Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Hér fer fram bein textalýsing frá leik Everton og Manchester United í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrir leik skilur aðeins eitt stig liðin að. Everton er í fjórtánda sæti og hefur farið á kostum upp á síðkastið, unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu er ekki að segja af Manchester United í fimmtánda sæti. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm. Flautað verður til leiks í Guttagarði klukkan hálf eitt. Enski boltinn 22.2.2025 12:01
Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke City á Englandi, var ekki yfir sig hrifinn af íslenskum eigendum liðsins á sínum tíma. Það var þá mismikið sem íslenskir leikmenn liðsins fengu að spila undir hans stjórn. Enski boltinn 22.2.2025 09:03
Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur hafa nú misst þolinmæðina og ákveðið að freista þess að fá fjölmiðlamenn til að hætta að kalla liðið Tottenham. Enski boltinn 21.2.2025 23:30
Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Manchester United hefur skilað að sér reikningsuppgjöri fyrir síðustu þrjá mánuði síðasta árs og útkoman er sláandi. Enski boltinn 19.2.2025 15:03
Casemiro fer ekki fet Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. Enski boltinn 18.2.2025 19:01
Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Mika Biereth hefur slegið í gegn í fyrstu leikjum sínum með Mónakó í frönsku deildinni en það vita kannski ekki allir að hann var leikmaður Arsenal fyrir ekki svo löngu. Enski boltinn 18.2.2025 15:31
Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Antony var hálfgerður blóraböggull fyrir slakt gengi Manchester United síðan félagið eyddi 82 milljónum punda í hann haustið 2022. Enski boltinn 18.2.2025 14:46
Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af fjórtán deildarleikjum undir stjórn Rubens Amorim og Gary Neville, fyrrverandi leikmaður liðsins, segir að stuðningsmenn Rauðu djöflana gætu þurft að sýna þolinmæði. Enski boltinn 18.2.2025 13:02
Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers. Enski boltinn 17.2.2025 18:46
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. Enski boltinn 17.2.2025 16:55
Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Arséne Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, kveðst biðja til Guðs að hans fyrrum lið vinni enska meistaratitilinn. Liverpool sé aftur á móti töluvert líklegra til þess. Enski boltinn 17.2.2025 16:16
Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er vongóður um að Erling Haaland geti spilað seinni leikinn á móti Real Madrid í umspili um laust sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 17.2.2025 13:01
Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Liðsfélagar og stuðningsmenn Arsenal voru mjög ánægðir með Mikel Merino um helgina en hefur eiginkona hans sömu sögu að segja? Enski boltinn 17.2.2025 08:32
Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Gengið hefur á ýmsu hjá Guðlaugi Victori Pálssyni hjá Plymouth Argyle á Engandi síðustu mánuði. Goðsögninni Wayne Rooney var sagt upp hjá félaginu eftir slakan árangur og þrátt fyrir að Rooney hafi gefið Guðlaugi fá tækifæri er samband þeirra gott. Enski boltinn 17.2.2025 07:32
Maddison var að sussa á Roy Keane James Maddison tryggði Tottenham 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 17.2.2025 07:07
Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Árangur Tottenham Hotspur á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur og mánuði. Það stöðvaði liðið þó ekki að sækja sinn fyrsta sigur í 105 daga þegar Manchester United kom í heimsókn á sunnudag. Enski boltinn 17.2.2025 07:02
Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Með stoðsendingu sinni gegn Newcastle United er Ederson, markvörður Manchester City, nú stoðsendingahæsti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Enski boltinn 16.2.2025 23:33
Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk „Það er alltaf erfitt að vera frá vegna meiðsla. Hvort sem það er einn leikur eða tíu, maður getur ekki beðið eftir að snúa aftur. Ég kom inn í leikinn með það hugarfar að ég ætlaði að gera gæfumuninn,“ sagði James Maddison, markaskorari Tottenham Hotspur í 1-0 sigrinum á Manchester United. Enski boltinn 16.2.2025 22:32
Man City fór létt með Liverpool Manchester City vann 4-0 stórsigur á Liverpool í efstu deild enska kvennafótboltans nú í kvöld. Um var að ræða síðasta leik dagsins. Enski boltinn 16.2.2025 21:02
„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Enski boltinn 16.2.2025 19:30
Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. Enski boltinn 16.2.2025 17:20
Maddison tryggði langþráðan heimasigur Tottenham Hotspur vann Manchester United 1-0 í uppgjöri tveggja liða sem ætluðu sér mikið í upphafi tímabils en hafa lítið sem ekkert getað til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 16.2.2025 16:02
Diaz kom Liverpool í toppmál Liverpool náði sjö stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Wolves. Enski boltinn 16.2.2025 13:32
Armstrong til Man United frá PSG Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki. Enski boltinn 16.2.2025 08:02