Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hristir hausinn yfir fyrra líferni

Atli Steinn Guðmundsson rifjar upp gamalt viðtal sem Inga Lind Karlsdóttir tók við hann um háskólalífið 1998 fyrir DV. Í þá daga sagðist Atli slaka á með ljósabekkjalegu, kraftreykingum og miklu kynlífi. Í dag hristir hann hausinn yfir lýsingunum.

Lífið
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð keyptu par­hús í Hafnar­firði

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, hafa fest kaup á 230 fermetra parhúsi í Setberginu í Hafnarfirði. Kaupverðið nam 132 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Tinda­tríóið híft upp en Anna Sigga enn föst

Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. 

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu-hjónin kunna að halda partý

Hjónin Gylfi Björnsson og Anna Þóra Björnsdóttir héldu glæsilega tónlistarveislu í Háskólabíói síðastliðið mánudagskvöld í tilefni 30 ára afmælis gleraugnaverslunarinnar Sjáðu.

Lífið
Fréttamynd

Sjónlýsing í fyrsta sinn

Heimildarmyndin Fyrir allra augum, sem fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, verður sýnd í dag á alþjóðlegum sjónverndardegi. Sýningin á Rúv markar tímamót, þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem Ríkisútvarpið sýnir efni með sjónlýsingu sem hjálpar blindum og sjónskertum að njóta myndarinnar.

Lífið
Fréttamynd

„Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“

Lýtalæknir sem sérhæfir sig í kynfærauppbyggingu framkvæmir eina til tvær typpastækkanir á mánuði. Litlum eða gröfnum typpum geta fylgt vandamál tengd hreinlæti, þvagláti og kynlífi. Margir upplifi lítið typpi sem fötlun.

Lífið
Fréttamynd

Full­kominn brúð­kaups­dagur í frönskum kastala

„Við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir drauma brúðkaupið,“ segir hin nýgifta Rós Kristjánsdóttir gullsmiður sem gekk að eiga sinn heittelskaða Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala á dögunum. Blaðamaður ræddi við hana um þennan ógleymanlega dag.

Lífið
Fréttamynd

Play gjald­þrota: Hvað geta Lauf­ey og Viagra kennt okkur?

Það tók einn farsælasta uppfinningamann sögunnar, Thomas Edison, 10.000 misheppnaðar tilraunir að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að mistakast svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem virka ekki.“

Lífið
Fréttamynd

Fagnar gagn­rýni á „rasshausa-ummæli“ sín

Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi.

Lífið
Fréttamynd

Silja Rós og Magnús eiga von á dreng

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, Magnús Orri Dagsson tónskáld, eiga von á dreng í lok desember. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Andri og Anne selja í Foss­vogi

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. 

Lífið
Fréttamynd

Ljúffeng gulrótarkaka í morgun­mat

Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur.

Lífið