Afdrifaríkur undirbúningur 15. janúar 2007 06:15 Hvernig lukkast hið fullkomna stefnumót? Halldóra Malin Pétursdóttir sýnir verk um mátt ástarinnar í Austurbæ. MYND/GVA Í Silfurtunglinu er ung kona að undirbúa stefnumót við mikilvægasta mann í heimi – manninn sem hún ætlar að elska til æviloka. Þá er jú vissara að vera búin að æfa sig aðeins. Halldóra Malin Pétursdóttir er ung leikkona og leikskáld en húnfrumflutti verk sitt „Power of Love (Hið fullkomna deit)“ í Austurbæ í gær. „Þetta er einleikur um konu sem er að skipuleggja mikilvægasta kvöld lífsins. Hún þarf að æfa sig svo ekkert fari úrskeiðis og hún fer yfir það í smáatriðum hvernig hún ætlar að bera sig að, hreyfa sig og setja stút á munninn,“ segir Halldóra. „Hún er mjög stressuð þegar maðurinn mætir á svæðið svo undirbúningurinn fer svolítið mikið fyrir bí. Það gerist stundum þegar fólk ætlar sér um of.“ Halldóra Malin útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra. Síðan þá hefur hún sett upp eigin einleik á Borgarfirði eystri og stofnað leikfélagið Frú Normu. Hún vann enn fremur til tvennra verðlauna í síðustu dansleikhússamkeppni Borgarleikhússins fyrir verkið Tomma og Jenna sem hún samdi í félagi við Stefán Hall Stefánsson leikara. Nýverið stofnaði Halldóra Malin leikhópinn Brilljantín og er Power of Love fyrsta verkefni hans. „Ég flyt verkið þar til maðurinn mætir á svæðið – ef hann mætir þá,“ útskýrir Halldóra og vill ekkert láta uppi um örlög blessaðrar konunnar. Verkið er án orða og höfundurinn setur það undir dansleikhúshattinn enda er það „opið og fínt hugtak á íslensku“. Hún viðurkennir að slík verk og vinna séu henni hugleikin. „Ég smitaðist dálítið af þeim áhuga í skólanum þegar Hafdís leikfimikennari kynnti mann fyrir Pinu Bausch. Ég fæ raunar mesta innblásturinn minn í leikhúsinu þegar ég fer á danssýningar, til dæmis á Íslenska dansflokkinn,“ segir Halldóra og nefnir aukinheldur að meistari Chaplin sé einnig gnægtarbrunnur að sækja í og að sitt leiklistaruppeldi hafi hún fengið hjá Guðjóni Sigvaldasyni, leikstjóra og leikara, sem sé mikill áhugamaður um dansleikhús. Guðjón er einmitt stofnfélagi Halldóru í leikhópnum Frú Normu ásamt Stefáni Vilhelmssyni leiklistarnema og eru þau í óðaönn að undirbúa sýningar sumarins sem fara á fjalir fyrir austan enda er varnarþing Normu á Egilsstöðum. Höfundurinn þarf einnig að undirbúa ferðalag því sýningunni „Power of Love“ hefur verið boðið í leikferð um Króatíu og Slóveníu í febrúar. Halldóra kveðst vön að vera að stússa sitthvað upp á eigin spýtur en hún hefur átt hauka í hornum víða við undirbúning þessarar sýningar. „Ég leikstýri verkinu líka en hef fengið vini og vandamenn til að kíkja við, peppa mig upp og segja mér hvað betur mætti fara. Það er fátt sem kemur manni á óvart í svona „einsmannsvinnu“ en reynslan frá því í sumar nýtist mér vel. Síðan metur maður það mikils að hafa stóran og fríðan flokk í kringum sig þegar maður er líka vanur að vinna einn.“ Verkið verður sýnt fimm sinnum til viðbótar út þessa viku, á efri hæð Austurbæjar, í Silfurtunglinu, og er hægt að nálgast miða þar eða á heimasíðunni www.midi.is. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Í Silfurtunglinu er ung kona að undirbúa stefnumót við mikilvægasta mann í heimi – manninn sem hún ætlar að elska til æviloka. Þá er jú vissara að vera búin að æfa sig aðeins. Halldóra Malin Pétursdóttir er ung leikkona og leikskáld en húnfrumflutti verk sitt „Power of Love (Hið fullkomna deit)“ í Austurbæ í gær. „Þetta er einleikur um konu sem er að skipuleggja mikilvægasta kvöld lífsins. Hún þarf að æfa sig svo ekkert fari úrskeiðis og hún fer yfir það í smáatriðum hvernig hún ætlar að bera sig að, hreyfa sig og setja stút á munninn,“ segir Halldóra. „Hún er mjög stressuð þegar maðurinn mætir á svæðið svo undirbúningurinn fer svolítið mikið fyrir bí. Það gerist stundum þegar fólk ætlar sér um of.“ Halldóra Malin útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra. Síðan þá hefur hún sett upp eigin einleik á Borgarfirði eystri og stofnað leikfélagið Frú Normu. Hún vann enn fremur til tvennra verðlauna í síðustu dansleikhússamkeppni Borgarleikhússins fyrir verkið Tomma og Jenna sem hún samdi í félagi við Stefán Hall Stefánsson leikara. Nýverið stofnaði Halldóra Malin leikhópinn Brilljantín og er Power of Love fyrsta verkefni hans. „Ég flyt verkið þar til maðurinn mætir á svæðið – ef hann mætir þá,“ útskýrir Halldóra og vill ekkert láta uppi um örlög blessaðrar konunnar. Verkið er án orða og höfundurinn setur það undir dansleikhúshattinn enda er það „opið og fínt hugtak á íslensku“. Hún viðurkennir að slík verk og vinna séu henni hugleikin. „Ég smitaðist dálítið af þeim áhuga í skólanum þegar Hafdís leikfimikennari kynnti mann fyrir Pinu Bausch. Ég fæ raunar mesta innblásturinn minn í leikhúsinu þegar ég fer á danssýningar, til dæmis á Íslenska dansflokkinn,“ segir Halldóra og nefnir aukinheldur að meistari Chaplin sé einnig gnægtarbrunnur að sækja í og að sitt leiklistaruppeldi hafi hún fengið hjá Guðjóni Sigvaldasyni, leikstjóra og leikara, sem sé mikill áhugamaður um dansleikhús. Guðjón er einmitt stofnfélagi Halldóru í leikhópnum Frú Normu ásamt Stefáni Vilhelmssyni leiklistarnema og eru þau í óðaönn að undirbúa sýningar sumarins sem fara á fjalir fyrir austan enda er varnarþing Normu á Egilsstöðum. Höfundurinn þarf einnig að undirbúa ferðalag því sýningunni „Power of Love“ hefur verið boðið í leikferð um Króatíu og Slóveníu í febrúar. Halldóra kveðst vön að vera að stússa sitthvað upp á eigin spýtur en hún hefur átt hauka í hornum víða við undirbúning þessarar sýningar. „Ég leikstýri verkinu líka en hef fengið vini og vandamenn til að kíkja við, peppa mig upp og segja mér hvað betur mætti fara. Það er fátt sem kemur manni á óvart í svona „einsmannsvinnu“ en reynslan frá því í sumar nýtist mér vel. Síðan metur maður það mikils að hafa stóran og fríðan flokk í kringum sig þegar maður er líka vanur að vinna einn.“ Verkið verður sýnt fimm sinnum til viðbótar út þessa viku, á efri hæð Austurbæjar, í Silfurtunglinu, og er hægt að nálgast miða þar eða á heimasíðunni www.midi.is.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira