Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið

Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ulf Pilgaard er látinn

Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfir­lið yfir einni mynd

Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið

Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára

Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Óhappamynd Alec Baldwin brátt frum­sýnd

Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hjem til jul aftur á skjáinn

Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segir Murphy gera lítið úr kyn­ferðis­of­beldi

Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kynntu dag­skrá RIFF 2024

Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Myndin byggir á minni eigin lífs­reynslu“

Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Bíó og sjónvarp