sló opnunarmet um helgina Útlit er fyrir að Mýrin, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, geti slegið öll aðsóknarmet á Íslandi. Mýrin varð til þess að almennt aðsóknarmet var slegið í kvikmyndahúsunum í gær: Um 16.000 manns hafa nú séð hana Mýrina og eftir fyrstu sýningarhelgi nema tekjur 15,8 milljónum króna. Þetta er metopnun fyrir íslenska bíómynd. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 12:34
Vill börn Nú hefur óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman lýst því yfir að hana langi til að fara að eignast börn. Eftir aðeins nokkurra mánaða hjónaband hennar og kántrísöngvarans Keiths Urban hefur Kidman sett sig í samband við frjógvunarstöð í Los Angeles og er byrjuð að taka lyf til að auka líkur sínar á að eignast börn. Bíó og sjónvarp 23.10.2006 09:43
Afþakkaði næstum því Leikarinn Daniel Craig var næstum því búin að afþakka hlutverk James Bond vegna þess að hann vildi ekki vera talinn vera ein ákveðin týpa af aðdáendum sínum. Craig tekur í fyrsta sinn við hlutverki njósnara hennar hátignar í nýju Bond myndinni Casino Royale sem frumsýnd verður í Nóvember. Bíó og sjónvarp 22.10.2006 12:30
Kynnti Brim sem næsta verk Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Bíó og sjónvarp 22.10.2006 11:00
Fræðsla í máli og myndum Nú standa yfir serbneskir dagar í Borgarbókasafninu og af því tilefni eru skipulagðir fyrirlestrar og kvikmyndasýningar í safninu. Meðal viðfangsefna fyrirlestranna er serbnesk miðaldalist og arkitektúr auk þess sem forstöðukona Nikola Tesla-safnsins í Belgrad fjallar um þann heimsþekkta vísindamann. Bíó og sjónvarp 21.10.2006 17:00
Leikhúsmenn í útrás Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma. Bíó og sjónvarp 21.10.2006 15:30
Mozart mættur á svið Ýmsum hnykkti við þegar tilkynnt var síðastliðið vor að Leikfélag Reykjavíkur hygðist setja Amadeus eftir Peter Shaffer á svið. Þekktu ekki allir kvikmynd Miosar Forman, bæði í stuttri og langri gerð? Róbert Arnfinnsson og Sigurður Sigurjónsson höfðu leikið þá fjandvinina Salieri og Mozart snemma á níunda áratugnum og var verkið svo merkilegt að það ætti erindi á svið? Bíó og sjónvarp 21.10.2006 11:30
Silfurkirkjugarður Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahöfundur hefur átt langt og gott samstarf með Stefáni Baldurssyni leikstjóra. Hún hefur unnið á mörgum sviðum landsins en er að gera sína fyrstu leikmynd fyrir stærsta leiksvið á landinu. Raunar er þetta í annað sinn sem hún vinnur fyrir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Aðspurð hvernig hafi verið svarar hún: „Ágætt bara.“ Bíó og sjónvarp 21.10.2006 09:00
Öfund og undirferli Stefán Baldursson leikstjóri hefur ekki starfað í Borgarleikhúsinu síðan hann setti opnunarsýninguna á svið 1989. Hann hafði þá starfað í hartnær tvo áratugi fyrir Leikfélag Reykjavíkur og var leikhússtjóri þar árin meðan Borgarleikhúsið var í byggingu. Bíó og sjónvarp 21.10.2006 08:00
Spamalot í London Meðlimir gamanleikhópsins Monty Python voru viðstaddir frumsýningu söngleiksins Spamalot í London. Er hann byggður á kvikmynd Python, Holy Grail, frá árinu 1975. Bíó og sjónvarp 20.10.2006 16:00
Erlendur var þraut til að leysa Íslenska sakamálamyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin byggir, eins og alþjóð sjálfsagt veit, á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar um rannsóknarlögreglumanninn Erlend. Þórarinn Þórarinsson ræddi við Ingvar E. Sigurðsson sem túlkar Erlend á hvíta tjaldinu. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 19:00
Clint Eastwood boðið til Íslands um jólin Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 18:30
Kaurismaki bannar mynd sína í Óskar Ari Kaurismaki, finnski leikstjórinn góðkunni, hefur lagt blátt bann við að kvikmynd hans Ljós í svartamyrkri fari í forval til Óskarsverðlauna fyrir Finnlands hönd. Það þýðir að engin kvikmynd verður lögð fram af hálfu Finna til Óskarsverðlauna eftir áramótin. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 17:00
Gísli Súrsson sunnan heiða Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn um Gísli Súrsson sunnan heiða nú um helgina. Höfundur verksins og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem nú ferðast í þriðja leikárið í röð með þennan fræga kappa í farteskinu. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 16:00
Leiktjöldin úr hljóðum Leikverkið Suzannah er óvenjulegt fyrir margra hluta sakir en það mætti með sanni kallast tónleikrit. Sænska leikhúsið Cinnober sýnir verkið í Þjóðleikhúsinu í kvöld en tónskáldið Atli Ingólfsson á heiðurinn af músíkinni sem á köflum tekur völdin í verkinu. Bíó og sjónvarp 19.10.2006 15:15