Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gamalt ráðu­neyti verður hótel

Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ég að hætta í nú­verandi sparnaði?

72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Skaga rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm prósenta aukning í septem­ber

Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veitinga­staðurinn opinn en lónið opnar síðar

Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Omnom gjald­þrota og kröfu­hafar uggandi

Vörumerki súkkulaðigerðarinnar Omnom eru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefur þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðsins. Omnom hf. er gjaldþrota og Helgi Már hefur stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir hefur rætt við óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri segir mikið verk að gera upp búið.

Viðskipti innlent