Dreamgirls hlutskörpust 24. janúar 2007 08:45 Söngvamyndin Dreamgirls er tilnefnd til átta óskarsverðlauna. MYND/AP Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar. Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.Withaker og DiCaprio á blaðiForest Withaker bandaríski leikarinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland.Forest Withaker, sem fékk Golden Globe á dögunum, var tilefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem einræðisherran Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Mun hann keppa um óskarinn við þá Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond, Ryan Gosling fyrir Half Nelson, Peter O"Toole fyrir Venus og Will Smith fyrir The Pursuit of Happyness. Breskar í baráttunniBresku leikkonurnar Helen Mirren, sem hlaut Golden Globe fyrir frammistöðu sína í The Queen, Judi Dench (Notes on a Scandal) og Kate Winslet (Little Children) voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar ásamt þeim Meryl Streep (The Devil Wears Prada) og Penelope Cruz (Volver). Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada. Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles. Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar. Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.Withaker og DiCaprio á blaðiForest Withaker bandaríski leikarinn er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scotland.Forest Withaker, sem fékk Golden Globe á dögunum, var tilefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem einræðisherran Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Mun hann keppa um óskarinn við þá Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond, Ryan Gosling fyrir Half Nelson, Peter O"Toole fyrir Venus og Will Smith fyrir The Pursuit of Happyness. Breskar í baráttunniBresku leikkonurnar Helen Mirren, sem hlaut Golden Globe fyrir frammistöðu sína í The Queen, Judi Dench (Notes on a Scandal) og Kate Winslet (Little Children) voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar ásamt þeim Meryl Streep (The Devil Wears Prada) og Penelope Cruz (Volver). Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada. Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles.
Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein