Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. Heimsmarkmiðin 2.5.2022 11:19
Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Heimsmarkmiðin 29.4.2022 14:01
Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt. Heimsmarkmiðin 29.4.2022 11:30
Gullvottun í jafnréttismálum og Ísland efst á lista yfir framlög til málaflokksins Heimsmarkmiðin 28.4.2022 11:50
Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju. Heimsmarkmiðin 25.4.2022 14:15
Ísland tvöfaldar framlög til hnattræna jafnréttissjóðsins Árlegt framlag Íslands til hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund, GEF) verður tvöfaldað með nýjum samningi sem utanríkisráðherra undirritaði á föstudag. Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks um allan heim. Heimsmarkmiðin 25.4.2022 12:41
Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku. Heimsmarkmiðin 25.4.2022 10:26
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Intellecon og BBA//Fjeldco styrkt til að kanna nýtingu jarðvarma til að þurrka te í Kenía Ráðgjafafyrirtækið Intellecon ehf. og lögfræðistofan BBA//Fjeldco hyggjast, með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu, kanna möguleikann á fjölnýtingu jarðvarma við þurrkun á te í Kenía í samstarfi við þarlenda aðila, Geothermal Development Company og Rosekey Foods. Heimsmarkmiðin 22.4.2022 13:06
Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. Heimsmarkmiðin 22.4.2022 11:09
Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum. Heimsmarkmiðin 20.4.2022 11:00
Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn. Heimsmarkmiðin 19.4.2022 10:40
Opinber framlög til þróunarsamvinnu í sögulegu hámarki Annað árið í röð náðu opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum sögulegu hámarki. Þau námu 179 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári og hækkuðu um 4,4 prósent á milli ára. Heimsmarkmiðin 13.4.2022 09:02
Ísland styður við móttöku flóttamanna í Moldóvu Íslensk stjórnvöld tilkynntu í gær um 50 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til að bregðast við álagi á innviði í Moldóvu vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Heimsmarkmiðin 6.4.2022 09:03
Íslenskur sérfræðingahópur á sviði fiskveiða skoðar samstarf í Síerra Leóne Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða þróunarsamstarfi við Síerra Leóne en eitt helsta markmiðið er að vinna með stjórnvöldum að nýju verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Heimsmarkmiðin 5.4.2022 12:34
Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum. Heimsmarkmiðin 4.4.2022 11:05
COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar. Heimsmarkmiðin 1.4.2022 11:50
Ísland veitir 400 milljónum í neyðaraðstoð í Afganistan Utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í gær. Heimsmarkmiðin 1.4.2022 08:55
Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi. Heimsmarkmiðin 31.3.2022 10:29
Helmingur allra þungana án ásetnings Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur. Heimsmarkmiðin 30.3.2022 10:56
Verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó skilar góðum árangri Utanríkisráðuneytið styður verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó. Heimsmarkmiðin 29.3.2022 13:20
UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women). Heimsmarkmiðin 29.3.2022 10:10
Sameinuðu þjóðirnar kanna alvarleg mannréttindabrot og stríðsglæpi í Úkraínu Fimmtíu manna mannréttindasveit Sameinuðu þjóðanna safnar nú upplýsingum um mannréttindabrot í átökum í Úkraínu. Heimsmarkmiðin 28.3.2022 14:00
Nánast öll afganska þjóðin býr við sult UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn. Heimsmarkmiðin 28.3.2022 11:17
Rúmlega helmingur allra barna í Úkraínu verið hrakinn á flótta Í gær var mánuður liðinn frá því Rússar hófu innrás í Úkraínu með þeim afleiðingum að alls 4,3 milljónir barna, ríflega helmingur allra barna í Úkraínu, hafa neyðst til að flýja heimili sín. Samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 1,8 milljónir barna flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og 2,5 milljónir barna eru á vergangi innanlands. Heimsmarkmiðin 25.3.2022 10:57
Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. Heimsmarkmiðin 24.3.2022 10:47